Mímir - 01.06.2005, Síða 49

Mímir - 01.06.2005, Síða 49
glæpur í bókum Árna Þórarinssonar um blaðamanninn Einar sé af þessari tegund. Með því að skoða umhverfi sagnanna um Einar blaðamann geta lesendur ef til vill áttað sig á því hvar hinn raunverulega glæp er að finna. Glæpsamlegt umhverfi í heimi Einars blaðamanns er ógnina ekki að finna í miðborginni, á knæpum eða íslenskum kynlífsbúllum eins og algengt er í glæpasögum. Sviðið í bókum Árna er frjálsleg útgáfa af Reykjavík þar sem nöfnum fyrirtækja og öldurhúsa hefur verið breytt en ýmis kennileiti taka af allan vafa um staðsetningu. Inni á Barabarnum, þar sem Einar heldurtil utan vinnustaðar, er útsýni yfir Austurvöll: „Ég leit út um gluggann ... Jón Sigurðsson sneri við mér baki á miðjum Austurvelli" (HK, bls. 13). Barabarinn er eins konar umgjörð utan um óformlegt spjall Einars við vinnufélaga, ættingja og lögreglumenn áfrívakt. Á Barabarnum svalar Einar drykkjufýsn sinni á virkum dögum sem og um helgar, í hádeginu og á kvöldin. Barinn er eins og annað heimili Einars: Svörtu og hvítu tíglarnir á gólfinu fallast í faðma og hylla mig, rauðbólstraður barstóllinn lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi, fallegasta barborð í bænum leggur sig allt fram, marglitar flöskurnar í skápnum andspænis eru eins og glaðleg veggmynd af sjálfum mér. (NÞA, bls. 25) Algengara virðist vera að fólk úr atvinnulífinu sæki barina en íslenskt undirheimalið: „Það erfarið að fjölga. Fólk tínist inn úr vinnustaðapartíum höfuðborgarinnar" (BT, bls. 68). Hótel Holt myndar eins konar helgidagaútgáfu af Barabarnum en jafnvel þar er allt krökkt af fólki úr atvinnulífinu: „í hálftíma höfum við reynt að ná sambandi hvor við annan en átt erfitt, vegna hlátraskalla og annarrar háreysti frá starfsfólki einhvers fyrirtækis sem lagt hefur undir sig þrjú stór hringborð í salnum" (BT, bls. 60). Meira ber því á hversdagslegum launaþrælum en harðsvíruðum glæponum sem skilur eftir spurninguna: Er einhver ástæða til þess að óttast atvinnulífið? Ekki virðist hvíla neinn sérstakur drungi yfir þeim stöðum þar sem morð eru framin hérlendis. Á Flugvallarhótelinu finnst lík en staðurinn er eins konar inngönguhlið inn í landið og glæpurinn þvf framinn þar sem ísland og umheimurinn mætast. Aðrir glæpir eru á persónulegra plani þar sem geðveikir menn vinna voðaverk eða ást og afbrýði stýra byssuhólki. Dæmi um það 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.