Mímir - 01.06.2005, Síða 21
sem hefðu kynferðislega löngun til barna. Eins og
áratug fyrr var samasemmerki sett á milli Megasar
og sögupersóna hans, hann var sjálfur afgreiddur
sem pervert og barnaníðingur rétt eins og þegar
almannarómur þóttist vita allt um sukklíferni hans á
áttunda áratugnum þegar útigangsmennirnir voru
allsráðandi í textum hans.
Vilji menn átta sig á hvaða tökum Megas tekur
viðfangsefni sín er kjörið að skoða sjónarhorn
í textunum, en Skafti Halldórsson gerði það
að viðfangsefni sínu í tímaritsgrein. Þar segir
hann Ijóðheim Megasar hæðinn og oft kaldan.
Þjóðfélagssýn Megasar birtist í því að í kvæðum
hans er sjónarhornið hjá þeim al-lægst settu. Oftar
en ekki úr afkimum samfélagsins og sögumenn
hans eru, með orðum Skafta: „oft persónur sem
á einhvern hátt hafa gefist upp við að falla inn í
lífsmynstur auðvaldskerfisins og hrakist út í útjaðar
samfélagsins." (Skafti Halldórsson, 1978).
Sjónarhorn í bókmenntaverkum varðar „þá stöðu
sem höfundur markar sér [...], hvaðan hann horfir á
atburði og persónur og með hvaða hætti lesanda er
veittur aðgangur að hugarheimi verksins.“ (Örnólfur
Thorsson, 1983). En þar eð það er einatt önnur
persóna en sögumaður sem horfir á atburði og
persónur getur stundum verið gott að greina á milli
hans og sjónbeinanda, þess sem beinir sjónum
sínum að einhverju. í fyrstu persónu frásögn er
sá sem mælir, sögumaður, einatt sjónbeinandi. Ef
frásögnin er í endurliti þar sem sögumaður lítur
yfir farinn veg og segir frá sjálfum sér yngri er
sjónbeinandinn þó persónan eins og hún var þegar
atburðirnir gerðust. í þriðju persónu frásögnum
kann svo vitundarmiðjan að vera sjónbeinandinn
meðan sá sem talar í þriðju persónu er sögumaður
(Þorleifur Hauksson, 1994:131-5).
Staða sögumanns gagnvart persónum, atburðum
og þeim heimi sem textinn miðlar tengist því
sem kallað hefur verið sjónarmið. Það varðar það
hvernig frásögninni er miðlað með tilliti til einstakra
persóna og takmarkast af nútíð persónanna, á
hvað er horft, hjá hvaða persónu höfundur tekur sér
stöðu auk þess sem það vísar til þess gildismats
eða lífsskoðunar sem frásögnin miðlar til lesenda
(Þorleifur Hauksson, 1994:135-42). í textum
Megasar verðum við þó að hafa þann fyrirvara á
að hann bindur persónur sínar ekki alltaf við tíma
heldur renna oft aldirnar saman í eitt.
Reglan hjá Megasi er að sögumaður/
Ijóðmælandi er sjónbeinandi og tilheyrir illa liðnum
þjóðfélagshópum. Þó eru undantekningar þar á, til
dæmis textinn um Mættu, ástandsstelpuna. Textinn
er unninn upp úr grein í Öldinni okkar:
„...Mætta segir, að fundum sínum og fyrsta
hermannsins, sem mök hafði við hana, hafi
borið saman á þann hátt, að er hún var á leið
heim til sín kl. 22, hitti hún hermann, ertók hana
tali, og fór með hana upp í herbergi það, er hún
bjó í. Kveðst hún hafa látið að vilja hermannsins,
er vildi greiða henni 30 krónur, en hún sagðist
ekki hafa viljað taka við peningum, ekki fundizt
það þess vert. Eftir þetta var Mætta alltaf
öðru hvoru með enskum hermönnum og leyfði
þeim að hafa mök við sig, síðast í gærkvöld
á gistihúsinu X ... Mætta hefur aldrei tekið
peninga af þeim hermönnum, sem hún hefur
haft mök við“ (Öldin okkar 1931-50, 1975:174).
Mælandi kvæðisins talar í fyrstu persónu. Það
er endurminningafrásögn og mælandi rifjar upp
tilfinninguna sem fór um hann þegar hann las um
Mættu í barnæsku. Sjónbeinandi kvæðisins er því
ungur drengur um miðja 20. öldina. í augum þess
sem segir frá er Mætta enginn vandræðagripur.8
Textinn er nokkurs konar málsvörn Megasar
fyrir kynhegðun sem fordæmd er af samfélaginu
og helst má ekki fjalla um opinberlega nema
til hneykslunar. íslensk yfirvöld voru fremur
afdráttarlaus í fordæmingu sinni á þeim stúlkum
sem voru í tygjum við setuliðsmenn. Textinn
er sambland glettni og dauðans alvöru, hann
er hylling til hinnar lauslátu smádísar (Árni
Óskarsson, 1998).
Mætta er Embludóttirin sem áttaði sig á því til
hvers hún var fyrst og síðast gerð, í rauninni ekki
nein sérstök persóna heldur hugmynd, óháð
tíma og rúmi. Ljóðmælandi rifjar upp hvernig
hann leit á stúlkuna sem ungur drengur sem
sá ástandsstelpuna á allt annan hátt en hinir
fullorðnu. Á meðan hinir fullorðnu áfelldust hana,
dáðist hann að henni og hann þakkar Mættu
fyrir að miðla sér þeim fiðringi sem fór eins og
notalegur rafstraumur um barnskropp hans forðum.
Textaáhrifin verða öfug, greinin sem textinn er
unninn upp úr er ekki áhrifavaldur, frekar textinn
sjálfur sem varpar gagnrýnu Ijósi á þann þankagang
sem ól t.d. af sér „Ástandsnefndina11.9 Texti
8. Um Mættu má !esa ( bók Hrafns Jökulssonar og Bjama
Guðmarssonar Ástandinu. (16. kafla bókarinnar sem ber
heitið „Mætta kveðst hafa látið að vilja hermannsins“ er
skýrslan birt í heild sinni og í stuttu máli rakið hvað varð um
stelpuna sem kölluð var Mætta.
9 Vilmundur Jónsson landlæknir ritaði dómsmálaráðherra
bréf, dagsett 11. júlí (1941) sem fjallaði um „saurlifnað I
Reykjavfk og stúlkubörn á glapstigum“. í bréfinu segir
að athuganir sem lögreglan I Reykjavlk lét framkvæma
hafi „flett ofan af svo geigvænlegum staðreyndum um
þessi mál, að ekki má kyrrt vera. Er það sök fyrir sig, að
hér er nú vitað um kvenfólk í tuga tali á allra lægsta þrepi
skækjulifnaðar... Hitt er viðbjóðslegast, ef niðurstöður
lögreglunnar um það eru á rökum reistar, að ólifnaður
19