Mímir - 01.06.2005, Side 52

Mímir - 01.06.2005, Side 52
í vondum amerískum samsæris trylli" (NÞA, bls. 154). Samsæri er engu að síður staðreynd og smátt og smátt sannfærist Einar um að fylking Ólafs Hinrikssonar fjármálaráðherra tengist dauða Abel Goodman á einhvern hátt. í Reyðagerðismálinu verður Einar viss um að fjármálaráðherra sé sekur um misnotkun á almannafé. Ólafur hafði ausið fjármunum ótæpilega til atvinnuuppbyggingar í eigin kjördæmi en hér glittir þó aðeins í toppinn á ísjakanum. Ábendinguna hafði Einarfengið frá stjórnarandstöðunni sem einnig tekur þátt í þeim leik að reyna að hafa áhrif á hvaða fréttir birtast í fjölmiðlum. í Ijós kemur að Abel Goodman framdi sjálfsmorð þegar hann tók of stóran skammt af eiturlyfjum og gömul kærasta Einars kroppaði úr honum augun eftir að hann var látinn, vegna þeirrar misnotkunar sem hún þurfti að þola af hans hendi. Þrátt fyrir þessar uppljóstranir er sú gáta enn óráðin í bókarlok hvernig valdhafar landsins tengjast málinu. í Hvítu kanínunni skýrist mynd hinna raunverulegu glæpamanna sem reynast vera tengdir kynlífsglæpahring sem stendur m.a. fyrir kynferðisiegri misnotkun á börnum og unglingum. Hér er ekki um glæpamenn af lágum stigum að ræða heldur berast böndin smátt og smátt að valdablokk fjármálaráðherra. Þeir Alfreð Hauksson, Snorri útgerðarmaður í Keflavík og Eiríkur í Viðskiptaþjónustunni tengjast allir skipulagðri glæpastarfsemi á einn eða annan hátt. Einar blaðamaður dregst inn í atburðarásina miðja eftir að Gunnsu dóttur hans er rænt. Án þess að vita það býr Einar yfir upplýsingum sem geta komið upp um starfsemi hringsins í formi dagbókar Abel Goodman. Ekki næst til raunverulegra glæpamanna en peðum erfórnað og glæpurinn telst því upplýstur. Spænski lögreglumaðurinn Carvalho sendir Einari bangsa sem tákn fyrir glæpamanninn sem tekinn var fastur: Á korti sem bundið er um háls hans með vír stendur: „Við náðum þó stóra bróður hans. C.“ Það heldur þú, hugsa ég. Það heldur þú (HK, bls. 207). Einar kemst í návígi við Eirík hjá Viðskiptaþjónustunni á flugstöð eftir að hann hefur gert sér grein fyrir tengslum Eiríks við mannránið. Tii marks um ósnertanleika hinna háttsettu glæpamanna skilur gler þá Einar og Eirík að, ekki reynist unnt að koma lögum yfir Eirík. í þriðju bókinni um Einar blaðamann, Bláu tungli, tekst loks að knésetja höfuð valdaklíkunnar Ólaf Hinriksson fjármálaráðherra. Fiughótelstarfsmaðurinn Eyrún gerir játningar hjá geðlækninum Ástu sem hún neyðist til þess að opinbera fyrir Hannesi ritstjóra á Síðdegisblaðinu. Ekki er þó hægt að segja að réttlætinu sé fullnægt þar sem refsing Ólafs fjármálaráðherra, sem tekur þátt í kynferðislegri misnotkun, hæfir engan veginn glæpnum. Ólafi er gert að segja af sér embætti en raunverulegir glæpir hans eru ekki gerðir opinberir á síðum dagblaðanna, fremur en hjá öðrum hvítflibbagiæpamönnum. Þannig bregst fjölmiðillinn hlutverki sínu sem málsvari sannieikans. Á ný eru það þeir lægra settu sem taka út fulla refsingu líkt og Ásta Björg geðlæknir. Spillingin er þannig enn við lýði í lok bókarinnar þó svo að málamyndasigur hafi unnist með afsögn Ólafs. Raunverulegir glæpamenn bókarinnar eru ekki ógæfumenn af iægstu stigum samfélagsins, eins og fjölmiðlar halda á iofti, heldur voldugir og siðblindir yfirstéttarmenn. Glæpirnir eiga sér dýpri rætur en finna má í afbrotum einstakra persóna. Orsaka þeirra er að leita í sjálfri samfélagsgerðinni. Hér er gripið niður í samtal Einars við hinn frelsaða Hermann Guðfinnsson hagfræðing: „Hver er antikristur núna?“ spyr ég og berst við að halda raunveruleikaskyninu. „Vinur, hann er kallaður Markaður. Dýrkun antikrists á okkar tímum felst í dýrkun á markaðnum. Ef spurn er eftir einhverju á markaði, sama hversu óguðlegt og hræðilegt það er, þá er í góðu lagi að dýrka það. Og það 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.