Mímir - 01.06.2005, Side 31
aðbúnað skjólstæðlnga sinna. Börnin eru afskipt
og glæpast sjálfala um glapstigu borgarinnar. Þau
búa i ævintýralegum heimi þar sem vafasamir
menn eru á hverju strái. Rónarnir verða fyrirmyndir,
æskan glæpist með auðnuleysingjanum Birkiland
á glapstigu, Hvassaleitisdóninn er sá eini sem
fylgist með sjálfala börnunum á daginn þegar báðir
foreldrarnir vinna úti, klámbókasalinn Kiddi verður
þeim úti um afþreyingu og Krókódílamaðurinn
reynir að krækja í ofurölvi barnungar stúlkur í
Grjótaþorpinu. Heimur barnanna er frumskógur af
bannsvæðum og hættum.
„Börn í borg“, gagnrýnir öðrum þræði foreldra
sem vinna meira og minna allan sólarhringinn en
láta börnin sín þvælast afskipt um allt í eirðarleysi.
Utangarðsmaðurinn er nálægur í þessum texta
sem öðrum textum Megasar og skýtur hér upp
kollinum í gervi Hvassaleitisdónans, flassara sem
skelfir stúlkubörn borgarinnar. Mælandi textans
er áleitinn og spyr „hvernig væri að kíkja / og kafa
niðrí djúp eigin barma“. Hugsanlega er ekki nóg að
handsama dónann heldur gæti hluti vandans verið
sá að börnin ráfi um sjálfala og eftirlitslaus á meðan
foreldrarnir príla upp metorðastigann. Því „það er
hlálegt en dóninn má þó eiga það/meðan allir eru
að vinna/sínum upphefðum að sinna/hann er sá
einasti sem blessuð börnin eiga að.“
Lagið um Krókódílamanninn er afrakstur
samstarfs Megasar við Ikarus. Textinn fjallar
um miðaldra nauðgara sem bíður í felum í
Grjótaþorpinu eftir drukknum stúlkubörnum á
leið heim af Hallærisplaninu sem var vinsæll
samkomustaður unglinga um það leyti sem lagið
kom út og þóttu samkomurnar mikið vandamál.
Textinn varpar Ijósi á undirheima borgarinnar,
drukkin börn á næturráfi í miðborginni og fátt þeim
til bjargar varnarlausum gegn hvers kyns hyski. í
texta Megasar kemur bjargvætturinn Laufey þó
til skjalanna. Laufey þessi hefur komið víða við.
Hún er þekkt úr kvennabaráttunni en auk þess
bjó hún lengi í Grjótaþorpinu, var klósettvörður
við almenningsklósett þar um nætur og leyfði
drukknum börnum að sofa úr sér heima hjá sér.19
Grunnmótífið er að sögn Megasar sprottið úr
texta Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar „Mamma
borgar", Laufey stendur skil við Krókódílamanninn
líkt og mamma skal standa reikningsskil við
búðarmanninn.
Á Loftmynd eru nokkrir textar sem fjalla
um æsku borgarinnar uppúr miðri 20. öldinni.
Sögumaður fyrsta texta plötunnar er félagi
19 Um Laufeyju má lesa í ævisögu hennar Lifsbók Laufeyjar. í
bókinni er æviferil! hennar rakinn og talar hún meðal annars
um ástandið í miðbæ Reykjavíkur og á Hallærisplaninu
þegar hún starfaði á almenningsklósettum í miðborginni,
en þar vann hún einmitt um það leyti sem lag Megasar um
Krókódílamanninn kom út (Ragnheiður Davíðsdóttir, 1989).
Jóhannesar Birkilands og textinn er óður til hans.
Mælandi rifjar upp ævintýri sín með þessum
þekkta auðnuleysingja, en af textanum að dæma
virðast mannkostir hans hafa verið óumdeilanlegir.
Jóhannes Birkiland var sérlundaður furðufugl
sem skrifaði ævisögu sína um miðja öldina og
hafði þá lifað miklu hörmungalífi, að stórum hluta
í Reykjavík.20 Hann lést árið 1961 og enda þótt
Ijóðmælandi spyrði sér saman við hann hitti skáldið
Megas hann aldrei og þeir bísuðu aldrei neitt
saman, enda var Birkiland á bísanum löngu fyrir
tíð Megasar. Það skiptir þó ekki meginmáli hvort
Ijóðmælandi er tvífari Megasar eður ei. Eins og áður
hefur verið vikið að þykir Megasi tími yfirleitt ekki
skipta neinu máli, atvikin endurtaka sig stöðugt,
með hans orðum: „það er alitaf sama stöffið í
öllu saman“. Af textanum má fyrst og fremst ráða
að Megas finnur til samkenndar með Birkiland. í
viðtali við Draupni, skólablað Flensborgarskóla,
talar Megas talsvert um þennan texta. Hann segist
hafa haft sterkar taugar til Jóhannesar Birkilands
eftir að hafa kynnt sér ævisögu hans og feril, hann
hafi lagst í hann um tvítugt og haldið mikið upp á
hann síðan. Megas segir Birkiland lýsa Reykjavik
afskaplega vel og finnst því vel við hæfi að opna
Reykjavíkurplötuna á söng til þessa „költ híró“, eins
og hann kallar hann. Um textann sjálfan segir hann:
„Textinn er í sjálfu sér afskaplega simpill, hann
er bara formúla. Ég var ekkert að pæla meira
í Birkiland en ég hafði gert og útbúa einhver
sniðuglegheit heldur nýtti ég mér lykilfrasa
úr hans verkum til að varða slóðina í gegnum
textann, textinn er í rauninni bara stikkorð og
milli þessara varða liggja svo einhver spor
einhver leið eða óleið t.d. lykilorðin eru sem
sagt Villigötur, það er nafn á einni bók hans, og
þarna ... Öll þessi kver, þetta er allt saman úr
hans verkum. Ég man að textinn var afskaplega
lengi að smelia. Það voru engin vandræði
að skrifa hann, hann bara small ekki. Svo
skyndilega var það einhver ein lína sem mér
datt í hug úti i bæ, leiðrétting á annarri línu, sem
gerði það að verkum að allt féll í skorður. Hann
gekk algerlega upp. Og svo endaði ég hann
á þessu tráma sem að ýmsir háttsettir menn
á íslandi, sem hafa ráðið ríkjum í sjónvarpinu
og bannað allt sem bannað verður, upplifðu
og hafa aldrei borið þess þætur. Það að sjá
20 Ævisagan kom út í fjórum bindum og hét Harmsaga
æfi minnar, eöa hvemig ég varð auðnuleysingi. Hún er
grátbrosleg lýsing á ævi manns sem allir níðast á, sama
hvar hann er, uppfull af ægilegri sjálfsmeðaumkun. Hann er
alinn upp í sveit og flýr þaðan til borgarinnar. Þar tekur fátt
betra við svo hann ákveður að fara til Kanada. Þaðan hrekst
hann aftur heim til Reykjavíkur þar sem hann dvaldi síðan
(Jóhannes Birkiland, 1945-46).
29