Mímir - 01.06.2005, Page 114
að lokum vel líka að starfa sem hirðskáld kristins
konungs þrátt fyrir vísu hans sem fyrr er tilfærð.
Skýrast kemur þetta þó fram í úrskurði Þorgeirs á
þingi og átakalausri gildistöku gerðar hans.
Þannig veitir þetta erindi vísbendingu um að
höfundur þess hafi verið íslendingur, hvort sem
hann hefur verið höfundur kvæðisins alls eða ekki.
Sé kvæðið allt skoðað sem heild að þessari vísu
meðtalinni og litið á höfundinn í verkinu fremur en
höfundinn í holdinu þá rennir þetta stoðum undir
hugmyndir um að kvæðið sé íslenskt.
Vissuiega má í þessu Ijósi skoða alla spásögnina
um Gimlé sem kvæðið gerir rækilega skil. Hún
virðist þó koma verr heim við spádóm um
kristnitöku en vera fremur spádómur um nýtt kerfi
fjölgyðistrúar. Það bendirtil þess að hugmyndin
um Gimlé sé eldri arfsögn. Þó er mögulegt að í
henni felist einnig allegórísk frásögn um hvernig
menn sáu fyrir sér nýja uppbyggingu eftir hrun
samfélagsins en hér verður ekki gerð atlaga að því
að skýra þann merkingarauka.
Vættir sátu hjá
Sé lýsing völunnar í lokaerindi Völuspár
rauntímasýn bendir það til þess að kvæðið sé
samið rétt fyrir kristnitöku. Þó gæti þetta verið
listræn blekking því aðrir hlutir benda til þess að
hún sé þegar um garð gengin.
Bjartsýnt viðhorf til framtíðar hefur þegar verið
nefnt og það gæti hæglega verið byggt á reynslu
höfundar, sem sér að veröldin er þrátt fyrir slæmar
væntingar alls ekki svo slæm. Það sem styður
þetta er sú staðreynd að hvergi í spánni er minnst
á þátt annarra vætta en goðanna. Skv. Ólafi Briem9
var vættatrú síst óalgengari á íslandi og Noregi í
heiðni en goðadýrkun. Ýmsar heimildir og menjar
eru til um tignun álfa og landvætta. Þessi dýrkun
virðist hafa haldið óáreitt áfram eftir að bannað var
að blóta goð. í Kristna rétti á 12. öld er því aðeins
lagt bann við að ákalla heiðnar vættir en ekki goð,
væntanlega vegna þess að þess var ekki þörf
lengur.
Sé Völuspá ort nokkrum árum eða áratugum eftir
kristnitökuna af manni, sem hana upplifði, þá er
ekki að furða að vættir þær sem „lifðu af“ hafi ekki
verið þátttakendur í hinni allegórísku frásögn af
skapadægri heimsins sem undir yfirborðinu reynist
vera þjóðfélagsbyltingin kristnitaka.
Heimildir
Bugge, Sophus. 1867. Norræn fornkvæði. Islandsk samling
af folkelige oldtidsdigte om Nordens guder og heroer,
almindelig kaldet Sæmundar Edda hins fróða / udgiven af
Sophus Bugge. Universitetsforlaget, Christiania. (Óbreytt
endurprentun: 1965.)
Bæksted, Anders. 1976. Goð og hetjur í heiðnum sið. Örn og
Örlygur, Reykjavík.
Einar Ólafur Sveinsson. 1962. Islenzkar bókmenntir í fornöld.
Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Ólafur Briem. 1945. Heiðinn siðurá Islandi. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík.
Sigurður Nordal. 1993. Fornar menntir III. Almenna
bókafélagið, Kópavogi.
Vésteinn Ólason. 1992. Goðakvæði. Islensk bókmenntasaga.
Mál og menning, Reykjavík.
9 Ólafur Briem 1945, 4. kafli.
112