Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 132
Fuglarnir mínir fljúga
Vögguvísa
Ég settist út í vorið.
Fuglar gerðu sér hreiður
í hári mínu.
Ég fæ ei um frjálst höfuð strokið.
Senn munu fuglar mínir fljúga burt
með útþrána fyrir áttavita.
Ég sé þá hverfa úr augsýn
slegin ótta um þoi vængja þeirra.
Höfðalag að hraðbraut, 29
Morgunljóð að hausti
Af rauða gulli
eru strengirnir snúnir
Hún kom í nótt
konan í silfursöðlinum
settist við rúmstokkinn
Tjáskipti um veðurfar
má túlka á marga vegu
Klukka allra nátta
telur að nú sé dagur
Svefninn bældi hvíluna
í huganum far eftir hugsun.
Far eftir hugsun, 39
Þóra á það til að stilla manninum upp
andspænis ofurefli sínu, og óttablandin virðing fyrir
náttúruöflunum kemur fram „Þá munt þú skilja/
hvað við liggur/ og eiga allt/ undir auðnunni" (Leit
að tjaidstæði, 17).
Ekki hefur farið mikið fyrir verkum Þóru í umræðu
um skáldskap í gegnum tíðina þó að hún hafi
látið að sér kveða með útgáfu Ijóða sinna sem
vissulega verðskulda athygli fyrir margar sakir.
Úlfhildur Dagsdóttir hefur skrifað um skáldskap
hennar, meðal annars á bókmenntavefnum
www.bokmenntir.is og í fjórða bindi Nordisk
kvinnelitteratur fjallar Soffía Auður Birgisdóttir um
verk Þóru Jónsdóttur, Vilborgar Dagbjartsdóttur og
Þuríðar Guðmundsdóttur og lýsir Ijóðum þeirra sem
„precist mejslede, minimaiistiske digte, der kræver
læserens fulde opmærksomhed" (113). Þóra hefur á
ferli sínum skapað sér sinn eigin tón, Ijóðin tala sínu
eigin máli bakvið látlausar Ijóðlínur og oft glæsilegt
myndmál sem hreiðrar um sig í huga lesandans.
Vögguna vil ég hræra
unz vær lokast augu þín
og þú hverfur þangað
sem fákurinn vængjaði bíður
og flytur þig burt
til draumalands lítilla barna.
Er augu þín Ijúkast upp
minna þau á lygna tjörn
þar litlir fiskar vaka.
Höfðalag að hraðbraut, 33
Heimildir
Soffía Auður Birgisdóttir. 1993-1988. „I mit sind kogte vreden"
Nordisk kvindelitteraturhistorie, 4. bindi, bis. 113-116.
Munksgaard, Kobenhavn.
Úlfhildur Dagsdóttir. 2002. „Línur í lófa.“ Um Ijóðabækur Þóru
Jónsdóttur. www.bokmenntir.is
Þóra Jónsdóttir. 1973. Leitað tjaldstæði. Almenna
bókafélagið, Reykjavík.
Þóra Jónsdóttir. 1983. Höfðalag að hraðbraut. Fjölvaútgáfan,
Reykjavík.
Þóra Jónsdóttir. 1988. Á hvitri verönd. Bókaútgáfan Brún,
Reykjavík.
Þóra Jónsdóttir. 1991. Línurílófa. Fjölvaútgáfan, Reykjavík.
Þóra Jónsdóttir. 2000. Far eftir hugsun. Bókaútgáfan
Mýrarsel, Reykjavík.
www.bokmenntir.is
130