Mímir - 01.06.2005, Side 16

Mímir - 01.06.2005, Side 16
Þar sem eimpípan hvín Andstæður og afhelgun í kvæðaheimi Megasar Höfundur Steinþór Steingrímsson 0. Inngangur1 Magnús Þór Jónsson, Megas, var alinn upp í Reykjavík eftirstríðsáranna. Hann var borgarbarn þegar borgin var ekki orðin borg en samt of stór til að geta kallast þorp. Áhrifa að westan var farið að gæta í miklum mæli, kábbojamyndir í bíó og hasarblöð voru helsta afþreying ungra drengja. Á þessum árum fór rokk og ról að kveða sér æ hærra hljóðs og fékk íslensk æska veður af því þó hviðurnar hafi kannski ekki verið hvassar í upphafi. Sveitin var enn nálæg og þeir sem þaðan komu reyndu margir að haga lífi sínu eins og þeir væru þar enn. Nokkur hundruð metra frá æskuheimili Megasar stóð bóndabær og skepnuhald var víða innan þeirra marka sem við kennum nú við borgina. Fornir menningarhættir og nýir rákust á, íslenskir og útlendir. Á svölum nýsteyptra íbúðahúsa stóðu súrtunnurnar sem höfðu staðið í moldarbyrgjum sveitanna síðan á landnámsöid, en stofurnar Ijómuðu af gráskímu kanasjónvarpsins. Úr gljáandi útvarpsviðtækjunum hljómuðu ýmist Passíusáimar Hallgríms, aldagamlir morgunmenúettar sem þó voru nýir á íslandi, glóðvolgar fréttir af kólnandi sambúð stórveldanna í austri og vestri eða Gerpluupplestur Halldórs Laxness. Á mölinni voru form og umbúnaður öll ný en aðflutt sveitafólkið reyndi í lengstu iög að halda í gömui gildi. Við þessar aðstæður óist upp kynslóð sem má með nokkrum rétti kalla fyrstu kynslóðina á mölinni. Hún mótaðist á mörkum tveggja heima og drakk í sig blöndu sem á hvergi sinn líka, af kúrekaskytteríi og þjóðsögum, Presley og þjóðmálaskýringum Kiljans. Kynslóð Megasar kynntist gömlu menningunni án þess að tileinka sér gildi hennar, sem mörg áttu kannski ekki lengur við, en hún átti líka eflaust í vandræðum með að tileinka sér gildi nýrra tíma. 1. Greinin sem hér fer á eftir var upphaflega unnin sem BA- ritgerð undir handleiðslu Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur. Kann ég henni bestu þakkir fyrir margar góðar ábendingar og athugasemdir. Ritgerðin birtist hér lítillega breytt og stytt. Hún stendur því annaðhvort föst í ruglingslegum bræðingnum eða ræðst á það gamla með hvers kyns hætti og reynir þannig að finna sér stað í andófinu. í öllum samfélögum eru ákveðin viðmið ríkjandi, hugmyndir, viðhorf og reglur sem fólk kemur sér saman um að standa vörð um og varðveita. Þessi viðmið endurspegla ekki endilega skoðun allra, heldur þeirra sem fara með völd hverju sinni, þá skoðun sem hlýtur að verða sú pólitískt rétta. Megas gerir uppreisn gegn ríkjandi viðmiðum í samtíma sínum. Persónur sínar velur hann með tilliti til þess hvaða þjóðfélagssýn eða sjónarmiðum þær geta komið á framfæri. Þær lýsa raunveruleika sem fyrr þótti ekki hæfa að ræða opinberlega, og þær gera það út frá eigin viðmiðum sem oft eru á skjön við viðurkennd viðmið. Fyrir vikið urðu utangarðsmenn Megasar byltingarmenn í hugum róttækra menntamanna sem vildu skilgreina íslenska þjóðmenningu upp á nýtt og Megas hirðskáld þeirra, en íslandssagan sem hann segir í textum sínum er talsvert ólík íslandssögu Jónasar frá Hriflu, sem þá var vel þekkt. Almennir borgarar voru farnir að láta sér þetta lynda þegar Megas hafði verið að á annan áratug. Framan af ferli sínum var hann á kafi í eiturfíkn en hafði snúið við blaðinu og var farinn að lifa vímulausu lífi. Líferni hans var mönnum ekki lengur hneykslunarhella og þeir voru hættir að láta hefðbundin yrkisefni hans slá sig út af laginu. Ögranir hans við viðteknar venjur og smekk höfðu öðlast viðurkenningu og viðhafnarsess. Við því brást hann með því að ganga enn lengra inn á svið bannhelginnar. Söngvar hans um ástirtil barna endurvöktu hneykslun góðborgaranna og gengu einnig fram af menntamönnunum róttæku sem jafnan höfðu dáð hann.2 Þar til Megas kom fram á sjónarsviðið höfðu íslenskir söngtextar verið meinlitlar dægurflugur. 2. Sjá um það t.d. í viðtali Jónasar Jónassonar við Megas (Jónas Jónasson, 1990) og viðtali við Bubba Morthens sem birtist í Megas (Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson (ritstj.), 2001). 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.