Mímir - 01.06.2005, Síða 57

Mímir - 01.06.2005, Síða 57
búseta, kyn og menntun foreldra. Niðurstöður úr könnunum Guðbjargar og Aðalheiðar voru svipaðar. Þær sýndu að nýja setningagerðin í máli unglinga er nokkuð útbreidd. Nemendur samþykktu þessa nýjung frekar með sögnum sem stýra þágufalli en sögnum sem stýra þolfalli. Niðurstöðurnar bendatil að breytingin hafi byrjað á landsbyggðinni og þar er þróunin iengra á veg komin en í Reykjavík. Niðurstöður úr báðum könnunum sýndu að menntun foreldra hefur áhrif. Börn foreldra sem hafa mikla menntun leyfa síður nýju setningagerðina. [ hvorugri könnuninni var afgerandi munur á svörum eftir kyni nemenda (sjá Guðbjörgu M. Björnsdóttur 1997, Aðalheiði Þ. Haraldsdóttur 1997 og Joan Maling og Sigríði Sigurjónsdóttur 1997). 3.2 Viðameiri rannsókn Veturinn 1999 - 2000 stóðu þær Sigríður og Joan fyrir viðamikilli rannsókn á þessari nýju málbreytingu. Þær lögðu spurningalista um nýju setningagerðina fyrir 1731 nemanda í 10. bekk í 65 skólum um land allt, eða 45% nemenda sem eru fæddir árið 1984. Einnig svöruðu 205 fullorðnir um land allt spurningalistanum. Á spurningalistanum voru 68 setningar í handahófskenndri röð, þar af voru 17 viðmiðunarsetningar, bæði tækar og ótækar, sem hafðar voru með til að meta hvort svörin væru marktæk, en 51 setning var með nýju setningagerðinni í mismunandi setningafræðilegu umhverfi. Unglingarnir áttu að merkja við einn af tveim möguleikum: (9) Leiðbeiningar: Settu x í viðeigandi dálk Já = svona getur maður sagt! Nei = svona getur maður ekki sagt! Einnig voru nemendur beðnir að fylla út blað með ýmsum persónuupplýsingum. Þeirvoru beðnir um að greina frá kyni, fæðingarári, móðurmáli, búsetusögu og menntun foreldra. Eftir að þeir sem merktu við tvær eða fleiri ótækar viðmiðunarsetningar voru útilokaðir voru eftir 1695 unglingar og 200 fullorðnir. Þessir 1695 unglingar skiptust nokkuð jafnt eftir kyni, en í hópnum voru 845 drengir og 850 stúlkur. Svörunum var skipt í flokka eftir landshlutum; Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Vestmannaeyjar, Suðurland, Suðurnes, úthverfi Reykjavíkur og Reykjavík vestan Elliðaáa. í síðaeta flokknum voru skólar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík vestan Elliðaáa en í flokknum úthverfi Reykjavíkur voru skólar í Reykjavík sem eru í hverfum austan Elliðaáa, Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti, og skólar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Mosfellsbæ, Kópavogi og Hafnarfirði.4 Helstu niðurstöður voru þær að nýja setningagerðin kemur fyrir í máli unglinga um allt land en yfirleitt ekki í máli fullorðinna. Niðurstöðurnar voru þó breytilegar eftir landshlutum og skar Reykjavík vestan Elliðaáa sig úr þar sem hlutfall jákvæðra svara var þar mun lægra en annars staðar. í viðmiðunarsetningunum var hlutfall jákvæðra svara mjög svipað í öllum landshlutum, jafnt hjá unglingum sem fullorðnum. Sigríður og Joan benda á að þetta sé til marks um að niðurstöðurnar séu áreiðanlegar. Meðal tækra viðmiðunarsetninga var setning með hefðbundinni þolmynd sem 93% unglinganna dæmdu tæka. Þessi niðurstaða bendirtil að þolmynd og nýja setningagerðin útiloki ekki hvor aðra, með öðrum orðum þeir unglingar sem samþykkja nýju setningagerðina virðast einnig samþykkja venjulegar þolmyndarsetningar. Niðurstöðurnar staðfestu flest atriðin sem fram komu í frumrannsókninni. Tölfræðilega marktækur munur var á jákvæðum svörum í setningum sem hafa andlag í þágufalli og setningum sem hafa andlag í þolfalli. Nýja setningagerðin virðist ganga betur með setningum sem hafa andlag í þágufalli og sami munur kom fram hjá fullorðnum. Þetta staðfestir tilgátu Helga Skúla Kjartanssonar (1991, bls. 18) sem hélt því fram að nýja setningagerðin væri algengari af sögnum sem stýra þágufalli en þolfalli. Sigríður og Joan (2001a, bls. 139) telja þennan mun stafa af því að þegar nýja setningagerðin er með þágufallssögnum er aðeins eitt sem greinir hana frá þolmynd, þ.e. ákveðni nafnliðarins, sjá dæmi (6) hér að framan. En þegar nýja setningagerðin er með þolfallssögnum er það einnig fall nafnliðarins og það að sagnir sambeygjast honum ekki sem greinir hana frá þolmynd, sjá dæmi (5) hér að framan. Önnur athyglisverð niðurstaða var að hlutfall jákvæðra svara í setningum þar sem andlag táknar manneskju var hærra en í setningum þar sem andlag táknar hlut, hvort sem andlagið var í þolfalli eða þágufalli. Sigríður og Joan nefna það sem hugsanlega skýringu að þessi nýja setningagerð sé frekar notuð til að lýsa því sem fólk verður fyrir en því sem hlutir verða fyrir (sbr. Hopper og Thompson 1980). Aftur verður vikið að þessu þegar fjallað verður um niðurstöður athugunar minnar í kafla 4.2.2. í rannsókninni voru ýmsar setningagerðir 4 Ástæðan fyrir þessari skiptingu var sú að við úrvinnslu niðurstaðna kom í Ijós að hlutfall jákvæðra svara í setningum með nýju setningagerðinni var miklu lægra í skólunum vestan Elliðaáa í Reykjavík en annars staðar á landinu og var þessi munurtölfræðilega marktækur. Þessi flokkun skóla á höfuðborgarsvæðinu sýnir því betur þann mun sem fram kom. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.