Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 113

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 113
samskipti á landsnámsöld sem fyrr er lýst og gagnkvæm hugmyndaskipti fyrr á öldum. í þriðja lagi bendir nafn Loka til þess að hann beri með sér endalok heiðninnar. Það er Kristur sjálfur sem markar þau lok. Þessi hugmynd er reyndar ekki ný af nálinni og hefur verið andmælt með því að nafnið sé ævafornt, jafnvel frá þeim tíma þegar Loki var hugsanlega ekki tengdur ragnarökum sérstaklega. Slíkar vangaveltur eru þó hreinar getgátur og enn hafa ekki komið fram betri skýringar á nafninu. Anders Bæksted segir frá tilraunum til að tengja nafn Loka norræna orðinu ‘logi’ en segir að málsifjar styðji það ekki.7 Sömuleiðis eru hugmyndir um orðsifjar við orðin ‘lupus’ (úlfur) og ‘locke’ (könguló) tæplega á rökum orðsifjafræði reistar. Líking við dýr er auk þess hæpin. Ólafur Briem bendir á hvernig sumar dýrategundir voru helgaðar einhverjum ákveðnum guði: „Freyr átti svín og hesta, Þór hafra, Óðinn hrafna o.s.frv."8 Þetta er í mótsögn við það að goðin geti sjálf verið dýr eða fulltrúar þeirra. í 51. vísu Völuspár segir frá upphafi ragnaraka. Hér er spásögn völunnar nýlega hafin. Vísan lýsir atburðum sem gerast skömmu eftir það sem völvan sér í rauntíma í lokaerindinu sem fyrr er vitnað í: Hér stendur sjálfur Jórsalakóngurinn í stafni Naglfars við upphaf endalokanna og rís vendilega undir hinu norræna nafni sínu. Kjóll ferr austan, koma muno múspellz um lög lýðr, enn loki stýrir. Ennfremur má benda á að Loki er einnig kallaður Loftr, og minnir það á að Kristur byggir himnaríki. í fjórða lagi endurspegla hamskipti Loka frá því að vera vinur goðanna og einn af þeim til þess að gerast verstur fjenda þá spennu sem upp er komin á kristniboðstímanum. Hin orðhvassa Lokasenna leggur Loka/Kristi í munn þau hnjóðsyrði sem kristniboðarnir höfðu á hraðbergi gegn heiðnu goðunum og tengja Krist og Loka þannig saman, ekki síst þegar hann ræðst að sjáfum Óðni í 22. vísu: 7 Bæksted 1976, bls. 174. 8 Ólafur Briem 1945, bls. 126. Þegi þu, Óðinn! þú kunnir aldregi deila víg með verom; opt þú gaft þeim, er þú gefa skyldira, enom slævorom sigr. í fimmta lagi er Kristur kallaður „meyjar sonr“ í kenningum. Aldrei er rætt um föður hans á þessum tímum enda var hann þá sjálfur guðinn í strangri eingyðistrú. Loki er einnig kenndur við móður sína, hina ágætu ásynju Laufeyju. Aftur á móti er föður hans, jötunsins Fárbauta, hvergi getið nema hjá Snorra. Hann virðist ekki hafa gegnt neinu hlutverki fremur en faðir Krists á trúskiptatímanum. I sjötta lagi er Loki svo máttugur að jörðin nötrar undir honum þegar hann kippist við undan eitri ormsins þar sem hann situr bundinn í helli sínum. Þótt ýmsar illar vættir séu rammar að afli er engin þeirra svo máttug að sjálf náttúran verði undan að láta. Hins vegar hefur Kristur slíkan mátt, hann stöðvar vindinn með því einu að hasta á hann. Og loks í sjöunda lagi er vert að líta á prósatextann á eftir Lokasennu en hann er óaðskiljanlegur hluti kvæðisins (prósimetrum). Enn eptir þetta falz Loki í Fránangrs forsi í lax líki, þar tóko æsir hann. Segja má að Loki hafi komið upp um hið rétta sjálf sitt, þegar hann reyndi að felast sem fiskur. Fiskurinn hefur alla tíð, ásamt krossinum og lambinu verið vel þekkt Kriststákn og það hefur mönnum verið fullljóst á miðöldum. Hinn ríki að regindómi Þá kemr hinn riki at regindómi öflugr ofan, sá er öllu ræðr. Þessi næstsíðasta vísa Völuspár er aðeins varðveitt í Hauksbók. Efni hennar og varðveisla hafa vakið ýmsar spurningar um uppruna og skírskotun til kristindóms. Hér heitir Kristur ekki lengur Loki enda er hlutverk hans nú allt annað og jákvæðara en í átökunum sem um garð eru gengin. í Ijósi þeirrar túlkunar sem hér hefur verið færð fram er unnt að sjá stöðu vísunnar í nýju Ijósi. Þótt höfundurinn sé heiðinn og líki kristnitöku við ógurlegar hamfarir þá leyfir hann sér samt að vera bjartsýnn undir lokin. Sú afstaða er dæmigerð fyrir fsiendinga sem sáu tilgangsleysi þess að berjast móti straumnum en reyndu þess í stað að gera eins gott úr aðstæðum og unnt var. Sama viðhorf kemur fram hjá Hallfreði vandræðaskáldi. Hann lét sér 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.