Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 141

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 141
í vetur bryddaði stjórn Mímis upp á þeirri nýjung að heiðra dag íslenskrar tungu með því að standa fyrir dagskrá í Stúdentakjallaranum. Uppátækið mældist vel fyrir og verður vonandi að föstum viðburði í félagslífi Háskólans hér eftir. Fjöldi skálda og rithöfunda kom og las upp úr verkum sínum og stjórnin sýndi heimatilbúið myndband þar sem skoðunum íslendinga um íslenskt mál var komið á framfæri. Þar komu í Ijós einstakir kvikmyndagerða- hæfileikar stjórnarmeðlima sem áttu eftir að nýtast betur síðar. Kraptakvöldið var haldið með pompi og prakt þann 26. október í safnaðarheimili Fríkirkjunnar. Mæting var góð og kvöldið vel heppnað í alla staði. Boðið var upp á gotterí og gríðarlega vel valin skemmtiatriði þar sem fyrsti hlutinn af Mímismafíumyndbandinu var frumsýndur við mikinn fögnuð viðstaddra. Karlakór Mímis kom einnig fram og stóð sig afar vel og ekki var kvennakórinn síðri. Þegar íslenskunemar skemmta sér saman er venjan að bjóða upp á ýmsa námstengda leiki og skemmtiatriði. Látbragðsleikur þar sem leika á málfræðihugtök og bókatitla er alltaf vinsæll og að þessu sinni var látbragðsleikari kvöldsins án efa heiðursgesturinn Jóhannes Gísli sem fór á kostum þegar hann lék á afar sannfærandi hátt titilinn Furðulegt háttalag hunds um nótt. Andvarpið var að sjálfsögðu á sínum stað og að þessu sinni varpaði Jóhannes Gísli öndinni til Ármanns Jakobssonar sem því miður sá sér ekki fært að mæta og varð því að grípa gæsina - nei öndina- seinna. Það er gömul hefð að islenskunemar blóti þorra. Hér áður fyrr var þorrablótið í raun árshátið og haldið á góu en hin síðari ár hefur verið venja að halda bæði þorrablót og árshátíð enda aldrei hægt að skemmta sér of oft. Þorrablótið var haldið heima hjá Maríu meðstjórnanda þann 11. febrúar. Þangað mættu svangir íslenskunemar og tróðu í sig hrútspungum, sviðasultu, hákarli og öðru góðgæti. Þjóðlegar hefðir voru í hávegum hafðar þetta kvöld og hápunktur kvöldsins var glímukeppni Mímis þar sem keppt var um Mímisbeltið í karla- og kvennaflokki. Það var Þóra Atladóttir sem varð hlutskörpust stúlknanna en Jón Gestur Björgvinsson varð glímukóngur. Antísportistarnir sem ekkert geta í glímu leiddu saman hesta sína í spurningakeppni og öllum að óvörum varð bráðgáfað lið fyrsta árs nema hlutskarpast. í vetur var farið af stað með ræðukeppni milli deilda innan Háskólans og að sjálfsögðu skráði Mímir lið til keppni. Það skipuðu: Bjarki Már Karlsson frummælandi, Tinna Sigurðardóttir meðmælandi, Þórgunnur Oddsdóttir stuðningsmaður og Sigurrós Eiðsdóttir liðstjóri. Þann 2. mars mætti þetta sköruglega lið liði stjórnmálafræðinema í spennandi keppni þar sem umræðuefnið var: „Á að gelda kynferðisafbrotamenn?". (slenskunemar mæltu með tillögunni en urðu þó að láta í minni pokann fyrir kjaftforum stjórnmálafræðinemum sem fóru með sigur af hólmi. Einhverra hluta vegna var ekki mikil stemning fyrir keppninni meðal íslenskunema en þrir áhorfendur mættu þó á staðinn til að hvetja sitt lið. Árshátíð Mímis sem haldin var þann 4. mars var glæsileg og afar vel heppnuð. Kvöldið byrjaði snemma með fordrykk í heimahúsi en svo var hópurinn fluttur með rútu á árshátíðina sjálfa sem haldin var á veitingahúsinu Lækjarbrekku, nánar tiltekið í Kornhlöðunni. Þar var vel tekið á móti okkur, stemningin var notaleg og maturinn góður. Veislustjórinn, Ólafur Sólimann, stýrði dagskránni með prýði og skemmtiatriðin féllu í góðan jarðveg. Víturnar voru að sjálfsögðu á sínum stað og óþekkir íslenskunemar voru víttir fyrir vítavert athæfi. Tinna Sigurðardóttir flutti minni karla og Atli Freyr Steinþórsson svaraði fyrir hönd karlpeningsins. Karla- og kvennakórar Mímis komu fram, Færeyjafarar sýndu færeyskan hringdans og stjórnin sló enn einu sinni í gegn með heimagerðu myndbandi sem eflaust verður tilnefnt til Edduverðlaunanna komist það í réttar hendur. Heiðursgestur hátíðarinnar var Sigríður 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.