Mímir - 01.06.2005, Page 124
Athyglisvert er þá að skoða karlkynslýsingarorðið
grannur hér að ofan í þessu Ijósi þar sem a er í
stofni og u \ endingu en ekkert hljóðvarp verður
þar. Ekki er annað að sjá en áðurnefnd regla sé
þverbrotin þar. Eiríkur telur hins vegar eðliiegar
skýringar vera á því að hljóðkerfisreglan virki ekki í
slíkum dæmum, en komið verður inn á það í 3.2 hér
á eftir.
Öðruvísi horfir við í nf. et. og ft. barn - börn að
mati Eiríks, sbr. dæmi (7) hér á undan, og einnig
í nf. kvenkynslýsingarorðsins grönn en þar koma
einnig fyrir víxlin a : ö án þess að u sé í næsta
atkvæði á eftir. Víxlin við slíkar aðstæður telur hann
þá beygingarlega skilyrt þegar ekkert I umhverfinu
virðist geta skýrt breytinguna frá a til ö, engar
hljóðlegar ástæður sjáanlegar á sama hátt og t.d. í
þgf. orðanna í (7) þar sem ástæður hljóðavíxla liggi
I augum uppi. í slíkum orðum sé greinilega um að
ræða beygingarlega skilyrt hljóðavíxl.
En er þetta mergur málsins? Er þá eðlilegt að
telja tvenns konar ástæður liggja að baki sömu
hljóðavíxlum innan jafnvel sama beygingardæmis,
sbr. t.d. barn - börn - börnum í (7)?
Kristján Árnason (sbr. 1985, 1992, 2001) er einn
þeirra sem hefur dregið þessa skilgreiningu mjög
í efa. Að hans mati er ekki rétt að gera ráð fyrir
tvenns konar hljóðvarpi með þessum hætti þar
sem litið sé á u-hljóðvarpið annars vegar sem
beygingarlega skilyrt og hins vegar sem hreint
hljóðferli. Hann telur enga ástæðu til að gera
greinarmun þar á milli:
„A much more plausible assumption is that u-
umlaut is one and the same thing throughout: a
mapping relation (a morphophoneme) between
forms with a and forms with ö (with ö as the
unmarked value in the umlauting environments).
This relation serves as a primary exponent
of plurality vs. singularity in the case of barn
vs. börn, but as a secondary one in dat. pl.
börnum(1992, bls. 9)
Ljóst er af framansögðu að grundvallarmunur
er á sjónarmiðum málfræðinga um það hvers
eðlis u-hljóðvarpið er. Þetta atriði verður til frekari
umfjöllunar I næsta kafla þar sem skoðað verður
hvort telja beri u-hljóðvarpið virkt í nútímamáli.
3.2 Er u-hljóðvarpið virkt í nútímamáli?
Eins og áður var komið inn á hefur löngum verið
fjallað um u-hljóðvarp sem forsögulegt hljóðferli
sem hafi skilið eftir sín spor í málinu en verkun
þess sé ekki lengur fyrir hendi. í seinni tíð hefur
á hinn bóginn borið á öndverðum skoðunum I
anda generatífrar hljóðkerfisfræði í þá veru að
gera ráð fyrir því að u-hljóðvarp sé lifandi regla í
nútímamálinu sem leiði hljóðfræðileg yfirborðsform
af baklægum grunnformum.
Eiríkur Rögnvaldsson er einn þeirra sem gerir
ráð fyrir því (sbr. 1981, 1993) að u-hljóðvarp sé virk
hljóðkerfisregla í málinu, þ.e. að þegaru stendur
í eftirfarandi atkvæði breyti það a í ö. Tvennt skal
einkum nefnt hér sem Eiríkur telur vera sterka
röksemd fyrir því að um virka hljóðkerfisreglu sé að
ræða í íslensku:
a) Hann bendir á að a standi aldrei í
næsta atkvæði á undan u innan orðs (með
undantekningum sem hann tilgreinir, sjá síðar). Ef
a er í grunnformi orðs, komi alltaf ö (stundum u ef
atkvæðið er áherslulaust) í stað þess ef u er í næsta
atkvæði á eftir.1
b) Eiríkur telur einnig u-hljóðvarp í tökuorðum og
nýyrðum rökstyðja eindregið þá kenningu að um
virka hljóðkerfisreglu sé að ræða. Hann telur t.d.
tvímyndir eins og banönum - bönunum; kastölum
- köstulum vera gott dæmi um það og telur auðvelt
að skýra þessar myndir ef gengið er út frá virkri
hljóðkerfisreglu þar sem a verður ö I öðru atkvæði
fyrir áhrif frá u \ endingu I þgf. ft.. Síðan sé valfrjálst
hvort beitt sé veiklun (vowel reduction) sem breyti
áherslulausa ö-inu í u, sem svo veldur hljóðvarpi
þannig að a í áhersluatkvæði breytist í ö.
Afleiðslan samkvæmt Eiríki er þá svona (1993, bls.
80):
(8)
baklæg gerð
u-hljóðvarp
veiklun
u-hljóðvarp
yfirborðsgerð
#banan+um#
#banön+um#
#banun+um#
#bönun+um#
[bö:nynYm]
#banan+um#
#banön+um#
[ba:nönYm]
Áður var minnst á karlkynsorð eins og garður,
maður og grannur sem við fyrstu sýn virðast ekki
koma heim og saman við hugmyndir generatífista
um virkni u-hljóðvarpsins. Af hverju verða þau
ekki *görður, *möður\ *grönnur úr því að a er
í stofni og u er í næsta atkvæði á eftir? Hvað
verður um hina „virku“ hljóðreglu þá þar sem
öll skilyrði u-hljóðvarps virðast vera fyrir hendi?
Generatífistar (sbr. t.d. Eiríkur 1981) líta svo á að
yfirborðsmynd endingarinnar -ur í slíkum dæmum
sé leidd af baklægu -r-i. Síðan er gert ráð fyrir
reglu sem skýtur inn [y] á milli -r í bakstöðu og
rótaratkvæðisins (ef það endar á samhljóði). Gert
er ráð fyrir því að u-innskotsreglan verki á eftir u-
hljóðvarpinu, að öðrum kosti myndi innskots-u-ið
1 Hann afgreiðír (sömu andrá tilvik eins og barnum og farðu
og segir mörk nafnorðs og viðskeytts greinis í fyrra tilvikinu
og mörk sagnstofns og persónufornafns í síðara tilvikinu
gilda sem orðaskil. Af þeim ástæðum sé u-hljóðvarpið ekki
virkt í slíkum orðmyndum.
122