Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 32

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 32
mömmu sína kyssa jólasvein. Ég tók það þess vegna fram að þetta væri ævi Birkilands þrátt fyrir að hann hafi [svo] aldrei séð mömmu sína kyssa jólasvein" (Draupnir, 1995, bls. 47). „Reykjavíkurnætur" á sömu plötu er mjög í anda textans um Birkiland. í textanum eru rifjuð upp unglingsárin í borginni uppúr miðri öldinni, áfylleríum í Hljómskálagarðinum, [ sirkus í Skerjafirðinum og skotbyrgjunum í Öskjuhlíðinni svo eitthvað sé nefnt. Lífið er allt mikið ævintýri og fylleríin eru stór hluti af því, tilveran snýst um þau. En ævintýrin eru ekki tóm gleði: Það er einhver úti í nóttinni sem gröfina sína grefur en götuljósin þau vaka meðan borgin hún sefur og tárin streyma ég er bara fremur tuskulegur lítill drengur ég hef týnt mér útí bæ og ég finn mig ekki lengur Stemninguna í þessi tvö kvæði, „Við Birkiland" og „Reykjavíkumætur" sækir Megas eflaust að miklu leyti í minningar um auðnuleysisráf æsku sinnar: „Þegar maður er ungur og er að flækjast um borgina sína og það er myrkur og það er Ijós, maður er svolítið horfinn út úr veruleikatilfinningunni, allt eröðruvísi, minningin er framandleg, blautar götur Ijós og myrkur. Verður dularfullt og merkilegt. Ef við bætist flandur með einhverjum hallærislegum vesalingi sem er búinn að drekka sig út úr allri tilveru og maður er í kompaníi með honum að verða sér úti um áfengi, þá gefur þetta manni heilmikið" (Jónas Jónasson, 1990). í kvæðunum tveimur túlkar hann þennan veruleika og endurskapar í skáldheimi sínum veröld æskuminninga sinna. En borgarbörnin eldast og í textanum „Á horninu" er lýst hversdagslífi þess sem á hvergi rætur annars staðar en í malbikinu. Mælandi er borgarbarn sem syngur borginni sinn óð, hér hefur hann lifað allar sínar bestu stundir: Ég hef setið við Hljómskálann og haldið svo þétt um hönd sem var bæði mjúk og nett Æ miljón Ijúfu Ijósu sumarnætur Og þrátt fyrir að lífið hafi ekki verið eintómur dans á rósum þá er honum sama: Einsog kaldur hrollur hef ég hríslast um þessi hungruðu stræti á bísanum en það böggar mig ekki hvernig lífið það lætur Hann þarf ekki að fara út í náttúruna til að finna frið, hann finnur hann í borginni: Ég ligg niðrí skurðinum og læt mig dreyma Ég lít uppí skýin og ég á heima Á botninum er hvorki þras eða þrætur Borgarbarnið er sátt við sitt og vill hvergi annars staðar vera. Textinn er merkilegur fyrir þær sakir að hann er kannski eini óður Megasartil Reykjavíkur þar sem lífið er í rauninni gott þrátt fyrir allt. Lítið er þó um sjáanlegar dýrðir, eins og í öðrum textum Megasar eru engar óþarfa skreytingar eða flúr. Reykjavík er ekki samastaðurfegurðar eins og hjá Tómasi. Lífsþjáningin ersamofin henni og ef hún á eitthvað sammerkt með borg annarra skálda þá er það einna helst borg Steins eða Vilhjálms frá Skáholti. í textunum er hversdagsleikinn í borginni túlkaður. Tilvistinni og áhrifum borgarinnar á hana er gert hærra undir höfði en í kveðskap annarra borgarskálda. Þar sem Tómas sveif yfir yfirborðinu, Vilhjálmur frá Skáhoiti kyssti svört strætin og Steinn bar dauðans svip og þjáðist, kafar Megas undir yfirborðið og skoðar borgina eins og hún birtist honum. Hún er í kvæðaheimi hans rammi utan um líf fólks sem upplifir allar þær tilfinningar sem menn geta upplifað. Hér hrærist allt, eymd og hamingja, fegurð og Ijótleiki og allt þar á milli. Megas skoðar allan hversdagsleikann, stundum í glettni og stundum í alvöru, stundum á heimspekiþönkunum en alltaf heiðarlegur. Hann er hið eiginlega borgarskáld, en mun líklega seint viðurkenndur sem slíkur af því að hann horfist í augu við að borgin verður aldrei betri en þeir sem hana byggja og gerir sér að auki Ijóst að það má ekki aðeins taka af henni „Loftmynd" - heldur er hún í ákveðnum skilningi loftmynd; tilbúin mynd en ekki raun. 6. Niðurlag Megas finnur sér stað í andófinu. Hann er sífellt í uppreisn gegn viðteknum sannindum og reynir alltaf að finna hina hliðina, þá sem ekki er nefnd. Aðferðir hans, val á persónum, skírskotanir í hefðina, málfar textanna og beiting raddarinnar eru á öndverðum meiði við það sem tíðkaðist fyrir hans tíð. Megas velur sér persónur úr neðanjarðarheimum borgarinnar, fólk sem orðið hefur undir í lífinu, andhetjur. Þær eru margar í hringiðunni miðri á milli sveita- og borgarmenningarinnar. ( kvæðaheimi hans er bændaþjóðfélagið þó að hruni komið og þungamiðja höfundarverks hans er ný rótlaus kynslóð sem vex upp á mölinni. (röddum eða frásögnum persónanna komafram ýmis viðhorf til þessa nýja samfélags, allt frá harðri ádeilu til 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.