Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 49
glæpur í bókum Árna Þórarinssonar um
blaðamanninn Einar sé af þessari tegund. Með því
að skoða umhverfi sagnanna um Einar blaðamann
geta lesendur ef til vill áttað sig á því hvar hinn
raunverulega glæp er að finna.
Glæpsamlegt umhverfi
í heimi Einars blaðamanns er ógnina ekki að
finna í miðborginni, á knæpum eða íslenskum
kynlífsbúllum eins og algengt er í glæpasögum.
Sviðið í bókum Árna er frjálsleg útgáfa af Reykjavík
þar sem nöfnum fyrirtækja og öldurhúsa hefur
verið breytt en ýmis kennileiti taka af allan vafa um
staðsetningu. Inni á Barabarnum, þar sem Einar
heldurtil utan vinnustaðar, er útsýni yfir Austurvöll:
„Ég leit út um gluggann ... Jón Sigurðsson sneri
við mér baki á miðjum Austurvelli" (HK, bls.
13). Barabarinn er eins konar umgjörð utan um
óformlegt spjall Einars við vinnufélaga, ættingja
og lögreglumenn áfrívakt. Á Barabarnum svalar
Einar drykkjufýsn sinni á virkum dögum sem og um
helgar, í hádeginu og á kvöldin. Barinn er eins og
annað heimili Einars:
Svörtu og hvítu tíglarnir á gólfinu fallast í faðma
og hylla mig, rauðbólstraður barstóllinn lýsir yfir
afdráttarlausum stuðningi, fallegasta barborð í
bænum leggur sig allt fram, marglitar flöskurnar
í skápnum andspænis eru eins og glaðleg
veggmynd af sjálfum mér. (NÞA, bls. 25)
Algengara virðist vera að fólk úr atvinnulífinu sæki
barina en íslenskt undirheimalið: „Það erfarið
að fjölga. Fólk tínist inn úr vinnustaðapartíum
höfuðborgarinnar" (BT, bls. 68). Hótel Holt myndar
eins konar helgidagaútgáfu af Barabarnum en
jafnvel þar er allt krökkt af fólki úr atvinnulífinu: „í
hálftíma höfum við reynt að ná sambandi hvor við
annan en átt erfitt, vegna hlátraskalla og annarrar
háreysti frá starfsfólki einhvers fyrirtækis sem
lagt hefur undir sig þrjú stór hringborð í salnum"
(BT, bls. 60). Meira ber því á hversdagslegum
launaþrælum en harðsvíruðum glæponum sem
skilur eftir spurninguna: Er einhver ástæða til þess
að óttast atvinnulífið?
Ekki virðist hvíla neinn sérstakur drungi yfir
þeim stöðum þar sem morð eru framin hérlendis.
Á Flugvallarhótelinu finnst lík en staðurinn er eins
konar inngönguhlið inn í landið og glæpurinn
þvf framinn þar sem ísland og umheimurinn
mætast. Aðrir glæpir eru á persónulegra plani
þar sem geðveikir menn vinna voðaverk eða
ást og afbrýði stýra byssuhólki. Dæmi um það
47