Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 64

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 64
töflu 15 og í Ijós kom að hlutfall jákvæðra svara var mun hærra í setningunum sem eru án geranda í forsetningarlið og er þessi munur tölfræðilega marktækur.10 í töflu 16 er gefið dæmi um þann mun sem fram kemur á jákvæðum svörum í nýju setningagerðinni eftir því hvort gerandi er hafður í forsetningarlið eða ekki. í setningu 16a er nýja setningagerðin með geranda í forsetningarlið (eins og í b í töflu 15 hér að framan) en í setningu 16b í töfiu 16 er nýja setningagerðin án geranda í forsetningarlið. Eins og taflan sýnir virðist unglingunum líka verr við nýju setningagerðina með geranda í forsetningarlið en þegar hún er án geranda í forsetningarlið. Töflurnar hér að ofan styðja tilgátuna sem Sigríður og Joan settu fram um geranda í forsetningarlið. Samkvæmt henni á gerandi ekki að geta staðið í forsetningarlið ef nýja setningagerðin er ný ópersónuleg germynd þar sem þegar er gerandi í frumlagssætinu. Ef nýja setningagerðin er hins vegar þolmynd ætti gerandi að geta staðið í forsetningarlið. Þar sem flestir unglingarnir samþykkja ekki setningarnar í töflu 15 bendir það til þess að tilgáta Sigríðar og Joan sé rétt. 4.2.4 Hamla ákveðins nafnliðar Hér að framan var rætt um að frumlag geti ekki verið ákveðið í hefðbundnum germyndar- og þolmyndarsetningum þegar það er haft aftar í 10 ( nýju setningagerðinni án geranda í forsetningarlið er m = 0,39 og sf = 0,27 en í nýju setningagerðinni með geranda í forsetningarlið er m = 0,19 og sf = 0,29; t (77) = 6,07; p = 0,000. setningunni því það er brot á reglunni um hömiu ákveðins nafnliðar. Sigríður og Joan (2001a) telja að unglingar sem nota nýju setningagerðina brjóti ekki reglur um hömlu ákveðins nafnliðar eins og talið hafði verið því nafniiðurinn sé andlag í germynd en ekki frumlag í þolmynd. Hamla ákveðins nafnliðar gildir aðeins um frumlög en ekki andlög. Töflur I og 2 hér að framan sýna að nafnliðurinn í nýju setningagerðinni getur ekki staðið í frumlagsstöðu milli hjálparsagnar og lýsingarháttarins. Það bendir til að nafnliðurinn sé andlag í germynd. í athugun minni var prófað lágmarkspar með nýju setningagerðinni með ákveðnum nafnlið annars vegar og óákveðnum hins vegar, sjá töflu 17.1 Ijós kom að ekki virðist skipta máli hvort nafnliðurinn er ákveðinn eða óákveðinn, enda er munurinn ekki tölfræðilega marktækur.11 Þessar niðurstöður benda til þess að hamla ákveðins nafnliðar gildi ekki í nýju setningagerðinni þar sem lítill munur kemur fram á setningunum í töflu 17. Eins og kom fram í niðurstöðum Sigríðar og Joan (2001a, bls. 131) virðast unglingar leyfa ákveðinn nafnlið í nýju setningagerðinni þó þeir geri það ekki í hefðbundnum setningagerðum með frestuðu frumlagi, þ.e.a.s. þeir virða hömlu ákveðins nafnliðar í hefðbundnum setningagerðum. Það er þvi ekki hægt að segja að sú regla sé ekki lengur virk í máli barna og unglinga eins og sumir hafa viljað halda fram (sjá Margréti Guðmundsdóttur 2000, bls. 171-173), sjá töflu 3 hér að framan. í athugun minni voru nokkrar setningar prófaðar til að athuga hvort unglingar virða regluna um hömlu II i nýju setningagerðinni með ákveðnum nafnlið er m = 0,35 og sf = 0,48 en í nýju setningagerðinni með óákveðnum nafnlið er m = 0,42 og sf = 0,50; t (77) = -1,349; p = 0,181 Tafla 17. Lágmarkspar. Nýja setningagerðin með ákveðnum og óákveðnum nafnlið. Skóli VE Skóli AE 7. 9. 7. 9. a. Það var selt nokkra bíla (óákv.) um helgina. 42% 33% 35% 69% b. Það var selt bílana (ákv.) um helgina. 25% 24% 45% 64% Tafla 18 . Hamla ákveðins nafnliðar. Þolmynd með frestuðu frumlagi. Skóli VE Skóli AE 7. 9. 7. 9. a. Það voru seldir nokkrir bílar í gær. 91% 90% 65% 83% b. *Það voru seldir bílarnir í gær. 25% 24% 30% 30% Tafla 19. Hamla ákveðins nafnliðar. Germynd með frestuðu frumlagi sem er ákveðinn NL Skóli VE Skóli AE Fullorðnir 7. 9. 7. 9. a. *Það hefur flutt útlendingurinn í húsið. 38% 14% 40% 38% 40% b. *Það hefur flutt Tómas í húsið. 0% 5% 0% 17% 10% 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.