Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 12

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 12
Minningarorð Prófessor Sveinn Skorri Höskuidsson 1930-2004 Árið 1968 var íslenskunám við Háskóla íslands með talsvert öðru sniði en nú. Námsefnið var bundið í fyrsta, annað og þriðja stig, eitt stig á ári og próf tekið í öllu námsefni vetrarins á vorin. Bókmenntir voru kenndar í tímaröð og var megináhersla lögð á bókmenntasögu. Ég var komin á þriðja stig haustið 1968. Þá var ekki enn búið að byggja Árnagarð. Þriðja stigs nemendur áttu að sækja bókmenntatíma klukkan átta að morgni á efri hæð íþróttahúss Háskóians. Það var ekkert sérstaklega aðlaðandi tilhugsun en engu að síður lá eftirvænting í lofti þetta haust. Nýr bókmenntakennari var væntanlegur og loksins komið að því að fengist yrði við 20. öldina í bókmenntanámi okkar. Nýi kennarinn var Sveinn Skorri Höskuldsson, nýkominn frá sendikennarastarfi í Sviþjóð. Sveinn Skorri bar með sér ferskleikablæ utan úr heimi þó að hann kæmi ekki langt að. Dagný Kristjánsdóttir hefurfjallað um kennslu í íslenskum bókmenntum í sögulegu Ijósi í grein sinni „Frá verki til texta til virkjunar textans" (íslensk fræði í fortíð, nútíð og framtíð, Mímir 44 tbl. 36. árg., 17 - 20). Þar minnir hún á að söguleg bókmenntatúlkun á nútímabókmenntum hafi verið ríkjandi fram á áttunda áratuginn og kennsla í bókmenntum 20. aldar hafi ekki farið að festast í sessi fyrr en eftir miðjan sjöunda áratuginn. Við sem biðum eftir nýja kennaranum í íþróttahúsinu haustið 1968 skynjuðum að nýir tímar væru í nánd. Þetta var um það leyti sem nýrýnin hélt innreið sína í Háskóla íslands. Sveinn Skorri reyndist áhugavekjandi kennari. Hann hvatti okkur til þess að velja okkur ritgerðarefni úr samtíma okkar. Sá fyrsti til þess að hlýða því kalli var Jón Sigurðsson, nú seðlabankastjóri. Hann valdi sér Ijóð Þorsteins frá Hamri. Þegar hann var kominn nokkuð áleiðis með ritgerðina óskaði Sveinn Skorri eftir því að hann kynnti verkefnið í kennslustund, og ekki nóg með það, mér var falið að gera athugasemdir við framsögu Jóns. Okkar áhugasami lærimeistari vildi undirbúa þennan tíma sem best og bauð okkur Jóni heim eitt kvöldið til þess að ræða málin. Það var tekið vel á móti okkur í Grænuhlíðinni og við ræddum Ijóð Þorsteins yfir kaffi og öðrum góðgerðum. Þegar leið á kvöldið kallaði Sveinn Skorri til konu sinnar: „Vigdís! Ég er að hugsa um að bjóða börnunum sérrí.“ Við Jón litum hvort á annað. Aldrei hafði okkur verið sýndur annar eins heiður í námi okkar. Og fjörugar umræður um skáldskap héldu áfram lengi kvölds. Ég man ekki lengur hvernig mér gat dottið það í hug, - en það var í gleðskap eftir fullveldisfagnaðinn 1968 sem ég ákvað að mæta beint úr gleðinni í tíma til Sveins Skorra klukkan átta. Lærimeistarinn lét sér hvergi bregða þegar námsmærin staulaðist inn í samkvæmiskjól og snjóblautum, gylltum skóm, svipur hans lýsti hlýju og skilningi. Löngu seinna, þegar við vorum orðin kollegar, hafði Sveinn Skorri gaman af því að rifja upp þennan atburð með stríðnisglampa í augum. Hann mundi þetta allt vel, nema hvað drifhvítur kjóll námsmeyjarinnar var orðinn fagurrauður í frásögn hans. Mér datt ekki í hug að leiðrétta það, enda var rauður kjóll miklu áhrifameiri í sögunni en hvítur. Það sjá allir, ekki hvað síst góður sagnamaður. Við samkennarar Sveins Skorra nutum einstakrar frásagnargáfu hans í kaffitímum okkar á fjórðu hæðinni. Viku áður en hann lést kom hann í heimsókn til okkar og fékk okkur enn einu sinni til þess að veltast um af hlátri. í frásögn hans urðu hversdagslegustu atburðir að óborganlegu ævintýri og við glöddumst yfir því að hann væri að ná heilsu eftir erfið veikindi. En það fór á annan veg. Undir lok haustmisseris 1999 var komið að síðustu kennslustund Sveins Skorra. Þrjú okkar, sem vorum í fyrsta hópnum hans, og störfum við háskólann, ákváðum að koma honum á óvart og mæta í síðasta tímann. Þetta voru, auk mín, Kristján Árnason prófessor og Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjóri. Við börðum að dyrum og trufluðum líflegar umræður um skáldsöguna Ég heiti ísbjörg, ég erijón eftir Vigdísi Grímsdóttur. Við tilkynntum hópnum að við hefðum verið meðal þeirra sem sátu fyrstu kennslustund Sveins Skorra við Háskóla fslands og því hefðum við ekki viljað 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.