Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 136

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 136
sem Atli notaði var sú að hann tók upp nöfn á fataverslunum úr öllum tölublöðum Morgunblaðsins í desembermánuðum árin 1915, 1945, 1975 og 1995. Árið 1915 var algengast að fataverslanir hétu eftir eigendum sínum en síðan hafa nöfn þeirra styst. Árið 1915 voru að meðaltali 13,6 letureiningar í verslananöfnunum og stysta nafnið var 8 stafir. Árið 1945 voru að meðaltali 12,6 letureiningar, 9 árið 1975 og 8,9 letureiningar árið 1995. Þá voru stystu nöfnin aðeins tveir stafir. Ein af skýringunum að mati Atla er sú að nú á dögum er nauðsynlegt að verslanir heiti grípandi nöfnum. Hann skiptir nöfnunum í eftirfarandi flokka: 1. Hlutlaus nöfn - Mynduð úr íslenskum orðum en geta ekki verið gagnsæ þar sem þau lýsa ekki því sem búðin selur. 2. Mannanöfn - Verslanir þar sem þekkt mannanöfn, íslensk og erlend, eru megin- uppistaða nafnsins. 3. Erlendir staðir - Verslanir sem heita eftir erlendum borgum eða löndum. 4. Gagnsæ nöfn - Nöfn sem segja allt sem segja þarf um það sem fæst í versluninni. 5. Erlend nöfn - Nöfn sem mynduð eru með orðum úr erlendum tungumálum, sem eru ekki til í íslensku. 6. Annað - Nöfn sem passa ekki inn í neinn af ofantöldum fiokkum. Atli kemst að þeirri niðurstöðu að nöfn fataverslana séu að styttast og erlend áhrif séu að aukast. í lok ritgerðar sinnar veltir hann því svo fyrir sér hvert stefni í nafngiftum fyrirtækja í framtíðinni. Tveir stærstu flokkarnir af þeim sex sem taldir eru upp eru einnig þeir sem eru í mestri sókn. Hlutlausum íslenskum verslananöfnum er að fjölga, árið 1995 voru u.þ.b. 40% verslunarnafna í þeim flokki. Næststærsti flokkurinn er flokkur erlendra nafna og finnst mörgum það vera áhyggjuefni. Ritgerðin frá árinu 2001 er eftir Þorbjörgu Lilju Þórsdóttur og fjallar hún um verslunarnöfn á íslandi árin 1967-2000. Þorbjörg kannaði nokkur verslananöfn á Akureyri, (safirði, Egilstöðum, Selfossi og í stærstu verslunarkjörnum Reykjavíkur: á Laugavegi og í Kringlunni. Hún skiptir flokkum verslananafna í sérnefni og flokkar nöfnin í undirflokka eftir því sem við á: 1. Fullnefni (full nöfn einstaklinga) 2. Stuttnefni (fornöfn einstaklinga) 3. Örnefni 4. Erlend nöfn Þorbjörg kemst að þeirri niðurstöðu að erlend áhrif í verslunarnöfnum eru að aukast. Einnig kemur í Ijós að því stærri sem bæirnir eru, því meirí eru erlendu áhrifin í verslunarnöfnum. Þorbjörg gerði einnig könnun í 20 verslunum með erlendum nöfnum með því að spyrja hvort starfsfólkið vissi hvað nöfn þeirra þýddu. í Ijós kom að 40% starfsmanna vissu hvað nafnið þýddi. 10% starfsmanna vissu ekki hvað nafnið þýddi en spurðu samstarfsfólk sitt sem vissi það. 35% vissu ekki hvað nafnið þýddi og 15% vissu ekki hvað nafnið þýddi og spurði samstarfsfólk sitt, sem vissi það heldur ekki. Þess vegna er ástæða fyrir því að Þorbjörg spyr hvort það sé einhver ástæða til að gefa verslunum erlend nöfn þegar fólk, og þar með talið starfsfólkið, veit ekki hvað nöfnin þýða. 4. Könnun Að lokum segirfrá stuttri könnun sem ég gerði á þróun íslenskra fyrirtækjanafna. Ég athugaði nöfn frá tveimur árum: 1961 og 2001. Nöfnin frá 1961 eru tekin úr Atvinnu- og verzlanaskrá Félags íslenzkra stórkaupmanna, þaðan tók ég nöfn á verslunum og fyrirtækjum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Nöfnin frá 2001 tók ég af heimasíðum Kringlunnar og Smáralindar og úr Símaskránni 2001. Áður en ég flokkaði nöfnin bjó ég til eftirtalda flokka: 1. Mannanöfn. í þessum flokki eru nöfn þar sem aðaluppistaðan er mannsnafn, eitt eða fleiri, íslenskt eða erlent. í þessum flokki eru einnig verslanir sem draga nafn sitt af sögupersónum. 2. Örnefni og staðir. Nöfn þar sem aðaluppistaðan eru örnefni eða staðir, íslensk sem erlend. Einnig nöfn sem gefatil kynna hvar fyrirtækið er. 3. Atvinnuheiti. í þessum flokki eru nöfn sem eru lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækis eða verslunar, eða það sem fæst í versluninni. 4. Náttúrunöfn. Fyrirtæki sem nefnd eru eftir náttúrufyrirbærum eða landslagi. 5. Erlend nöfn. í þennan flokk fara erlend nöfn sem passa ekki inn í neinn af fyrri flokkunum. 6. Önnur nöfn. í þennan flokk fara nöfn sem passa ekki inn í neinn af ofantöldum flokkum. Stundum geta nöfn átt heima inni í fleiri en einum flokki. Til dæmis geta Efnagerðin Kaldá, Trésmiðjan Askur og Efnalaugin Lindin farið í flokka atvinnuheita og örnefna/staða eða náttúrunafna. Þess vegna setti ég mér þá reglu að láta eiginnafnið gilda, þ.e. nafnið sem lýsirekki starfseminni. Þess ber einnig að geta að niðurstöður könnunarinnar gefa e.t.v. ekki alveg rétta mynd af þróun fyrirtækjanafna. í fyrsta lagi eru reykvísk nöfn frá 1961 á yfir 100 blaðsíðum. Þess vegna ákvað ég að velja þau af „handahófi" með því að taka fyrsta og síðasta nafnið á hverri blaðsíðu. Hins vegar eru öll nöfn frá Hafnarfirði og Kópavogi 134
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.