Mímir - 01.06.2005, Side 142

Mímir - 01.06.2005, Side 142
Sigurjónsdóttir sem fór á kostum í ræðu sinni með hjálp Bjarka Más sem skyndilega yngdist um nokkur ár og missti svo til málið. Áhorfendur misstu líka málið og áttu erfitt með að halda sér á stólunum í verstu hláturköstunum. Að borðhaldi og skemmtiatriðum loknum var haldið í Þjóleikhúskjallarann en þar var haldið sameiginlegt árshátíðarball nokkurra skora innan Hugvísindadeildar. DJ Amma hélt uppi fjörinu og dansinn dunaði langt fram á nótt. Vísindaferðir eru alltaf vinsælar og þær voru nokkrar þennan veturinn. Fyrsta vísindaferðin var á menningarlegum nótum, þá bauð Hafnarfjarðarbær okkur í heimsókn og við fengum að skoða listasafnið, byggðasafnið og bókasafnið. Landsbankinn tók á móti okkur í byrjun nóvember með líflegri vísindaferð og síðasta ferð haustannar var heimsókn í bandaríska sendiráðið sem var afar áhugaverð þótt langan tíma tæki að komast í gegnum stranga öryggisgæslu. Eftir áramót hrönnuðust vísindaferðirnar upp svo áhugasamir nemendur höfðu vart undan. í janúar var farið í skemmtilega vísindaferð í Landsvirkjun. Febrúarmánuður byrjaði með vísindaferð í Kópavogsbæ, svo tók auglýsingastofan Hvíta húsið á móti okkur með afar áhugaverðri kynningu og í kennsluhléinu í lok mánaðarins fórum við í bókaútgáfuna Eddu sem er alltaf með góðar vísindaferðir. í mars bauð MasterCard okkur í heimsókn og síðasta vísindaferð vetrarins var farin þann 8. apríl í Vífilfell. Þar sem íslenskunemar vita að vísindaferðir snúast ekki bara um veitingarnar höfum við einnig farið í nokkrar fróðlegar hádegis- heimsóknir. Okkur var til að mynda boðið í menntamálaráðuneytið á haustdögum og skömmu eftir að Þjóðminjasafnið opnaði, nýtt og endurbætt, skunduðum við þangað og fengum leiðsögn um safnið og söguna. Með hækkandi sól áttaði stjórnin sig á því að hennar tími væri brátt á enda og kominn tími til að halda kosningar. Aðalfundur var því haldinn í Árnagarði þann 15. apríl og bjuggust stjórnarstýrur við miklum mannfjölda og fjörugri kosningabaráttu. Fjórir félagsmenn mættu á fundinn (sem er ágætis mæting miðað við þá þrjá sem komu á ræðukeppnina) og ómögulegt reyndist að mynda nýja stjórn eða kjósa nokkurn mann í embætti. Fundurinn var því dálítið snubbóttur en þó tókst að keyra í gegn nokkrar lagabreytingar og fara á formlegan hátt yfir starf vetrarins. Eftir fundinn var haldið heim til Láru formanns og þar bættust einhverjir íslenskunemar í hópinn. Eftir nokkra bjóra fór eitthvað að bera á framboðum og þegar samdrykkju lauk var kominn formaður og einn maður í stjórn sem átti reyndar í mestu vandræðum með að velja sér embætti. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort umrædda aðila reki minni til framboðs síns og eins er óljóst hvort tekist hafi að manna önnur embætti. Ekki er þó öll von úti enn því vorferðin er á næsta leiti og von er til að einhverjir bjóði sig fram þar um leið og brennivínsflaskan fer að ganga. Stjórn Mímis veturinn 2004-2005 kveður nú að sinni. Um leið og við þökkum félagsmönnum fyrir skemmtiiegan og líflegan vetur óskum við nýrri stjórn (hver sem hún verður) velfarnaðar í starfi og vonum að félagslífið haldi áfram að blómstra. Takk fyrir okkur. Fyrir hönd stjórnarinnar, Þórgunnur Oddsdóttir (annála)ritari 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.