Mímir - 01.06.2005, Side 109
sá sigur er ekki fullkominn, því að hún fær ekki þann
sem hún kýs helst, því hún samþykkir að kjósa sér
maka eftir fótum hans og hafði þar með takmarkaða
möguleika á að auka veg sinn með hjónabandinu.
En það var eitt aðalmarkmiða miðaldahjónabanda á
íslandi, að auka veg brúðhjónanna og mynda með
þeim bandalög sem styrktu ættarböndin og það
var ekki gert með svona handahófsbrúðkaupum.52
Auk þess er hún ekki raunverulegur sigurvegari
að lokum, því hún gengur til liðs við óvini sína
og verður ein þeirra og að lokum skildu hún og
Njörður, því hvorugt þoldi bústaði hins. í Ynglinga
sögu segir að eftir skilnað þeirra hafi hún gifst Óðni
og eignast með honum marga syni.53
Nafn Njarðar er náskylt nafni germönsku gyðjunnar
Nerthus án þess að vitað sé um bein tengsl þar
á milli. Kannski voru Njörður og Nerthus tvíkynja
guðapar, líkt og Freyr og Freyja. Sú hugmynd
hefur komið fram að gyðjan Nerthus hafi orðið að
guðinum Nirði og að Skaði hafi upphaflega verið
karlkynsvera en orðið kvenkyns til að fylgja maka
sínum - sú hugmynd hefur þó ekki verið rökstudd
nægilega.54 Ef Njörður og Nerthus voru tvíkynja
(systkina)par getur það skýrt orð Loka að Njörður
hafi getið Frey við systur sinni,55 sem og þegar hann
ýjar að því að Freyja sé gift bróður sínum.56
Ef Skaði var upphaflega karlkyns skýrir það
margt í eðli hennar, til dæmis er hún í Gylfaginningu
sögð fara á skíðum með boga og skjóta dýr.57
Hún kemur herklædd til Ásgarðs og fær að velja
sér karlkyns brúði eftir fegurð brúðarinnar. Þrátt
fyrir að Skaði líkist að mörgu leyti valkyrjum og
meykóngum, skortir hana kvenlega eiginleika
þeirra og fegurð, auk þess sem Njörður yfirvinnur
hana aldrei. Eignmaðurinn verður alltaf að
yfirbuga karlmennskueðli kvenhetjunnar, annað
hvort mistekst Nirði það, sem skýrir af hverju
hjónabandið gekk ekki upp, eða hann hefur ekki
roð í karlmanninn Skaða, sem hefur ekki glatast
að fullu, þrátt fyrir kynyfirfærsluna. Að auki er nafn
hennar mjög óvenjulegt, ekki eru önnur dæmi um
það að kvenmannsnöfn endi á -i, og beygist líkt og
veik karlkynsorð.
Lokaorð
Því miður komust fleiri æsir ekki í þessa ritgerð og
því valdi ég þá sem mest er um að segja, þótt aðrir
hafi verið freistandi, líkt og Baldur, hinn fullkomni
guð, og Freyr, sem fórnaði karlmennskutákni sínu til
52 Lindow 1992, bls. 131-132.
53 Islenzk fornrit XXVI bls. 1979, 21.
54 Ellis Davidson 1964, bls. 106
55 Eddukvæði 1949, bls. 154.
56 Eddukvæði 1949, bls. 152-153.
57 Snorri Sturluson 1949, bls. 41.
þess að fá Gerði sem konu.
Það virðist vera erfitt fyrir konur að fá á sig
ergisstimpil, af ásynjum eru hvorki Freyja né
Skaði kallaðar argar, þrátt fyrir hegðun sem er
ólík hinni hefðbundnu kvenhegðun. Freyja virðist
afsökuð vegna hiutverks síns, en hegðun Skaða
ertalin aðdáunarverð, jafnvel þótt hún fari langt
frá kynhlutverki sínu. Karlarnir eru hins vegar oft
álitnir argir, jafnvel Þór á þá nafnbót á hættu fyrir
að dulbúast sem Freyja í Þrymskviðu. Óðinn og
Loki eru svo sannarlega argir, Óðinn stundar seið
og klæðist kvenmannsfötum, en Loki fullkomnar
skilgreiningu á ergi, hann er jafnt kona og karlmaður
og verður bæði faðir og móðir.
Niðurstaða mín er sú að æsirnir voru argir,
í það minnsta þeir er hér hefur verið rætt um.
En ergi þeirra kemur ekki að sök, því hún hefur
æðra markmið, þeir eru guðir og lúta ekki sömu
siðferðisreglum og mennirnir. Breyskleiki guðanna í
goðsögunum skiptir miklu máli og brestir þeirra og
mistök eru aukin og ýkt upp, bæði til skemmtunar
og aðvörunar.
Heimildaskrá
Clover, Carol. 2002. „Hárbarðsljóð as Generic Farce.“ The
Poetic Edda, Essays on Old Norse Mythology: 95-108.
Routledge, New York & London.
Eddukvæði (Sæmundar-Edda). Fyrri hluti. 1949. Guðni
Jónsson bjó til prentunar. íslendingasagnaútgáfan,
Reykjavík.
Ellis Davidson, H.R..1964. Gods and Myths of Northern
Europe. Penguin books.
Green, Ronald M.. 1987. „Morality and Religion." The
Encyclopedia of Religion, Volume 10: 92-106. Macmillan
Publishing Company, New York.
Holtsmark, Anne. 1982a. „Mannjevning." Kulturhistorisk
leksikon for nordisk middelalder: 325-326. Rosenkilde og
Bagger.
Holtsmark, Anne. 1982b. „Senna." Kulturhistorisk leksikon for
nordísk middelalder: 149-151. Rosenkilde og Bagger.
l'slenzk fornrit XXVI. 1979. „Heimskringla l.“ Bjarni
Aðalbjarnarson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
Jón Karl Helgason. 2002. „“Þegi Þú, Þórr” Gender, Class
and Discourse in Þrymskviða.1' Cold Counsei: 159-166.
Routledge, New York & London.
Lindow, John. 1992. „Loki and Skaði." Snorrastefna 25. - 27.
júlí 1990: 130-142. Stofnun Sigurðar Nordal, Reykjavík.
Meulengracht Sorensen, Preben. 1980. Norrontnid. Odense
Universitetsforlag, Óðinsvéum.
Rieger, Gerd Enno. 1975. „Þrk. 20 við scolom aca tvau."
Skandinavistik; 7-10. Verlag J. J. Augustin, Gluckstadt.
Snorri Sturluson. 1949. Edda Snorra Sturlusonar. Guðni
Jónsson bjó til prentunar. íslendingasagnaútgáfan,
Reykjavík.
Strömbáck, Dag. 1935. Sejd, textstudier i nordisk
retigionshistoria. Carl Bloms bocktryckeri, Lundi.
107
i