Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 125

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 125
valda u-hljóðvarpi. Þannig verður u-hljóðvarpið að vera fallið úr gildi þegar þetta innskots-u kemur til sögunnar. Samkvæmt þessu er afleiðslan þá svona: (9) grunnform mað+r# #grann+r# u-hljóðvarp u-innskot maður grannur Á þennan hátt útskýra generatífistar af hverju ekki verður hljóðvarp í áðurnefndum orðum. Samkvæmt því er u þá ekki í grunnformi ofannefndra orðmynda heldur er grunnform nefnifallsendingarinnar í kk. bara -rsem bætist beint við stofninn. Þegar u- hljóðvarpið verkar sé þá ekkert u í grunnformi í þessum orðmyndum sem skýri hljóðvarpsleysi slíkra karlkynsorða. Þannig beri að líta svo á að u-innskotið í endingu sé virk samtímaleg hljóðkerfisregla í nútímaíslensku eins og u- hljóðvarpið. Ari Páll Kristinsson (1992) er annarrar skoðunar og telur þvert á móti að u-innskot sé ekki virkt í nútímamáli. Hann telur þessa nýjung í málinu þar sem leitað var eftir framburðarlétti með -ur í stað þess að nota atkvæðisbært -r hafa komið fram á 13. -14. öld og hann færir rök fyrir því að þessi breyting hafi staðið yfir fram á 16. öld. Augljóslega er afar mikilvægt í röksemdafærslu generatífista að líta einnig á u-innskot sem lifandi reglu í málinu því þar er komin forsenda þess að u- hljóðvarpið geti verið virk regla í nútímamáli. Út frá röksemdum Ara Páls hér á undan mætti hins vegar ætla að sú kenning stæði höllum fæti. Að lokum má hér tína til tvö dæmi enn sem ætla mætti að væru mikilvæg rök gegn því að u- hljóðvarpið geti verið virkt hljóðferli í nútímamáli. í tökuorðunum Bakkus og kaktus verða engin víxl a : ö þrátt fyrir eftirfarandi u. Eiríkur Rögnvaldsson (1981) skýrir það hins vegar með því að u- hljóðvarpsreglan verði óvirk við slíkar aðstæður því hún verki ekki ef a og u tilheyra saman morfeminu eins og hann telur vera raunina í orðum sem þessum. Kristján Árnason (2001, 4. og 9. kafli) er einn þeirra sem er alveg á öndverðri skoðun og telur u-hljóðvarp ekki geta verið virkt í nútímamáli. Hann notar hugtök á borð við eðlileg ferli og stirðnuð ferli til að lýsa því sem þarna er á ferð. Þannig álítur hann u-hljóðvarpið vera dæmi um það að ferli í málinu geti með tímanum náð fótfestu, eins og þegar a kringdist fyrir áhrif frá eftirfarandi u og varð q sem varð seinna ö. Þannig hafi til orðið í málinu nýtt hljóð sem nú er hljóðanið /ö/. Þegar því stigi sé náð sé ekki lengur um að ræða valfrjálst, „eðlilegt" ferli heldur fasta skipan. Það sé því ekki lengur afleiðing algildra hljóðlögmála að undanfarandi a litast af eftirfarandi u heldur hluti af reglum íslenskunnar sem tungumáls og að þetta ö öðlist sjálfstæða tilvist. Hann vill því líta á þetta sem hljóðkerfisbindingu (fónólógíseringu), hluta af hljóðafari íslenskunnar eins og það snýr að nútímamálinu. Kristján telur þá umræðu vera á villigötum sem beinist að því að skýra samtímaleg hljóðavíxl með tilvísan til hins forna u-hljóðvarps sem virks hljóðkerfislegs ferlis: „[...] I have suggested that the survival of these alternations is due to their morphological function or share in morphophonemic patterning in lcelandic. Icelandic morphology is notoriously conservative and [...] complex. Allomorphic patterns that have long lost their phonological naturalness are kept in morphologically defined paradigms." (1985, bls. 21-22) [ sama streng tekur Jón Axel Harðarson (2001) sem bendir á að þáttur beygingarmynstursins hafi verið afar mikilvægur í sögu íslenska beygingarkerfisins og ákveðin beygingarmynstur hafi orðið frjórri en önnur í málinu. Er skoðun hans sú að u-hljóðvarpið sé ekki lengur virk hljóðkerfisregla og við hafi tekið beygingar- hljóðkerfisleg (morfólógísk) skilyrðing. Jón Axel er alfarið ósammála generatífistum sem leggja baklægar grunnmyndir til grundvallar og telja yfirborðsmyndir vera af þeim leiddar með lifandi hljóðfræðilegum og hljóðkerfislegum reglum. Hann telur að málnotendur læri á hinn bóginn morfófónemískar reglur sem þeir beiti svo á orða- og morfemforða málsins. 3.3 Samantekt Af því sem nú hefur verið sagt er Ijóst að menn líta u-hljóðvarpið mjög misjöfnum augum. Annars vegar eru þeir sem líta svo á að þessi sögulega breyting sé virk í nútímamálinu og hin sívirku víxl a : ö séu sönnun þess. Aðrir eru þeirrar skoðunar að þessi víxl séu dauð sem hljóðferli og frá samtímalegu sjónarmiði eigi þau það sameiginlegt með t.d. hljóðskiptum að vera umfram allt háð beygingarlegum og orðmyndunarlegum þáttum. Þannig séu hljóðvarpsvíxlin alveg komin úr tengslum við hin upphaflegu skilyrði og flokkist sem hljóðbeygingarreglur. Bent var á það að Eiríkur Rögnvaldsson sem álítur u-hljóðvarp virka hljóðkerfisreglu í málinu telji reyndar að hluta hljóðavíxlanna megi skýra út frá beygingarlegum þáttum. Þannig verði t.a.m. myndirnar börn og grönn ekki skýrðar út frá hljóðkerfisreglu þar sem ekkert hljóð í umhverfinu geti skýrt hljóðavíxlin, heldur sé í þeim tilvikum 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.