Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 29

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 29
og tala fremur um „pópúlískt" hagkerfi, í þeim skilningi að hagsmunir fjölmargra smáframieiðenda (bænda og fiskimanna) settu auðmagnsupphleðslunni skorður og réðu, sérstaklega á fjórða áratugnum, miklu ef ekki mestu á stjórnmálasviðinu; þá mátti sjá bæði íhaldsmenn og kommúnista sameinast um kröfur um hraðari iðnvæðingu í andstöðu við framsóknarmenn. Andstæður launavinnu og auðmagns, einsog sagt er á marxísku, urðu ekki allsráðandi í hagkerfinu fyrr en með fjármagnsstreymi síðari heimsstyrjaldar (Halldór Guðmundsson, 1987). Það er semsagt ekki fyrr en í seinna stríði, með erlendu herjunum, að hingað kemur fjármagn og tækni til að knýja á um þau umskipti sem urðu annars staðar á 19. öld. fslenskar bókmenntir fylgja þessari þróun. Um aldamótin hófu íslensku raunsæisskáldin að skrifa kaupstaðasögur og bera saman lífið í sveitunum við lífið í þorpunum en skáldskapur um borgina eða sem hefur borgina í brennidepli fer ekki að koma fram að neinu ráði fyrr en líða tekur á 20. öldina. Borgin birtist þá í ýmsum myndum, við hana hafði sú hugmynd loðað eins og aðra hafnarbæi landsins að hún væri einhvers konar útlend sódóma, andstæða saklauss þjóðlífsins í sveitunum.16 Á fyrstu áratugum tuttugustu aldar reyna mörg skáld að brjóta þær hugmyndir á bak aftur, þó sveitarómantíkin lifi enn góðu lífi í skáldskap þeirra. Einar Benediktsson staðhæfði að: „með Fróni er „Víkin“ dygg og trygg og sönn“ og hann hafði miklar hugmyndir um framtíð borgarinnar (Kristján Karlsson, 1993). Tómas Guðmundsson er heillaður af Reykjavík sem er í verkum hans hin „unga, rísandi borg“, heimkynni gleði og fegurðar, rómantíkur og æsku. Reykjavíkurkvæði Tómasar eru flest átakalitlar ástarjátningar og með þeim aflar hann sér því mikilla vinsælda meðal íbúa borgarinnar og hlýtur að launum titilinn ,borgarskáld‘. Steinn Steinarr skynjar borgina aftur á móti sem fyrirbæri einsemdar og firringar. Borg hans er enginn sælustaður. í pistli sem heitir Reykjavík segir hann um borgina: Hún hefur að vísu ekki gefið okkur neitt, sem auga sér eða hönd á festir. En hún hefur gert okkur að mönnum, drykkfelldum og peningalausum mönnum með ofurlítið brot af samvisku heimsins i hjörtunum (Steinn Steinarr, 1964, bls. 313). 16 Sbr. t.d. Margt geturskemmtilegt skeð eftir Stefán Jónsson eða aðrar barnabækur hans. Textar Megasar fjalla oft um leiða og ógleði borgarlífs, hún er guðlaus eins og Eyðiland Eliots,17 gráleit og mannlaus. En þó að borgin sé mannlaus ríkir þar ringulreið: Meinlát bæði og gráðug guðlaus og heilög gruggug er ásýnd þín litverpa borg og rauð og blá og græn og gul eru þökin en grá öll þín stræti og mannlausu torg já öll þessi stræti svo staðlaus og þreytt þau stefna engar áttir og geta engu breytt en gangi þau samt hver sem lystir að leggja leið sína þangað sem ekki er neitt (Loftmynd, ,,Jón“) Borgin er leiksvið fánýtisins. Henni er kæruleysislega lýst sem stað sem hefur ekkert, þangað er ekkert að sækja, ekkert sem vert er að gefa gaum, en það er kannski hvergi hvort sem er. Reykjavík Megasar er yfirleitt ólík Reykjavík skáldanna sem á undan honum komu. Borgin er guðlaus og þeir sem eru ekki dauðir eru deyjandi, fánýtið er í algleymingi. Á Loftmynd er ballaða sem segir sögu úr Reykjavíkurlífinu en hefur allmikla sérstöðu. Það er „Ástarsaga“, sem er líklega ein fyrsta íslenska morðballaðan. Morðballöður eru velþekkt fyrirbæri, t.a.m. úr enskum bókmenntum, algengt mótif í þjóðlögum og þjóðkvæðum. í viðtali við Jónas Jónasson segir Megas að hann hafi langað til að semja morðballöðu og hafi í kjölfarið samið „Ástarsögu" (Jónas Jónasson, 1990). Hann hafi haft til fyrirmyndar nokkrar enskar morðballöður auk þess sem hann vinni úr sannsögulegum atburðum.18 Megas segir í þessu sama viðtali að kannski sé Ijóðið útgáfa af hugmyndinni um að „allir drepi yndið sitt“. Sú hugmynd birtist einnig í „Kvæðinu um fangann" eftir Oscar Wilde. Það er áhugavert að bera saman „Ástarsögu" og „Kvæðið um fangann" en aðalpersónur beggja textanna eru rólegir og yfirvegaðir menn og þrátt fyrir augljósa hryggð þeirra virðast þeir ekki þjást af eftirsjá. Þeir réttlæta morðið fyrir sjálfum sér sem eitthvað sem þarf að gera og kvæðin réttlæta verknaðinn fyrir lesendum sínum. Ljóðin tjá miklar tilfinningar og morðin veita þessum tilfinningum meðbyr. í báðum kvæðunum, „Kvæðinu um fangann" og „Ástarsögu", eru vísanir í söguna um Kain og Abel. Megas sækir mótíf sitt í „Kvæðið um fangann" sem vísar í bróðurmorðið auk þess sem tvær vísanir eru 17 Sbr. Ijóðlínuna „Can you keep the City that the Lord keeps not with you?“ í Eyðilandinu. Vangaveltur um þetta má finna í bók Raymond Williams, The Country and the City. (Raymond Williams, 1973:288-90) 18 Síðsumars 1977 ók par upp í Rauðhóla þar sem unnustinn skaut unnustu sína til bana. Sjá t.d. frétt Dagblaðsins 17. ágúst. (Ómar Valdimarsson, 1977). 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.