Mímir - 01.06.2005, Page 74

Mímir - 01.06.2005, Page 74
hafa eins og önnur börn tilhneigingu til að taka bókstaflega það sem sagt er og skilja þá ekki strax hvað það er sem fær aðra til að hlæja eða reiðast eftir atvikum. Eins og í Gvendarbókunum og fleiri íslenskum barnabókum er á ferðinni einskonar misræmi, strákarnir skilja hlutina sínum eigin skilningi eins og önnur börn og komast oft að niðurstöðu um flókna hluti byggðri á þeim skilningi. í einu slíku tilfelli er þeim sagt að kötturinn þeirra hann Jón Sófus þurfi að fara til dýralæknis svo hann hætti að breima og láta ófriðlega í kringum aðrar kisur. Strákarnir eru ekki lengi að kveikja á perunni: [...]Það er náttúrulega þetta sem er að Simba, sagði Jón Bjarni loks, þegar hann hafði hugsað um stund. Þess vegna er hann aldrei heima hjá sér og hangir alltaf yfir Önnu Jónu. En þetta hefði hann ekki átt að segja. Anna Jóna æpti upp, rak honum bylmingskinnhest og þaut út úr eldhúsinu. Þið eruð óþolandi, æpti hún og þaut inn í baðherbergið og skellti á eftir sér. Jón Bjarni hágrét. Eins og það sé mér að kenna þó að Simbi sé... hérna hvað heitir það... ...breima, sagði Jón Oddur.[...]42 Simbi þurfti víst ekkert á dýralækninum að halda þó svo að Jóni Bjarna þætti það eðlilegt í Ijósi þaulsætni hans á heimilinu. Þeir bræður eru samt ekki þeir einu sem finnst heimsókn Jóns Sófusar til dýralæknisins merkileg því Magga krefst þess að fá að fylgja honum þangað: [...]Ég vil sjá dýralækninn. Ég vil sjá hann, orgaði Magga. Ég ætla að klappa honum. Bræðurnir horfðu furðu lostnir á systur sína. Ætlarðu að klappa dýralækninum? spurði Jón Oddur. Já, sagði Magga. Ég ætla að klappa honum og hann bítur mig ekki neitt. Ég klappa honum bara á rófuna. Þabbi horfð stundarkorn á dóttur sína. Loks rann upp fyrir honum hvað Magga var að tala um. Hann skellihió. Magga litla, sagði hann. Dýralæknirinn er ekki köttur. Hann er reyndar kona. Bara ósköp venjuleg kona. Möggu datt ekki í hug að trúa þessu. Hann er engin kona, sagði hún. Akkuru heitir hann þá dýralæknir?43[...] Líkt og Gvendur Jóns skiiur leikhúshugtakið á sinn lógíska barnslega hátt, finnst Möggu eðlilegt að dýralæknir sé einmitt dýralæknir. Eins skilja bræðurnir ekki hvernig fullorðið fólk getur hlegið að jafnalvarlegum hlutum og dauðanum. Á leiðinni í útilegu er Anna Jóna að lesa í sorglegu blöðunum 42 Guðrún Helgadóttir 1980, bls. 11-12. 43 Guðrún Helgadóttir 1980, bls. 15. 72 eins og strákarnir kölluðu þau og Jón Oddur er forvitinn um hvað standi í þessum dularfullu blöðum: [...]Hvað stendur þarna? spurði Jón Oddur og benti á feitletraða fyrirsögn í blaði Önnu Jónu. Hann var ekki nema stautandi ennþá. Jón Bjarni var sleipari í lestrinum. Unn-usti - minn dó - af kyn - þokka, las hann sönglandi. Ömmu fataðist lítillega aksturinn en mamma hló svo tárin runnu niður kinnarnar á henni. Pabbi og hún ætluðu aldrei að hætta að hlæja en Anna Jóna var afskaplega móðguð á svipinn. Jón Oddurskildi ekki allan þennan hlátur. Mérfinnst ekkert hlægilegt að deyja, sagði Jón Oddur og vorkenndi Önnu Jónu. Þau skildu hana alls ekki. Jú, úr kynþokka, sagði mamma og hló áfram. Hvað er kynþokki Anna Jóna, spurði Jón Oddur. Asni, sagði Anna Jóna. Þegar mamma ersæt hefur hún kynþokka, sagði pabbi. Getur hún dáið af því? spurði Jón Oddur skelfdur. Það vona ég ekki, sagði pabbi og hló.44[...] í flestum tilfellum byggjast skopleg atvik í bókunum á misræmi og misskilningi eins og áður sagði. Þó er einstaka sinnum gert grín að náunganum en það er yfirleitt á góðlátlegan hátt. Sá sem oftast er skotspónninn í því spaugi er áðurnefndur Simbi, kærasti Önnu Jónu. Hann er slánalegur unglingsstrákur, segir fátt og er mesta meinleysisgrey. Eitt af undrum náttúrunnar er staðsett í andlitinu á Simba og strákarnir þreytast seint á því að velta því fyrir sér eins og sést af næsta dæmi. Þar hafa strákarnir rennbleytt þau Önnu Jónu í snjóhúsinu þeirra, vegna misskilnings um að þar hafi Jói hrekkjusvín og skemmdarvargur verið á ferðinni: [..JSimbi var enn ekki búinn að átta sig á hlutunum. Strákarnir horfðu á hann og áttu bágt með að fara ekki að skellihlæja. Þeim þótti þó mjög slæmt, að þetta skyldi ekki vera Jói. Nú er hún á nefinu, hvíslaði Jón Oddur að bróður sínum. Jú, þar var hún raunar núna. Þeir höfðu nefnilega tekið eftir því, að Simbi var alltaf með eina stóra bólu á andlitinu, en aldrei nema eina. Stundum var hún á hökunni, stundum á enninu og nú var hún á nefinu. Þeim fannst Simbi óttalega ófríður. Og þessi hreyfanlega bóla var þeim mikið rannsóknarefni.[...]45 Grínið er þó alltaf góðlátlegt og síðar kemur í Ijós að þrátt fyrir fálætið er Simbi vænsti drengur. Það finnst strákunum að minnsta kosti þegar hann kemur með gjafir handa þeim áður en þeir fara í 44 Guðrún Helgadóttir 1974, bls. 19-20. 45 Guðrún Helgadóttir 1975, bls. 51.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.