Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 81

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 81
í Skáldatíma segir að í Sjálfstæðu fólki hafi hetjuskapur manns verið útmálaður einsog í Is- lendinga sögum án tillits til málstaðar hans, „og málstaður Bjarts var vondur frá hér um bil öllum sjónarmiðum, nema hetjuskap hans“. 2. Eg hef af framan greindum ástæðum gert mér far um að kynna mér sérstaklega dæmigerðar „forn- sögur“ Halldórs Laxness og þá með aðstoð skálds- ins sjálfs einsog sjá má af þeim ritgerðum sem ég hef skrifað um þær. í ljós hefur komið að margt í þeim á við rök að styðjast en annað er frumsamið frá rótum og skrifað inní söguna einsog það stydd- ist við sögulegar heimildir eða upplifun skáldsins sjálfs. Þannig eru Islendinga sögurnar einnig skrif- aðar. Það færi enginn nú á dögum að leita sagn- fræðilegra heimilda um 10. og 11. öldina í þessum ritum, þótt þau lýsi ýmsu sem þá einkenndi mann- lífið og þjóðfélag höfundanna sjálfra á 13. öld, ekki frekar en sagnfræðingar framtíðarinnar leit- uðu heimilda um sögu Mosfellshrepps í Innan- sveitarkroniku eða sannleikans um Óskar Hall- dórsson og atvinnusögu hans í Guðsgjafaþulu. Þessi rit fjalla ekki um sannfræði. Þau eru aftur á móti ómetanleg heimild um persónurnar sem um er fjallað og lýsa þeim skrítnu og þverstæðufullu, en oft og einatt gamansömu örlögum sem þeim eru búin. Þessi rit eru sem sagt heimild um mann- inn; mann allra tíma svo lítið sem mannskepnan breytist þótt umbúðirnar um líf hennar séu aðrar en áður. En einsog við getum séð sjálf okkur í skáldsagnapersónum Halldórs Laxness, þannig þekkjum við margt í fari okkar og örlögum í forn- um, ritstýrðum sögum; og þá jafnvel einnig í forn- um grískum hetju- og goðsögnum, enda eru þær skrifaðar af venjulegu fólki, en hvorki hetjum né guðum. Og þegar upp er staðið er öllu svo vel fyrir komið í þessum listrænu verkum að engu er líkara en örlögin sjálf hafi skrifað þau; eða einsog Schop- enhauer benti á, að líf okkar væri svo rökrétt og úthugsað þegar við litum um öxl á gamals aldri að engu væri líkara en það hafi verið fyrirfram ákveð- ið. En að dómi hans hefur þó allt stjórnazt af blindum vilja okkar sjálfra, eða einsog skáldverki er stjórnað af höfundi sínum. Um þetta segir Hall- dór Laxness í samtölum okkar um Innansveitar- kroniku — og þarf vart annarra vitna við: „Skáld- saga er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að tala um veruleika, en það er sá veruleiki þar sem höfundurinn skipar hlutunum sjálfur í röð, „rétta“ röð, a. m.k. eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fá lesandann til að trúa sagnfræði, sem maður hefur ritstýrt sjálfur eða búið út. En skáldsaga er samt að því leyti raunveruleg, að höfundurinn getur aðeins sagt frá atburðum, mönnum, hugmyndum, flækjum og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. Hann hefur fólkið í handraða, a.m.k. í bútum, setur síðan bútana saman. Höfundurinn getur ekki far- ið út fyrir sína eigin reynslu; en hann ritstýrir henni ... Maður er andsvar við þeim áhrifum, sem hann verður fyrir í lífinu“. Það er á þessum forsendum sem list íslendinga sagna kemur okkur við enn í dag. Hún fjallar um okkur sjálf. Og umhverfi okkar. 3. Maðurinn hefur lítið sem ekkert breytzt. Hann er alltaf samur við sig. En hetjurnar í fornum ljóð- sögum eru orðnar að hversdagshetjum í síðari tíma skáldsagnagerð. Það er mikið af ljóðlist í mörgum þessara sagna, einkum sögum eftir Hamsun, Hemingway og Laxness. Einnig í nokkr- um ritum Gunnars Gunnarssonar sem ræktaði þó 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.