Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 91
við sex fjölskyldur. Börnin eru mjög hamingjusöm
og líður vel. Mörg kínversk stúlkubörn eru yfirgefin
af fjölskyldum sínum vegna þess að stjórnvöld
reyna að stjórna mannfjölguninni, eitt barn á
fjölskyldu. Sumir eru fátækir og vilja heldur eignast
son, og þá er dóttirin borin út. Stúlkurnar sem eru
ættleiddar eignast nýtt líf og örlög þeirra breytast
algerlega."
íslensk fræði í Kína?
„Áður en ég kom hingað gat ég ekki orðið mér
úti um neinar upplýsingar um íslensku, ekki einu
sinni á landsbókasafninu. Jafnvel þótt ég muni
ekki ná algjöru valdi á íslenskunni hef ég samt
ákveðið að gefa landsbókasafninu og stærsta
tungumálaháskóla í Kína kennslubókina mína í
íslensku ásamt afritum af textum. Ég get ekki lært
þetta sjálf, en ég ætla að gefa þetta svo aðrir geti
kynnt sér málið og kannski lært eitthvað."
íslandsförin er fyrsta ferð Ping út fyrir
heimalandið. Yfir nýárið heimsótti hún Berlín
í Þýskalandi og það gaf henni samanburð við
ísland sem Evrópuland:
„Mér finnst ísland mun betra! Það er svo góð
orka hérna. Vatnið er mjög gott, maður getur
drukkið það beint úr krananum. Hér hef ég ekki
séð neina betlara, en í Berlín sá ég nokkra. Orkan,
vatnið og velferðarkerfið eru mjög góð á íslandi.
Velferðakerfið virðist hugsa um alla borgarana.”
Þegar Ping er innt eftir því hvort hún myndi
vilja setjast hér að svarar hún án langrar
umhugsunar:
„Nei, ég myndi ekki vilja búa hérna til frambúðar.
Ég þyrfti að læra málið til hlítar. Ég skrifa mikið á
kínversku, en það myndi taka mig óratíma, meira
en tíu ár, að skrifa fullkomna íslensku. Kannski
myndi ég skilja málið, en að tala væri útilokað! Að
starfa hér sem blaðamaður, ritstjóri eða rithöfundur
væri óhugsandi fyrir mig. Ég gæti í bestafalli orðið
blaðaljósmyndari. Ég myndi þurfa að vaska upp
diska...Mig langar að dvelja hérna í svolítinn tíma
og kynnast landi og þjóð, en ég hef ekki í hyggju að
setjast hér að. Verðlagið er hátt. í Kína get ég haft
það gott, en hérna lifi ég fábrotnara lífi.”
Hvað hefur komið Ping sérstaklega á óvart á
íslandi?
„Maturinn. Þú getur ekki ímyndað þér hversu
næringarríkur maturinn í Kína er. Ég get borðað
og borðað en er samt í formi. Hérna borða ég
bara fábrotinn mat, eins og brauð, smjör og ost
og súkkulaði og hef þyngst um 6 kíló síðan ég
89