Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 116

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 116
Hvað felst undir bláum þræði á ýmsum Norðurlöndum Um flökkuminni í þulum síðari alda1 Höfundur Yelena Sesselja Helgadóttir Yershova íslenskar þulur síðari alda eru romsukennd þjóðkvæði frá 15.-19. öld sem lifðu fram á 20. öld en eiga sér fornar rætur í íslenskri menningu, m.a. í þeim þulum sem eru varðveittar í Snorra-Eddu.2 Þulur síðari alda lúta fáum bragfræðilegum reglum og virðast því mjög einfaldar á yfirborðinu. Þær einkennast af endurtekningum með tilbrigðum og eru síbreytilegar í flutningi. Þulur eru settar saman af nöfnum (t.d. manna- eða kúanöfnum), heitum og minnum (mótífum) sem tengjast saman á allmismun- andi vegu og mynda fjölmargar og oft mjög ólíkar heildir. Sumar þulur eru aðeins nafnalistar, sumar slitróttar frásagnir, en oftast blandast þetta tvennt saman. Margar þulur virðast vera ekkert annað en orðaleikir. Þulur síðari alda hafa alla tíð lifað í munnlegri geymd og heyra eflaust til alþýðumenningar. Þær voru þó af og til settar á bók af ýmsum ástæðum. Oftast var það vegna þess að þær tengdust efni bókarinnar. Besta dæmið er elsta varðveitta þula síðari alda, Grettisfærsla, skrifuð ásamt Grettis sögu í AM 556 4to, handrit frá seinni hluta 15. aldar. Einnig eru allnokkrar þulubænir frá kaþólskri tíð í handritum með sögum af heilagri Margréti (AM 428a 12mo) og fleiri dýrlingum. Loks eru særingar í þuluformi í seinni tíma galdrabókum. Þulur voru einnig skrifaðar niður mönnum til skemmtunar, m.a. í svokölluðum syrpuhandritum með margvíslegu efni, og loks í varðveislu- og söfnunarskyni. Söfnun þulna hófst þó ekki að neinu marki fyrr en á 19. öld og eru elstu uppskriftir margra þulna frá 19. eða jafnvel 20. öld, í besta falli 17. öld. Bæði þulurnar 1. Grein þessi er að stofni til erindi flutt á Hugvísindaþingi Háskóla islands þann 23. október 2004 og jafnframt eínn af fjölmörgum þáttum í doktorsverkefni mínu um íslenskar þulur síðari alda. Ég þakka Rósu Þorsteinsdóttur, Gísla Sigurðssyni, Aðalheiði Guðmundsdóttur, Bjarka Má Karls- syni og Turið Sigurðardóttur á Fróðskaparsetri Foroya aðstoð við efnissöfnun fyrir þessa grein og margar góðar ábendingar. 2. Um þulur á fyrri og seinni öldum sjá m.a. Jón Samsonarson, einkum 1983 og 2002a,b, Ögmund Helgason 1989, Halvorsen 1982. sjálfar og stök minni í þeim eru þó oft talsvert eldri. í sumum tilfellum er hægt að sýna fram á uppruna þeirra á 15.-16. öld, en oftar verður að láta líkindi nægja. Þulur mega heita séríslensk kveðskaparhefð en eiga sér þó hliðstæður hjá nágrannaþjóðum, einkum í Færeyjum og Noregi. Þær draga að sér efnivið úr ýmsum áttum. í þulum finnast dansstef, vísuorð úr rímum, kviðlingar úr þjóðsögum og ævintýrum sem breytast í munnlegri geymd og geta orðið óþekkjanlegir eftir nokkurra alda líf í þulum. Þjóðkvæði virða ekki alltaf landamæri, og margt er sameiginlegt með íslenskum þulum, færeyskum frændum þeirra sem ganga undir heitinu skjaldur3 og romsum frá hinum Norðurlöndunum. Hins vegar reynist oft erfitt að kortleggja ferðir þess efnis er berst milli landa. Jón Samsonarson, sem er þekktur fyrir nákvæmni bæði í staðreyndum og röksemdarfærslu, tekur t.d. jafnan mjög varlega til orða bæði um aldur og uppruna einstakra þulna og minna.4 Efnið er þó heillandi og oft er þess freistað að ná taki á flökkuminnum í von um betri skilning á minninu og þulum sem nota það. í þessari grein verður fylgst með torskildu flökkuminni í íslenskum þulum. Það er minni um bláan þráð. Hér eru nokkur dæmi um þetta minni í íslenskum þulum: (1) Sofa, sofa hjónakornin bæði undireinum blámerktum þræði. Það voru soðin skammrif á bænum; duttu þau ofan í ketilinn bæði, svo ekki stóð upp úr nema bógurinn og hálft annað lærið, og nú er lokið Lundúnakvæði.3 (2) Undir einum grábláum veftarþræði. Barnakornin leika sér, það er þeirra æði. Þegar þau kunna’ að gánga um gólf, 3. Færeyska orðið skjaldur er hvorugkynsorð, -r er stofnlægt. Orðið tekur ekki u-hljóðvarpi í beygingu. 4. Sbr. t.d. Jón Samsonarson 1977. 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.