Mímir - 01.06.2005, Page 8
Minningarorð
Prófessor Hreinn Benediktsson 1928-2004
Hreinn Benediktsson fæddist á Stöð í Stöðvarfirði
10. október 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 7. janúar síðastliðinn. Hreinn lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri
1946, 17 ára að aldri. Eftir að hafa kennt einn vetur
við skóla sinn að loknu stúdentsprófi hélt hann til
náms í samanburðarmálfræði við Óslóarháskóla
og þaðan lá leiðin um tíma til Parísar. Hreinn lauk
meistaraprófi í samanburðarmálfræði frá Ósló
1954. Eftir það stundaði hann nám í Freiburg í
Þýskalandi og síðan í Bandaríkjunum, en hann
lauk doktorsprófi frá Harvardháskóla 1958. Sama
ár varð hann prófessor í íslenskri málfræði við
Háskóla íslands og gegndi því starfi þar til hann fór
á eftirlaun.
Þegar Hreinn var við nám í Ósló var þar öflugt vígi
málvísinda. Þar störfuðu heimsfrægír málfræðingar
á borð við Carl Hjalmar Borgstrom, Knut Bergsland
og Hans Vogt, og var þar meðal annars lögð
stund á keltnesk málvísindi, finnsk-úgrísk mál,
auk germanskrar samanburðarmálfræði; andi
formgerðarstefnunnar eða strúktúralismans
sveif yfir vötnum. í París mun Hreinn hafa kynnst
hugmyndum André Martinet. Við Harvardháskóla
varð Hreinn nemandi Romans Jakobsons og varð
fyrir sterkum áhrifum frá honum, þótt dvölin við
þann skóla hafi ekki verið löng, vart meira en ár
samkvæmt tiltækum annálum. En Jakobson var
einn af frumhugsuðum Pragarskólans svokallaða
í málfræði, ásamt mönnum eins og Nikolai
Trúbetskoj. Þetta var hinn evrópski strúktúralismi,
sem hugaði mjög að hlutverkum máleininganna.
Ég hygg að á þessum árum hafi málfræðihugsun
Hreins mótast að fullu þannig að hún stóð óbreytt
það sem eftir var starfsævinnar. Hreinn beindi
í fyrstu sjónum sínum að hljóðkerfisfræði og
því hvernig útskýra megi málþróun á grundvelli
hljóðkerfisvensla. Þetta var heimasvæði
formgerðarstefnunnar, en mikið af innsæi þeirrar
kenningar spratt einmitt af athugun á hljóðafari
tungumála. Doktorsritgerð Hreins, sem birtist í
styttu formi í tímaritinu Word 1959, kafar djúpt i
slík lögmál og Hreinn seturfram sögu íslenska
sérhljóðakerfisins með furðu dramatískum hætti
sem keppni milli ólíkra hljóðþátta, tónþátta og
hljómþátta, um völd í kerfinu. Sú örlagasaga
sem þar er rakin lið fyrir lið minnir í byggingu á
[slendingasögu þar sem vinir og frændur berjast.
Að lokum er það kringingarþátturinn sem sigrar
fjarlægðarþáttinn. Þessi átakasaga er eitt af því
fyrsta sem undirritaður meðtók af þessum fræðum,
og verður aldrei samur eftir. Raunar viðurkennir
Hreinn að ytri aðstæður ráði miklu um málþróun
hins islenska hljóðkerfis, en innviðirnir ráða úrslitum
um það hvernig úr aðstæðunum verður unnið, rétt
eins og tilfinningaþræðir og fjölskylduvensl ráða
mannlegum örlögum ekki síður en ytri aðstæður.
Segja má að Hreinn hafi kynnt
formgerðarstefnuna hér á landi einmitt á þeim tíma
sem hún var að renna sitt skeið. Noam Chomsky
hafði birt hina frægu bók sína Syntactic Structures
1957, en hún olli meiri byltingu í málfræðihugsun en
áður hafði þekkst. Þótt Hreinn hafi kynnst þessum
kenningum hélt hann sig við strúktúralismann og
kenndi samanburðarmálfræði af miklum skýrleik
og röggsemi. Á síðari stigum námsins kynnti
hann okkur fyrir kenningum Chomskys. Ungar
sálir hrifust af þessari hugsun, en Hreinn var
efablandinn.
Hann beitti hugsun formgerðarstefnunnar á mörg
vandamál í íslenskri málsögu, ekki síst hljóðsögu.
Minnisstæðar eru útskýringar á tveimur stigum
hljóðvarpa. Sú dularfulla staðreynd hljóðvarpanna
að eitt hljóð smitaði annað um leið og það hvarf
varð fullskiljanleg þegar gerður var greinarmunur
á hljóðeðli og hlutverki hljóðamunar. Hin dularfulla
sjálfsmorðsárás áherslulítils / í gastiR sem gaf
myndina gestr, sem síðar varð okkar gestur,
varð skiljanleg þegar formgerðarhugsun var
notuð. Hreinn beitti af mikilli íþrótt aðferðum á
íslensku sem menn eins og W. Freeman Twaddell
höfðu beitt á þýsk hljóðvörp (reyndar þegar árið
1938). Önnur minnisstæð skýring Hreins er sú
að breytingar í rithætti áherslulausra sérhljóða í
handritum á tilteknu tímabili sýndu sig að stafa
ekki af breytingum á áherslulausu hljóðunum
6