Mímir - 01.06.2005, Side 37

Mímir - 01.06.2005, Side 37
Mynd 1. Dæmigerður seglbátur frá 19. öld, tólfæringur með Engeyjarlagi og búinn tveimur reiðum og sprytseglum. Þeim var hægt að róa í byrleysi eða óhagstæðri vindátt og þá þurfti að taka á land milli sjóferða því hafnaraðstaða var lítil. Nútímaskúturnar eru hins vegar straumlínulaga, komast hratt milli staða og hafa jafnan svolitla vistarveru með svefnaðstöðu neðan þilja. Þær eru því í raun þilfarsbátar þótt lltlar séu. Þeir bátar skútualdar sem áhugaverðast er að bera saman við nútímaskútur eru miðlungsstórir og stórir árabátar frá lokum skútualdar (sjá mynd 1). Þeir voru svipaðir algengum nútímaskútum að lengd og höfðu að nokkru leyti sambærilegan seglabúnað. Þeir voru kallaðir fjögurra manna för, fimm manna för, sexæringar, áttæringar og tólfæringar. Þessi nöfn eiga ekki við um skútur nú á dögum enda eru þær ekki búnar árum en hafa þess í stað litla hjálparvél sem grípa má til í byrleysi. Margt er líkt með búnaði skúta 20. aldarinnar og gömlu árabátanna. Þau efni sem notuð voru i búnaðinn hafa þó gjörbreyst með tilkomu plasts, ryðfrís stáls, áls, króms og fjölbreyttra spunaefna. Á myndum 1 og 2 eru sýndir dæmigerðir bátar, annars vegar frá skútuöldinni og hins vegar frá seinni hluta 20. aldar. Eftirfarandi upptalning lýsir atriðum sem helst greinir þessa báta í sundur hvað varðar byggingu: Nútímaskútur eru yfirleitt þilfarsbátar, þ.e. hafa káetu neðan þilja. Gömlu bátarnir voru hins vegar alveg opnir stafna á milli. Nútímaskútur hafa hærra mastur og djúpan kjöl til mótvægis. Bátar skútualdar voru hins vegar grunnbotna og mjög valtir. Steinar voru notaðir sem kjölfesta móti reiðanum og ef vel aflaðist og létta þurfti bátinn var þeim varpað fyrir borð og síðan endurnýjaðir næst þegar farið var á sjó (Hrefna Róbertsdóttir 1984). Aðalsegl nútímaskúta er þríhyrnt og festast skammhliðar þess á mastur og bómu. Aðalsegl eldri skúta voru svokölluð sprytsegl. Þau voru ferhyrnd, fest á mastrið og úr þeim breitt með sprytnum, sem festur var í efra afturhornið. Neðra afturhornið var fest í borðstokk með skauti. Nútímaskútur eru flestar einsigldar (ein sigla eða mastur) en gömlu árabátarnir voru gjarnan tvísigldir (tvær siglur). Sprytseglin voru þá tvö, framsegl og aftursegl. Nútímaskútur hafa flestar eitt stagsegl, fokkuna, en á gömlu bátunum var að auki sérstakt segl framan við fokkuna, svokallaður klýfir, svipað fokkunni að lögun en minna. Á nútímaskútum kemur svo til sögunnar belgseglið sem nánar verður vikið að síðar. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.