Mímir - 01.06.1996, Side 86

Mímir - 01.06.1996, Side 86
Árni Björnsson Upptök rannsóknaræfinga í Árbók Háskóla fs- lands 1935-1936 er sú nýlunda í kennsluskrá heimspekideildar að þar stendur að pró- fessor dr. phil. Sig- urður Nordal „hafði rannsóknaræfingar 2-3 stundir aðra hverja viku bæði misserin." Þessi klausa er alveg óbreytt þar til há- skólaárið 1941-1942, en þá stendur „2 stundir“ í stað „2-3 stundir“. Árið 1942-1943 verður aftur smábreyting því þá er ekki tilgreindur stunda- fjöldi, heldur einungis sagt að Sigurður Nordal „hafði rannsóknaræfingar með stúdentum“. Árið 1943-1944 hafði Sigurður Nordal lausn frá kennsluskyldu bæði misserin og árið 1945 var hann leystur frá kennsluskyldu skv. lögum nr. 33, 12. febrúar 1945, en skipaður nýr prófessor og að auki dósent í íslenskri bókmenntasögu, Einar Ól. Sveinsson og Steingrímur J. Þorsteinsson. Það ár og allt til háskólaársins 1950-1951 stendur samt þessi klausa í kennsluskrá: „Prófessor dr. phil. Sigurður Nordal hafði rannsóknaræfingar með stúdentum í íslenzkum fræðum.“ Þetta var því eina formlega kennslan sem Sigurður sinnti síð- ustu sex árin sem hann gegndi prófessorsembætti. Af framansögðu má glöggt sjá að rannsóknar- æfingar voru fyrstu fimmtán árin formlegur partur af kennslu í íslenskum fræðum. Þær voru í upphafi haldnar í húsnæði Háskólans í Alþingishúsinu, oftast í kennslustofu læknadeildar þar sem var meira rými en annarstaðar. Sigurður Nordal lýsti upptökum rannsóknaræfinga sjálfur þannig í út- varpsdagskrá á vegum Háskólastúdenta síðasta vetrardag árið 1958: Námið í íslenskum fræðum hlýtur að sumu leyti að vera nokkuð frábrugðið því sem er í öðrum deild- um Háskólans og einkanlega af tveimur ástæðum: Stúdentar leggja upp með talsverða, sumir jafnvel mikla undirstöðuþekkingu á þessu sviði, ekki síst íslenskum bókmenntum; að minnsta kosti alltaf meiri en nemendur í læknisfræði eða lögfræði vita fyrirfram um þær greinar. Og margt í okkar þjóð- legu fræðum er ekki einungis lítt rannsakað heldur þess eðlis að skoðanir geta verið skiptar um þær í lengstu lög. Þó að skylt sé að krefjast tiltekinnar þekkingar staðreynda varðar hitt ekki minna að nemendur séu þjálfaðir í því að dæma og meta, athuga og álykta upp á eigin spýtur. Því hefur það jafnan verið mikill þáttur í þessu námi að láta stúdenta flytja erindi og gera ritgerðir sem kennar- ar eða námsfélagar eða hvorir tveggja hafa síðan rætt og gagnrýnt frá ýmsum hliðum. Rannsóknaræfingar þær sem ég hef verið beðinn um að segja hér frá voru teknar upp sem nokkurs- konar aukageta við kennsluna í íslenskum fræðum árið 1935 og haldið áfram í nærfellt fimmtán ár, samt nokkuð slitróttara síðustu árin. Þegar ég kenndi í háskólanum í Stokkhólmi haustmisserið 1933 hafði ég þar, fyrir utan opinbera fyrirlestra, svonefndar seminaræfingar með eldri stúdentum og yngri kandidötum. Þar var fastur siður að kenn- ari og nemendur færu eftir hverja æfingu á ein- hvern rólegan veitingastað, venjulega Ráðhús- kjallarann, fengju sér brauðbita og brennivíns- staup og skröfuðu og skeggræddu um stund. Ég fann að þetta post-seminar eða eftirleikur átti meginþátt í þeim skemmtilega félagsskap sem er með stúdentum og kennurum í Svíþjóð og er alls ólíkur því sem til er í Danmörku og Noregi. En í Svíþjóð var bæði hópurinn og efni æfing- anna takmarkaðra en mér fannst æskilegt svo að rannsóknaræfingarnar hér urðu með nokkuð öðru móti þó að þær ættu sænsku fyrirmyndinni talsvert að þakka. Þær voru frjálslegri, fjölbreyttari, fjöl- sóttari og ekki með jafnmiklu kennslusniði. Erindi voru flutt jöfnum höndum af stúdentum, kandí- dötum og kennurum og stundum af fræðimönnum úr allt öðrum greinum. Æfingarnar voru hafðar hálfsmánaðarlega og var gert ráð fyrir klukkustundar erindi en umræður 84

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.