Mímir - 01.06.2005, Side 26

Mímir - 01.06.2005, Side 26
drykkjuskapur hafi verið í bröggum en annars staðar eigi við takmörkuð rök að styðjast, að minnsta kosti fyrstu tvo áratugina sem í þeim var búið (Eggert Bernharðsson, 2000, bls. 191). Áhugavert er að skoða bút úr gagnrýni Vísis á Fram og aftur blindgötuna. Gagnrýnandinn lofar plötuna í hástert og hún er ekki gagnrýnd fyrir neitt annað en textann um jólanáttburðinn, með orðum gagnrýnanda: „Megas, sleppum sorpblaðamennskunni á plötuml" (Vísir 31. okt. 1976). Ég ætla ekki að reyna að skera úr um hvort túlka beri þessi orð þannig að poppskríbentinn kunni ekki við að hreyft sé við braggatabúinu eða hvort hann er að gagnrýna Megas fyrir að gera sig sekan um fordóma gagnvart braggalífinu. Hið síðarnefnda er þó ansi hæpið. Sennilegasta skýringin á neikvæðum viðbrögðum við þessum texta er sú að fólk kann ekki við að þess eigin fordómar séu dregnir blygðunarlaust fram í sviðsljósið. Þegar fólk sér sínar eigin skoðanir í sinni öfgafyllstu mynd reiðist það. Þannig verður myrk mynd Megasar af braggalífinu nokkurs konar lausnari þess, þó kannski sé fullseint í rassinn gripið. Hernámsárin höfðu meiri áhrif á menningu þjóðarinnar en að sjá fólkinu fyrir bröggum að búa í. „Ástandið" hefur haft talsverð áhrif á sjálfsvitund þjóðarinnar og þegar hefur verið rætt um „Mættu“. Á Millilendingu er hressilegur texti um stúlku sem segist eiga sig sjálf. Textinn hefst á því að einhver - hún veit ekki hver - kemur henni inn í kviðinn á mömmu hennar. Stúlkan stækkar og tekur til við þá iðju sem henni lætur best, og flestum öðrum kvenmönnum í kvæðaheimi Megasar, að leggjast undir þá karlmenn sem hún kemst yfir. Hún er komin í ansi góða æfingu á þessu sviði þegar stríðið kemur loksins. Þá lætur hún alla íslenska bólfélaga lönd og leið og leggst undir herinn. í textanum er rifjað upp það sem alkunna er, að stríðið var einungis upphaf hersetu hér á landi sem enn sér ekki fyrir endann á: Ég var með Jóni Jónas með sér og svo kom stríð og svo kom her og svo kom friður og ennmeiri her ég ég var með Jónatan sér Textinn er sáraeinfaldur. Megas leikur sér að stöðugum endurtekningum. í laginu fylgjumst við með lífshlaupi stúlkunnar í gegnum endurtekningarnar: „ég var með guði“/„ég var með henni“/„ég var með Páli“/„ég var með Jóni“/„Og ég var með, með heilum her“. Eftir stutt stopp í kviði móður sinnar og skjótafgreidda æsku finnur hún köllun sína. Hún er með öllum þeim karlmönnum sem hún kærir sig um og þegar herinn kemur lætur hún ekkert stöðva sig, hún er með honum öllum og fer svo á bæinn líka. Hún birtist hér sem gleðikona og myndin af henni verður þess vegna ósjálfrátt neikvæð í hugum flestra áheyrenda. Þó mætti taka hér til skoðunar Davíð Stefánsson sem vísað er til í textanum; stúlkan segir eins og Ijóðmælandi hans: „ég kem og ég fer“. í Ijóðum hans skín í gegn lauslyndið. Ljóðmælendur hans eru oft miklir gleðimenn og bóhemar og ef fyllsta hlutleysis er gætt í skoðanamyndun þá átta menn sig á því að sáralítill munur er á þeim og stúlkunni í textanum. Davíð hneykslar þó engan því að það sem hann gerir er jákvætt í veröld sem karlar ráða. Nöturlegt er viðlagið í „ég á mig sjálf“: Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf en Mammaboba starfrækir mig Það gefur til kynna að þrátt fyrir að stúlkan segist eiga sig sjálf þá sé hún mella og selji sig út til skamms tíma í senn, því að Mammaboba starfrækir hana. Það má beinlínis tengja hernum. Stúlkan er táknræn fyrir þjóðina og Mammaboba er hersetuliðin. íslenska þjóðin hafði hokrað hér í fátækt og eymd um langa tíð. Hér á landi hefur ekki þótt tiltökumál að láta útlendinga bjóða mörlandanum hvað sem er í gegnum tíðina og þegar herinn kom var öllum hans fyrirmælum hlýtt.12 Þjóðin missti í raun og veru allan sjálfsákvörðunar- rétt til hersins. íslendingar máttu og áttu að ráða sér sjálfir en ef eitthvað var á annan hátt en Bretarnir/ Kanarnir vildu hafa það höfðu íslendingar ekkert um það að segja.'3 Auk þess tóku landsmenn auðvitað að sér öll þau störf sem herinn þurfti að fá unnin. íslendingar lögðust bókstaflega undir hann 12 Ríkisstjómin mótmælti reyndar yfirleitt þegar brotið var á rétti l’slendinga en það náði ekki lengra en það. Dæmi um slíkt er að þegar ritstjórar og blaðamaður Þjóðviljans voru handteknir, mótmælti Alþingi handtöku og brottflutningi íslenskra þegna og banni á útgáfu íslensks dagblaðs. Handtöku Einars Olgeirssonarvarsérstaklega mótmælt þar sem hann var þingmaður, auk þess að vera annar ritstjóri Þjóðviljans. Bretar höfðu lofað að láta innanlandsmál afskiptalaus en gerðu það auðvitað ekki, enda enginn raunverulegur vilji til að stöðva þá þar sem heilmiklir peningar voru í spilinu. 13 Sbr. t.d. brottflutning íslenskra þegna og bann á útgáfu Þjóðviljans sem ég minntist á hér að framan. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.