Mímir - 01.06.2005, Page 62

Mímir - 01.06.2005, Page 62
sambeygjast honum ekki, sbr. dæmi (5) hér að framan. Eins og fyrr sagði eru niðurstöður þeirra í samræmi við tilgátu Helga Skúla Kjartanssonar (1991) um að nýja setningagerðin gangi betur með þágufallsandlögum en þolfallsandlögum. Það má því ætla að nýja setningagerðin hafi fyrst komið fram í setningum með þágufallsandlögum. Niðurstöður mínar sýna hærra hlutfail jákvæðra svara þegar andlag er í þágufalli en í þolfalli og er þessi munur tölfræðilega marktækur8, sjá töflu 10. Á töflunni sést að munurinn á jákvæðum svörum í þolfalli og þágufalli er ekki eins mikill í skóla AE eins og í skóla VE. Þetta gæti stafað af því að þróun nýju setningagerðarinnar sé lengra komin í skóia AE en í skóla VE. Þar sem nýja setningagerðin virðist fyrst koma fram í setningum með þágufallsandlögum er eðlilegast að hlutfall jákvæðra svara sé svipað þar í skólunum tveimur. í setningum með þolfallsandlagi kemur hins vegar fram munur á skólunum tveimur eins og búast má við ef þróun nýju setningagerðarinnar er komin styttra í skóla VE. Hlutfall jákvæðra svara í setningum með þágufallsandlögum er líka hærra hjá fullorðnum. Reyndar er það óvenju hátt og gæti stafað af því hversu fáir eru í þessum 8 T-próf er tölfræðipróf sem metur hvort niðurstöður séu tölfræóilega marktækar. I setningum með þágufailsandlagi er meðaltal (m) = 0,49 og staðalfrávik (sf) = 0,30 en í setningum með þolfallsandlagi er m = 0,39 og sf = 0,27; t (77) = -4,988; p = 0,000. hópi. Niðurstöður athugunar minnar benda því til þess að nýja setningagerðin sé algengari með þágufallsandlögum en þolfallsandlögum enn sem komið er. Þær virðast því styðja það sem komið hefur fram í fyrri rannsóknum. Munurinn á þolfalli og þágufalii kemur þó aðeins fram í setningum þar sem andlagið er nafnorð en ekki í setningum þar sem andlagið er persónufornafn. Þar er hlutfall jákvæðra svara svipað en stundum aðeins hærra þar sem andlagið er í þolfalli, sjá töflur 11 og 12. Ástæðan fyrir þessum mun gæti verið sú að notkun nýju setningagerðarinnar virðist algengust með persónufornöfnum og hefur jafnvel komið fyrst fyrir í slíkum setningum og því er þróunin lengra komin þar. Notkun nýju setningagerðarinnar með þolfallsandlögum virðist því orðin jafnmikil og með þágufallsandlögum, þar sem andlagið er persónufornafn.9 í niðurstöðum Sigríðar og Joan kom fram að hlutfall jákvæðra svara í nýju setningagerðinni var hærra þegar andlagið táknaði manneskju en þegar andlagið táknaði hiut, hvort sem andlagið var í þolfalli eða þágufalli. Fall andlagsins virðist því ekki alltaf skipta máli. Ástæðuna fyrir því að unglingar samþykkja frekar nýju setningagerðina með andlagi 9 Hlutfall jákvæðra svara er reyndar aðeins lægra með þágufallsandlögum þegar andlagið er persónufornafn en þegar það er nafnorð. Þetta þyrfti þó að rannsaka nánar. Tafla 11. Nýja setningagerðin með andlagi (l.pfn.) í þolfalli og þágufalli. Skóli VE Skóli AE Fullorðnir Þolfall: a. Það var barið mig í klessu. 43% 57% 0% b. Það var rekið mig úr fótboltaliðinu í gær. Þágufall: c. Það var hrint mér í leikfimi í gær. 33% 58% 0% d. Það var ýtt mér út úr rúminu í morgun. Tafla 12. Nýja setningagerðin með andlagi (3.pfn.) í þolfalli og þágufalli. Skóli VE Skóii AE Fullorðnir Þolfall: a. Það var barið hana fyrir framan blokkina í gær. 46% 63% 0% b. Það var rekið hann úr handboltaliðinu síðasta sumar. Þágufall: c. Það var ýtt honum út úr tjaldinu í útilegunni. 45% 52% 0% d. Það var hrint henni á skautasvellinu í gærmorgun. Tafla 13. Lágmarkspar: Nýja setningagerðin með andlagi sem táknar hlut eða Skóli VE Skóli AE manneskju. 7. 9. 7. 9. a. Það var fellt tréð í garðinum. 71% 33% 35% 54% b. Það var fellt strákinn á prófinu. 25% 14% 10% 38% 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.