Mímir - 01.06.2005, Side 64
töflu 15 og í Ijós kom að hlutfall jákvæðra svara
var mun hærra í setningunum sem eru án geranda
í forsetningarlið og er þessi munur tölfræðilega
marktækur.10 í töflu 16 er gefið dæmi um þann
mun sem fram kemur á jákvæðum svörum í nýju
setningagerðinni eftir því hvort gerandi er hafður
í forsetningarlið eða ekki. í setningu 16a er nýja
setningagerðin með geranda í forsetningarlið
(eins og í b í töflu 15 hér að framan) en í setningu
16b í töfiu 16 er nýja setningagerðin án geranda í
forsetningarlið.
Eins og taflan sýnir virðist unglingunum líka verr við
nýju setningagerðina með geranda í forsetningarlið
en þegar hún er án geranda í forsetningarlið.
Töflurnar hér að ofan styðja tilgátuna sem Sigríður
og Joan settu fram um geranda í forsetningarlið.
Samkvæmt henni á gerandi ekki að geta staðið
í forsetningarlið ef nýja setningagerðin er ný
ópersónuleg germynd þar sem þegar er gerandi
í frumlagssætinu. Ef nýja setningagerðin er
hins vegar þolmynd ætti gerandi að geta staðið
í forsetningarlið. Þar sem flestir unglingarnir
samþykkja ekki setningarnar í töflu 15 bendir það til
þess að tilgáta Sigríðar og Joan sé rétt.
4.2.4 Hamla ákveðins nafnliðar
Hér að framan var rætt um að frumlag geti ekki
verið ákveðið í hefðbundnum germyndar- og
þolmyndarsetningum þegar það er haft aftar í
10 ( nýju setningagerðinni án geranda í forsetningarlið er m =
0,39 og sf = 0,27 en í nýju setningagerðinni með geranda
í forsetningarlið er m = 0,19 og sf = 0,29; t (77) = 6,07; p =
0,000.
setningunni því það er brot á reglunni um hömiu
ákveðins nafnliðar. Sigríður og Joan (2001a) telja að
unglingar sem nota nýju setningagerðina brjóti ekki
reglur um hömlu ákveðins nafnliðar eins og talið
hafði verið því nafniiðurinn sé andlag í germynd en
ekki frumlag í þolmynd. Hamla ákveðins nafnliðar
gildir aðeins um frumlög en ekki andlög. Töflur
I og 2 hér að framan sýna að nafnliðurinn í nýju
setningagerðinni getur ekki staðið í frumlagsstöðu
milli hjálparsagnar og lýsingarháttarins. Það
bendir til að nafnliðurinn sé andlag í germynd. í
athugun minni var prófað lágmarkspar með nýju
setningagerðinni með ákveðnum nafnlið annars
vegar og óákveðnum hins vegar, sjá töflu 17.1 Ijós
kom að ekki virðist skipta máli hvort nafnliðurinn
er ákveðinn eða óákveðinn, enda er munurinn ekki
tölfræðilega marktækur.11
Þessar niðurstöður benda til þess að hamla
ákveðins nafnliðar gildi ekki í nýju setningagerðinni
þar sem lítill munur kemur fram á setningunum í
töflu 17. Eins og kom fram í niðurstöðum Sigríðar
og Joan (2001a, bls. 131) virðast unglingar leyfa
ákveðinn nafnlið í nýju setningagerðinni þó þeir
geri það ekki í hefðbundnum setningagerðum með
frestuðu frumlagi, þ.e.a.s. þeir virða hömlu ákveðins
nafnliðar í hefðbundnum setningagerðum. Það er
þvi ekki hægt að segja að sú regla sé ekki lengur
virk í máli barna og unglinga eins og sumir hafa
viljað halda fram (sjá Margréti Guðmundsdóttur
2000, bls. 171-173), sjá töflu 3 hér að framan. í
athugun minni voru nokkrar setningar prófaðar til
að athuga hvort unglingar virða regluna um hömlu
II i nýju setningagerðinni með ákveðnum nafnlið er m = 0,35
og sf = 0,48 en í nýju setningagerðinni
með óákveðnum nafnlið er m = 0,42 og sf = 0,50; t (77) =
-1,349; p = 0,181
Tafla 17. Lágmarkspar.
Nýja setningagerðin með ákveðnum og óákveðnum nafnlið. Skóli VE Skóli AE
7. 9. 7. 9.
a. Það var selt nokkra bíla (óákv.) um helgina. 42% 33% 35% 69%
b. Það var selt bílana (ákv.) um helgina. 25% 24% 45% 64%
Tafla 18 . Hamla ákveðins nafnliðar.
Þolmynd með frestuðu frumlagi. Skóli VE Skóli AE
7. 9. 7. 9.
a. Það voru seldir nokkrir bílar í gær. 91% 90% 65% 83%
b. *Það voru seldir bílarnir í gær. 25% 24% 30% 30%
Tafla 19. Hamla ákveðins nafnliðar.
Germynd með frestuðu frumlagi sem er ákveðinn NL Skóli VE Skóli AE Fullorðnir
7. 9. 7. 9.
a. *Það hefur flutt útlendingurinn í húsið. 38% 14% 40% 38% 40%
b. *Það hefur flutt Tómas í húsið. 0% 5% 0% 17% 10%
62