Mímir - 01.06.2005, Page 9

Mímir - 01.06.2005, Page 9
sjálfum, heldur af breytingum á hljóðgildi áherslusérhljóðanna sem stafirnir táknuðu fyrst og fremst. Slíkar skýringar hljóta að flokkast sem brilljant, þótt ekki hafi verið greint frá þeim á síðum dagblaða þá frekar en nú. Málfræðiskýringar- og uppgötvanir eru sjaldnast til þess fallnar að verða fréttaefni í fjölmiðlum. En þótt Hreinn hafi verið fimur í fræðikenningum og teóríu, eins og hann sýndi með útskýringum á hinum og þessum breytingum sem menn höfðu rakið til hljóðlögmála en reyndust við nánari athugun frekar tengjast hlutverkum sem hljóðeinkennum voru valin, lét hann ekki blindast af kenningunum, og allar hans athuganir og greiningar eru byggðar á traustum heimildum. Og það var eitt af því sem ungum íslenskunemum var innprentað á 7. áratugnum, að ekki dygði að slá fram tilgátum og hugmyndum án þess að styðja þær nákvæmum rökum og heimildum. En listin fólst auðvitað í að skýra skrýtna hluti í gögnunum með innsæi og túlkunum þar sem vísindahugtökin studdust við harða og skýra kenningu. Einkenni á Hreini sem vísindamanni var sem sé rökfesta og sterk krafa um það að menn færðu sönnur á hugmyndir sínar. Menn komust ekki upp með neinn moðreyk eða óljósar vangaveltur. Mörgum fannst hann harður dómari á prófum og í úrlausnum, en þegar menn höfðu áttað sig á hugsanaganginum, gat hann verið gjöfull og mildur og sparaði ekki hrós ef því var að skipta. Þeir sem kynntust honum vel lentu ekki í útistöðum við hann á fræðasviði. Þar voru forsendurnar sem hann notaði réttlátar á mælikvarða vísindanna eins og hann skildi þau. Hreinn var alla tíð afar vantrúaður á svokallaða generatíva hljóðkerfisfræði, sem var afsprengi kenninga Noams Chomskys í því sem á íslensku hefur verið kallað málkunnáttufræði. í boðsfyrirlestri sem hann flutti á alþjóðlegri ráðstefnu um norræn málvísindi í Ósló árið 1980 fer hann yfir tilraunir sem gerðar höfðu verið á 7. og 8. áratugnum til að leysa ýmis vandamál á grundvelli hinna nýju kenninga. í stuttu máli sagt var niðurstaða Hreins sú að ekkert hefði áunnist með þessari nýju kenningu, varla stendur steinn yfir steini að hans mati í hinum nýju skýringartilraunum. Og ég hygg að þetta hafi verið niðurstaða sem hann sá ekki ástæðu til að breyta, þótt sumum hafi þótt hún í neikvæðara lagi. Og það var einmitt hið sterka einkenni hans sem fræðimanns. Hann var fastur fyrir. Auk þeirra fræðistarfa sem ég hef hér minnst á er skylt að geta framlags hans til stjórnunar og félagsmála í málfræði. Hann stóð sumarið 1969 fyrir fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni undir yfirskriftinni Nordic Languages and Modern Linguistics, en hún var haldin í Reykjavík. Sú ráðstefna þótti einkar glæsileg, en ráðstefnuritið var gefið út undir merkjum Vísindafélags íslendinga árið 1970. Þessi ráðstefna var upphafið að röð ráðstefna sem síðar voru haldnar með reglulegu millibili um Norðurlönd. Hreinn var líka heilinn á bak við endurskipulagningu náms í íslenskum fræðum, þannig að skilið var milli grunnnáms til BA prófs og meistaraprófs, sem nú er kallað rannsóknatengt framhaldsnám. Þetta gerðist 1965, mörgum áratugum fyrr en slíkt nám var tekið upp í öðrum deildum Háskólans og hefur þótt tíðindum sæta. Kristján Árnason 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.