Mímir - 01.06.1996, Síða 84

Mímir - 01.06.1996, Síða 84
Berglind Laufey Ingadóttir Mjólk og málfræði Kalk í kroppinn — vit í kollinn íslensku þjóðinni hef- ur löngum verið lýst sem mikilli bókaþjóð. Því hefur verið haldið á lofti að Islendingar lesi manna mest og gefi út flestar bækur, allt miðað við hina gamalkunnu höfða- tölu. Þetta eru ósköp notalegar fullyrðing- ar sem gaman væri að stæðust. En, eins og allir vita og fæstir vilja viðurkenna, eru íslending- ar orðnir ansi latir við lesturinn. Hins vegar ber ekki að lasta alla þjóðina því að þegar vel er að gáð kemur í ljós að hinn íslenski meðalmaður les ýmislegt yfir daginn, þó ekki sé beinlínis hægt að telja margt af því lestrarefni til fagurbókmennta eða fræðsluefnis. Morgunblaðið er venjulega það fyrsta sem svefndrukknir Islendingar berja augum á morgnana og þá eru það sjónvarpsdagskrá, slúð- ur og stríðsfréttir sem renna inn um skynfærin með kaffisopanum. Ja ... nema á mánudögum. Á mánudagsmorgnum, til fjölda ára, hafa Islending- ar í öngum sínum leitað á önnur mið þegar enginn er Mogginn við höndina. Þeir eru ófáir sem leitað hafa á náðir umbúða morgunkornsins; lesið allt um næringargildi kókó-pöffs og um kornmetið í seríósinu. Mitt í öllum umbúðafjöldanum ber þó á nýstárlegu efni sem vert er að líta nánar á. Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur löngum verið kennd við líkamlega hollustu, en að undan- förnu hefur hún bætt um betur og dreifir einnig hollráðum. Umbúðir mjólkurfernanna hafa tekið umtalsverðum stakkaskiptum síðastliðna mánuði og flytja okkur nú menntun með mjólkinni, undir yfirskriftinni „íslenska er okkar mál“. Nú gefst einstakt tækifæri til að styrkja líkamann og efla hugann, og það allt í einum sopa! í þessu þarfa átaki Mjólkursamsölunnar kennir margra grasa: Málfræði og málshættir, framburðaræfingar og ferskeytlur, útskýringar og útúrsnúningar. Leið- beiningar og ábendingar sem lúta að öllum geirum tungumálsins. Allt þetta á sinn þátt í að gera fólki ljóst að vanda verður til verka þegar móðurmálið er annars vegar. Að sögn Margrétar Pálsdóttur málfræðings, sem sæti átti í undirbúningsnefnd átaksins, var tilgangur þess að fræða almenning um íslenskt mál og margbreytileika þess á jákvæðan hátt. Það fer heldur ekki fram hjá neinum, að efnið er sett fram á skemmtilegan máta. Myndskreytt heilræði ná athygli manna mun betur en þurrar ábendingar eins og: „sumir segja ..og „réttara er .. Fjölbreytnin er að sama skapi mikil því að um 60 ábendingar prýða mjólkurfernurnar. Mun fleiri hugmyndir komu fram við upphaf verkefnisins en það efni sem að lokum náði augum almennings hefur farið í gegnum nálarauga íslenskrar mál- stöðvar en útlitshönnun var í höndum auglýsinga- stofu. Þegar fyrsta „málfernan“ leit dagsins ljós var þjóðarsálin góðkunna ekki lengi að taka við sér. Ungur maður utan á mjólkurfernu var á leið á hljómsveitaræfingu. Oskýrmæli hans var þar í brennidepli og fór efnið fyrir brjóstið á mörgum því þarna þótti heldur að unglingum vegið. Að sögn Margrétar var ætlunin alls ekki að beina athyglinni að ungu fólki í þessu sambandi, óskýr- mæli spyr hvorki um aldur né fyrri störf og hvað það varðar er fullorðna fólkið ekki barnanna best! Hvernig sem á málin er litið, var þessi fyrsta „fernufræðsla" hin heppilegasta til að ryðja braut- ina fyrir það sem á eftir kom. Með umræðunni um hljómsveitaræfinguna var tilganginum náð; at- hygli fólks var vakin. Skoðanir voru skiptar í fyrstu (nöldur er nauðsynlegt í hófi), en jákvæð viðbrögð segja allt sem segja þarf. Við mjólkur- kæla verslana myndaðist örtröð á meðan fólk var 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.