Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 103

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 103
að um leið og eitthvað kvenlegt er nefnt, verði það tákn um eitthvað ókarlmannlegt. í norrænu miðaldasamfélagi var verksvið karla og kvenna vel aðgreint. Konur sáu um allt sem viðkom heimilinu og lyklarnir voru valdatákn þeirra. Karlarnir sáu um allt utanstokks og voru andlit heimilisins út á við. Samfélagið byggðist að miklu leyti á karlmannlegum hernaðaranda, sem var svo ráðandi að það var jafnvel aðdáunarvert ef konur fóru líka eftir honum. En þar sem þær gátu sjaldnast sinnt hefndardrápum sjálfar, eggjuðu þær karlmenn til þess.7 Konur tóku stundum að sér hlutverk karlmanna, ýmist vegna þess að engir karlkynsættingjar voru til staðar, líkt og Auður djúpauðga í Laxdæla sögu eða vegna þess að karlmennirnir vildu ekki hefna eins og þeim bar, líkt og Brókar-Auður í sömu sögu. í síðarnefnda tilvikinu var það talið henni til tekna að framkvæma það sem bræður hennar höfðu ekki skap til. í fornaldarsögum og hetjukvæðum, sem eru meiri ævintýrabókmenntir en íslendingasögurnar, geta valkyrjur komið fram í gervi hins karlmannlega stríðsmanns og með siðferðisviðmið hans en verið á sama tíma kvenlegar konur. Skýrasta dæmið um þessa hugsun er Brynhildur Buðladóttir, sem kemur bæði fram í hetjukvæðum og í Völsungasögu og sameinar kvenlegar og karllegar dyggðir. Hún er brynjuklæddur hermaður og þekkt fyrir hernaðarafrek sín en um leið er hún fegurst kvenna og öllum fremri við hannyrðir. Þessi samtvinnun ólíkra eiginleika verður ekki leyst, nema með hjónabandi og til þess þarf karlhetjan að yfirvinna hana svo hún geti einskorðað sig við kvenleikann. Kona sem sinnir karlmannshlutverki er jákvætt minni í forníslenskum bókmenntum og vekur enga fyrirlitningu en þann hluta verður karlhetjan að yfirbuga að lokum. Valkyrjuímyndin dregur fram karlmennsku og hernaðaranda en kynferðisleg andstæðan við alvöru karlmenn helst. Valkyrjur eiga að enda í hjónabandi og ef þær hafna því geta þær breyst í skúrka. Hin ríkjandi karlmennskuímynd, sem gerði konur í karlmannsgervi vinsælt bókmenntaþema gerði um leið ómögulegt að karlar gætu birst í kvenmannsgervi, án þess að vera taldir huglausir.8 Þegar karlmenn eru kallaðir argir fremja þeir báðir ósiðlegan verknað, en á meðan gerandinn er einungis argur í útvíkkaðri kristinni merkingu um að vera fullur óeðli er þolandinn einnig argur i eiginlegri merkingu, hann hefur tekið að sér hlutverk konunnar.9 Það að verknaður gerandans sé 7 Meulengracht Serensen 1980, bls. 24-25. 8 Meulengracht Sorensen 1980, bls. 26-27. 9 Meulengracht Serensen 1980, bls. 71. hrósverður má sjá í sennu Sinfjötla og Guðmundar í Helgakviðu Hundingsbana I, þeir hita sig upp fyrir bardagann með því að senna og Sinfjötli ásakar Guðmund meðal annars um það að vera móðir níu úlfa og hrósar sjálfum sér af því að hafa verið faðir þeirra, það er hann hrósar sér af því að hafa gert Guðmund að konu. Erfitt er reyndar að fullyrða um hvort 13. aldar íslendingar hafi talið að þetta hafi áður þótt hrósvert, enda er Sinfjötli, sem er sonur systkina, ekki venjuleg hetja og er sem hetjukvæðispersóna undir öðruvísi siðferði heldur en aðrir. Dæmi um hið gagnstæða má sjá í Þorvalds þætti hins víðförla, þar sem níðvísa er kveðin um fyrstu kristniboða á íslandi, Þorvald og Friðrek biskup, þar sem Þorvaldur er sagður vera faðir níu barna Friðreks og hann launar það með því að drepa vísuhöfundinn og segist ekki þola að þeir séu kallaðir argir.10 Margt er ólíkt með raunheimi og sagnaheimi, það sem er bannað, ómögulegt eða ótrúverðugt í raunheiminum getur auðveldlega gerst í sagnaheimi. En sagnaheimurinn fær aðeins merkingu sína með vísun til raunheimsins og viðmiða hans. Viðmið raunheimsins færast til í sagnaheimi, jafnvel í raunsæisbókmenntum og því meira sem sagnaheimurinn færist frá raunheiminum því meiri möguleikar verða á því að fara yfir þær hindranir sem umlykja raunheiminn. Það er í raun mikilvægasta gildi bókmennta að útvíkka raunheiminn á þennan hátt. Til dæmis er hetjan Sinfjötli sonur systkina og verður því til með blóðskömm, þetta er ekki raunveruleiki því þó svo að Völsunga saga hafi þekkst á 13. öld á íslandi voru viðurlög við samskonar broti á þeim tíma útlegðardómur. Þetta brot á raunheiminum hjálpar til við þróun persónunnar, enda er ómögulegt að miða Sinfjötla við raunheiminn, hann er utan venjulegra mannlegra marka.11 Loki Loki Laufeyjarson er torræðasta goðið í norrænni trú, meðal annars vegna þess hve margar ólíkar myndir hann tekur á sig. Erfitt er að skilgreina kyngervi Loka nákvæmlega, því hann var bæðir faðir og móðir og virðist ekki kunna síður við sig í kvengervum en karlgervum og því er við hæfi að byrja á honum. Faðir hans var jötunninn Fárbauti en móðir hans Laufey af óræðum uppruna, samt er hann ávallt kenndur við hana. Loki var ýmist hjálparhella guðanna eða einn skæðasti fjandmaður þeirra, honum var kennt um dauða Baldurs, en oftar en ekki kom hann guðunum í vandræði sem hann leysti síðan sjálfur úr, líkt og í sögunni um rán 10 Meulengracht Scrensen 1980, bls. 65-67. 11 Meulengracht Serensen 1980, bls. 16-17. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.