Mímir - 01.06.1996, Síða 90

Mímir - 01.06.1996, Síða 90
eða til að öðlast fyrstu kynni af einstökum verk- um. Framsetning Árna er stundum í kennslubóka- stíl þar sem efnisatriðum er skipt upp í tölusetta liði frá einum upp í sjö eða átta, eða jafnvel sett upp í töflur. Þessar töflur eru langoftast upplýs- andi og bæta við það sem í textanum er sagt. Aðalkosturinn við slíka framsetningu er vitanlega skýrleiki, hlutirnir eru einfaldari þegar tvö eða þrjú meginatriði eru dregin saman í töflu. Aðferð- in býður hins vegar augljóslega heim hættunni á of mikilli einföldun. Það finnst mér stundum brenna við í framsetningu Árna og eins hitt, að töflurnar gera lítið annað en endurtaka það sem lesandinn hefur þegar lesið í meginmálinu. Árni gerir sitthvað fleira til að auka á skýrleika umfjöllunarinnar en að setja upp töflur. Hann hefur valið þá leið að endursegja og gera grein fyrir einstökum höfundum og verkum hvers fyrir sig en leggur minni áherslu á umfjöllun um ákveð- in tímabil eða stefnur og strauma. Þetta eykur notagildi bókarinnar, hægt er að nota hana eins og uppflettirit og sækja í hana fróðleik um einstaka höfunda og verk um skáldskaparfræði án þess að þurfa að lesa bókina alla frá orði til orðs. Á milli þessara endursagna eru tengikaflar þar sem ein- stök tímabil eru tekin fyrir og helstu einkennum þeirra og tengslum meginrita innan þeirra er lýst. Þessir tengikaflar eru oft heldur rýrir í roðinu og má væntanlega skrifa það á kostnað þess hve trúr Árni er sinni sögulegu aðferð. Það er að sjálfsögðu aldrei hægt að taka alla með í slíku riti eða taka tillit til allra sjónarmiða, þó get ég ekki látið hjá líða að gera nokkrar at- hugasemdir sem allar snúa að 19. öldinni. Mér finnst heldur lítið gert úr ýmsum kenningasmiðum þeirrar ágætu aldar, kenningasmiðum sem hafa haft veruleg áhrif á bókmenntir og bókmennta- fræði á 20. öld. Þar ber fyrsta að telja þá Edgar Allan Poe og Charles Baudelaire sem báðir voru áhrifamiklir kenningasmiðir og gagnrýnendur jafnframt því að vera skáld. Þá finnst mér hlutur Brandesar vera gerður ótrúlega lítill. Um hann er fjallað á um það bil tveimur síðum undir fyrirsögn- inni „Brandes og raunsæisstefnan“. Hlutverks hans í uppgangi módernismans í Þýskalandi og Evrópu og mikilvægi hans fyrir útbreiðslu kenn- inga Nietzsches í Þýskalandi er að engu getið. Brandes er raunar ekki einn á báti. Mjög lítið er fjallað um bókmenntastefnur í Skandínavíu, og alls ekki fyrr en komið er fram á 19. öld. Hlutur íslendinga Helsta nýjungin í þessu riti er umfjöllun Árna um verk íslenskra fræðimanna á sviði bókmennta- kenninga. Árni rekur helstu verk íslendinga um skáldskap og í þessum köflum er margt forvitni- legt. Kaflinn um 19. öldina er eðlilega lang efnis- mestur og þar tekst Árna oft vel upp. Einna for- vitnilegastur þótti mér kaflinn um Tómas Sæ- mundsson. Þar fjallar Árni meðal annars um Ferðabók Tómasar og þau viðhorf til skáldskapar sem þar koma fram. Þessi kafli er dæmi um það sem hefði mátt gera meira af í bókinni; að leita heimilda um skáldskaparskilning íslendinga víðar en í þeim ritum sem höfðu skáldskaparfræðina beinlínis að meginviðfangsefni. í þeim köflum sem fjalla um íslenska fræðimenn verður sú af- mörkun Árna að fjalla eingöngu um skáldskapar- fræði verulegur galli á bókinni. Skrif íslendinga um bókmenntir eru kannski ekki mikil að vöxtum á þessum tíma, en þessi afmörkun gerir það að verkum að verulegur hluti þeirra liggur óbættur hjá garði. Ég saknaði til dæmis umfjöllunar um bókmenntasögur; Hálfdánar Einarssonar og Páls Vídalíns frá 18. öld og Sveinbjarnar Egilssonar og Finns Jónssonar frá þeirri nítjándu, svo að dæmi séu nefnd. Þótt þessi rit fjalli að sönnu ekki um skáldskapinn í sjálfu sér eða skáldskaparfræðina birta þau svo sannarlega merka innsýn í hugmynd- ir íslendinga á fyrri öldum um bókmenntir og bókmenntasögu. Þá má geta eins rits um skáld- skaparfræði sem Árni lætur að engu getið. Þetta eru drög Jóns Ólafssonar Grunnvíkings að skáld- skaparfræði, sem til eru í handritum og hefði verið kjörið að kynna fyrir ísleskum lesendum í bók eins og þessari. fslenski hlutinn af bók Árna er óneitanlega sá sem veldur mestum vonbrigðum enda er það sá kafli sem ástæða var til að binda mestar væntingar við. Yfirlit yfir íslenska skáldskaparfræði og bók- menntaumfjöllun er hvergi til og þótt fyrsta skref- ið í átt að slíku yfirliti sé stigið hér er það að mínum dómi miklu minna en efni og ástæður hefðu verið til. Að lokum Eins og sjá má eru flestar athugasemdir mínar við Bókmenntakenningar síðari alda ekki við það sem er í bókinni heldur fremur það sem er þar ekki. Þetta er á mörkunum að vera sanngjörn aðferð og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.