Mímir - 01.06.2005, Page 51
óöryggi fólks og þrá þess eftir einfaldari heimi.18
Til þess að auðvelda skilning á þessum
breytingum hefur Fornas meðal annars sett fram
líkan sem ætlað er að útskýra þá krafta sem eru
að verki í nútímasamfélagi. Fornás gerir ráð fyrir
að hægt sé að brjóta samfélagið upp í það sem
hann nefnir geira (spheres). Innan hvers geira er
sjálfstætt skipulag, einhvers konar valdamiðja,
sem kemurfram í gildum og óskráðum reglum
sem eru við lýði innan þess svæðis. Ólíkir geirar
samfélagsins geta skarast og það leitt til átaka um
ólík gildi og viðmið sem ríkjandi eru innan geiranna.
Þessu til útskýringar má líta á Reykjavík, ísland
og Evrópu sem ólíka geira sem mynda eins konar
stigveldi sem ekki skarast. Hins vegar geta geirarnir
Reykvíkingur, ferðamaður, kristni og rokktónlist
verið dæmi um geira sem geta skarast. í daglegu
amstri fer einstaklingur á milli ólíkra geira úr skóla, í
vinnu, í tómstundir og yfir á spjallþráð á Netinu þar
sem ólík viðmið og gildi ríkja.
Fróðlegt getur verið að bera umhverfi Einars
blaðamanns saman við kenningu Fornás til þess
að koma auga á hina ólíku átakaása verksins.
Fornás skilgreinir fjóra meginása sem eru að verki
í lífi einstaklinga, þ.e. heimilið (intimate sphere),
markaðinn (market, economy), stjórnsýsluna
(state, administration) og opinbera geirann sem er
uppspretta menningaráhrifa og þekkingarmiðlunar.
Sérhver geiri er háður hinum þremur á einn eða
annan hátt.
Ef þess er freistað að brjóta umhverfi
Einars niður á þessa fjóra ása má segja að
heimilisgeiranum tilheyri Gunnsa dóttir hans og
samband hans við barnsmóðurina. Einhvers
konar átök eiga sér stað með tilkomu nýs
manns í fjölskylduna, svertingjans Ragga, sem
í huga Einars tilheyrir ólíku menningarumhverfi.
Síðdegisblaðið fellur undir markaðsgeirann;
fyrir vinnuframlag sitt fær Einar greidd laun en
Síðdegisblaðið er svo háð eigendum sínum og
stjórnsýslunni sem í gegnum bandalög reynir
að stýra fréttaflutningi. í markaðsgeirann fellur
einnig Eiríkur í Viðskiptaþjónustunni sem er
heimildarmaður Einars en fær í staðinn að hafa
áhrif á fréttaflutning og reynir að hindra birtingu
upplýsinga. Eiríkur er einnig háður stjórnsýslunni
um fjármagn, aðgang að upplýsingum og völd. í
stjórnsýslunni eru þær stofnanir sem Einar þarf
að sækja upplýsingar til t.d. lögregla og sendiráð.
Innan stjórnsýslu er einnig Ólafur Flinriksson
fjármálaráðherra sem getur haft áhrif á birtingu
frétta, veitingu fjármagns og starfsmannamál
innan Síðdegisblaðsins í gegnum pólitískt vald.
Síðdegisblaðið þarf síðan að standa skil á sköttum
gagnvart stjórnsýslunni. Innan opinbera geirans eru
t.d. fjölmiðlar sem miðla þekkingu, fréttum, gildum
18 Fornás, Johan, Cultural Theory & late Modernity, bls. 57.
og táknum til einstaklinga. Stjórnmálamenn innan
stjórnsýslunnar þiggja vald sitt í einhverjum skilningi
frá einstaklingum í gegnum kosningar og eru því
háðir þeim fréttaflutningi sem fjölmiðlar koma á
framfæri. í þessu samhengi koma fram átök Ólafs
Flinrikssonar fjármálaráðherra við Síðdegisblaðið
en hann heldur þeim upplýsingum leyndum sem
gætu skaðað pólitíska framtíð hans.
Með þessa mynd í huga heldur leitin að hinum
raunverulega glæp verksins áfram.
Hinn raunverulegi glæpur
í samræðum Einars og Flannesar í Nóttin
hefur þúsund augu er leitast við að skilgreina
hver máttur og megin fjölmiðla er í samfélagi
nútímans. Fjölmiðlar eru það eftirlitstæki sem
gerir lýðræðinu kleift að lifa af í baráttunni gegn
hagsmunabandalögum og valdaklíkum, opinberum
sem einkareknum. „Við köllum það fjölmiðil núna
Flannes. Upplýsingahraðbraut. Fjórða valdið“
(NÞA, bls. 152). En hlutleysi fjölmiðlanna er síður
en svo tryggt eins og fram kemur í bókunum.
Mikil átök standa um það frá hverju er sagt og
hvernig. Andstæðar fylkingar keppast við að stýra
sjónarhorni Síðdegisblaðsins. Einar á starfsheiður
sinn og trúverðugleika undir því að þekkja þá
refskák sem spiluð er bak við tjöldin. Flér kristallast
sú togstreita sem finna má í raunveruleikanum og
afbrotafræðin hefur tekið til umfjöllunar. í skrifum
William J. Chambliss er tekið dæmi af valdatíð
J. Edgar Floover Bandaríkjaforseta en hann náði
mikilli leikni í því að mata fjölmiðla á upplýsingum.
Skattborgurum var meðal annars talin trú um
að rekstur Alríkislögreglunnar FBI væri þeim að
kostnaðarlausu þar sem starfsemi stofnunarinnar
bjargaði svo miklum verðmætum með upprætingu
glæpa.'9
Einar veltir fyrir sér af hverju hann varð fyrstur
blaðamanna til þess að segja frá dauða Abel
Goodman á Flugvallarhótelinu. Svar Flannesar
gefurtil kynna að ástæðan liggi í duldum tengslum
framkvæmdastjóra og lögreglunnar: „Ég get
haft mínar hugmyndir um það, herra minn. Þú
veist það kannski og þú veist það kannski ekki
en lögreglustjóri og Guðbrandur eru í sömu
frímúrarastúkunni. Milli þeirra er náið samband
frá gamalli tíð“20 (NÞA, bls. 153). Einar véfengir
orð Hannesar og gerir í leiðinni grín að formúlu
glæpasagna: „Hannes, þú talar eins og persóna
19 J. Chambliss, Wílliam. Power, Politics & Crime, bls. 39.
20 Hér kallast saga Einars blaðamanns á við íslenska
glæpasagnahefð. i bók Guðbrands Jónssonar, Húsið
við Norðurá, er einnig dregin upp spillt mynd af
stjórnmálamönnum þessa lands sem halda drykkjuveislur í
skjóii félagastarfsemi. Þar er nafnið Goodman einnig notað
á eina af aðalsöguhetjum bókarinnar.
49