Mímir - 01.06.2005, Page 76
Elíasarbækurnar eru skrifaðar í fyrstu persónu og
sjónarhornið er að öllu leyti barnsins. Sögusviðið
er heimilið og nánasta umhverfi, bæði á Islandi
og í nýja landinu Kanada. Aðalpersónur eru Elías
og foreldrar hans, þau Elva og Guðmundur.
Aukapersónur eru Magga og Hildur, Misja, Simbi
vinur Elíasar á íslandi og Jón vinur hans í Kanada.
Bækurnar eru byggðar upp af litlum atvikum úr
daglega lífinu sem gerast í tímaröð. Sögurnar eru
samtímaleg skáldverk og prakkarasögur ef taka
skal mið af öllum uppátækjum Elíasar. Sögutíma
má þekkja af ýmsum smáatriðum, eins og til
dæmis teikningunum, þar sem fatnaður stráksins,
umhverfi, tómstundir, heimilistæki fjölskyldunnar
gefa vísbendingar um tímann. Atvinna foreldranna
er nútímaleg, pabbinn er brúarverkfræðingur
og mamman tannsmiður og mjög meðvituð um
rétta tannhirðu. Einnig er minnst á Kermit frosk
í Prúðuleikurunum47 og barnaþáttinn Húsið á
Sléttunni48 í bókinni Elías á fullri ferð, sem setur
bækurnar nokkuð vel niður í tíma. Atburðarásin
flýtur áfram á gamansemi og bröndurum sem
hverfast margir hverjir um Möggu frænku og hversu
erfið hún er, en líka um foreldrana sem Elías hefur
gott samband við en finnst samt að hann þurfi
að hafa auga með svo þau fari sér ekki að voða.
Elías er lítill fullorðinn, það er hann sem bjargar
málunum þegar foreldrar hans hafa komið sér í
klípu og hann leiðir þeim oft fyrir sjónir hvernig
best sé að standa að hlutunum. Hann er líka eins
konar móralskur vörður þeirra sem minnir þau á
að hreinskilni og heilindi borga sig þó svo það geti
kostað tímabundin tilfinningauppgjör í fjölskyldunni.
Gott dæmi um það er þegar Magga gerist of
ráðrík og hjálpsöm við flutningana til Kanada en
enginn þorir að ræða það hreinskilnislega við hana
nema barnið Elías.49 Bækurnar eru hressilegar
og skemmtilegar en kímni og orðheppni Elíasar
er samt fremur fullorðinsleg fyrir hans aldur og
reyndar má kannast við ýmis höfundareinkenni
þegar kemur að gamanseminni og kaldhæðninni.
Bækurnar um Elías eru ólíkt eldri bókunum sem hér
er fjallað um, farsakenndar og líkt og samfelldur
brandari frá upphafi til enda. Þær líkjast mjög að
því leyti öðrum verkum Auðar Haralds sem þó eru
ætluð fullorðnum, með einni undantekningu sem er
unglingasagan Baneitrað samband á Njálsgötunni
(1985). Sú þótti nýjung í unglingabókaútgáfu á
sínum tíma og þá helst vegna stíls hennar.
Kímnin sem einna helst snýst um Möggu móðu
og foreldra Elíasar, er persónulegri en oft áður í
íslenskum barnabókum. Magga er vægast sagt
erfið, en á þann hátt að hún kæfir fjölskyldu
sína í umhyggju. Hún er talsvert ýkt erkitýpa af
47 Auður Haralds 1985, bls. 7.
48 Auður Haralds 1985, bls. 27.
49 Auður Haralds 1983, bls. 73-75.
74
íslenskum eldri borgara, er dauðhrædd við útlandið
sem Elías og foreldrar hans ætla að flytja til og
sannfærð um að þau séu dauðadæmd fórnarlömb
erlendra glæpamanna. Allt er alvont í útlandinu
og ómögulegt að nokkrum geti liðið sæmilega þar
nema að taka með sér íslenskt góðgæti, fánastöng
og gærur. Sögur Möggu af vondu útlöndunum
verða æ rosalegri eftir því sem nær dregur
flutningunum:
„Það er sko ekkert betra í útlöndum. Ég veit um
konu sem bjó rétt hjá Kanada. Hún sagði sjálf
að það væri svo kalt þar að ef hún færi út og
drægi andann þá frysu í henni lungun." „Hélt
konan þá niðri í sér andanum þegar hún fór út?“
spurði ég. „Hún fór ekkert út,“ sagði Magga.
„Hvernig fékk hún að borða?“ spurði ég. „Hver
keypti í rnatinn?" Magga herti prjónið og þóttist
vera að telja. Ég vissi að hún var að hugsa um
að segja að konan hefði ekkert borðað. „Hún
borðaði ekkert allan veturinn," sagði Magga.50
Foreldrar Elíasar eiga það stundum til að vera
viðutan og gleymin. Helsta áhyggjuefni Elíasar er
að þegar nýja systkinið fæðist muni foreldrar hans
endalaust vera að gleyma því hér og þar og er
sannfærður um að þrátt fyrir alla galla Möggu hafi
hún eflaust bjargað lífi hans sjálfs oft á dag:
[...]Hún hefur hringt og spurt: „Hafið þið gefið
Elíasi litla að borða?“
„Elías?“ hefur mamma þá svarað. „Hvaða
Elíasi?“
„Blessuðu litlu barninu ykkar!“ hefur Magga
ólmast.
„Ó, því!“ hefur mamma þá hrópað. „Heyrðu,
Guðmundur, ætli þessi hávaði í svefnherberginu
sé í honum Elíasi, þú manst, þessum litla
með bleyjuna sem við erum alltaf að hitta
hérna?“[...]51
Kímnin í bókunum um Elías snýst að miklu leyti um
Möggu móðu og viðbrögð hennar við öðru fólki.
Magga er sveitaleg íslensk ömmusystir Elíasar
og margt af gamanseminni snýst um hvernig
hennar hugsunarháttur er öðruvísi en annarra sem
leiðir gjarnan til misskilnings og árekstra. Elías
og foreldrar hans eru að flestu leyti sammála í
viðbrögðum sínum við Möggu og því hversu erfið
hún er. Þess vegna eru allar umvandanir um að
sýna henni þolinmæði hálf máttlausar. Skopið
sem hverfist um Möggu verður því hálf eineltislegt
á köflum, þó svo hún sjálf virðist ekki vita af því,
er það fremur lítillækkandi og Magga er alltaf
auðvelt skotmark. Þegar Magga ákveður að koma í
50 Auður Haralds 1983, bls. 40-41.
51 Auður Haralds 1987, bls. 53.