Mímir - 01.06.2005, Page 62
sambeygjast honum ekki, sbr. dæmi (5) hér að
framan. Eins og fyrr sagði eru niðurstöður þeirra
í samræmi við tilgátu Helga Skúla Kjartanssonar
(1991) um að nýja setningagerðin gangi betur með
þágufallsandlögum en þolfallsandlögum. Það má
því ætla að nýja setningagerðin hafi fyrst komið
fram í setningum með þágufallsandlögum.
Niðurstöður mínar sýna hærra hlutfail jákvæðra
svara þegar andlag er í þágufalli en í þolfalli og er
þessi munur tölfræðilega marktækur8, sjá töflu 10.
Á töflunni sést að munurinn á jákvæðum
svörum í þolfalli og þágufalli er ekki eins mikill í
skóla AE eins og í skóla VE. Þetta gæti stafað af
því að þróun nýju setningagerðarinnar sé lengra
komin í skóia AE en í skóla VE. Þar sem nýja
setningagerðin virðist fyrst koma fram í setningum
með þágufallsandlögum er eðlilegast að hlutfall
jákvæðra svara sé svipað þar í skólunum tveimur.
í setningum með þolfallsandlagi kemur hins
vegar fram munur á skólunum tveimur eins og
búast má við ef þróun nýju setningagerðarinnar
er komin styttra í skóla VE. Hlutfall jákvæðra
svara í setningum með þágufallsandlögum er líka
hærra hjá fullorðnum. Reyndar er það óvenju hátt
og gæti stafað af því hversu fáir eru í þessum
8 T-próf er tölfræðipróf sem metur hvort niðurstöður séu
tölfræóilega marktækar. I setningum með þágufailsandlagi
er meðaltal (m) = 0,49 og staðalfrávik (sf) = 0,30 en í
setningum með þolfallsandlagi er m = 0,39 og sf = 0,27; t
(77) = -4,988; p = 0,000.
hópi. Niðurstöður athugunar minnar benda því
til þess að nýja setningagerðin sé algengari með
þágufallsandlögum en þolfallsandlögum enn sem
komið er. Þær virðast því styðja það sem komið
hefur fram í fyrri rannsóknum. Munurinn á þolfalli
og þágufalii kemur þó aðeins fram í setningum þar
sem andlagið er nafnorð en ekki í setningum þar
sem andlagið er persónufornafn. Þar er hlutfall
jákvæðra svara svipað en stundum aðeins hærra
þar sem andlagið er í þolfalli, sjá töflur 11 og 12.
Ástæðan fyrir þessum mun gæti verið sú að
notkun nýju setningagerðarinnar virðist algengust
með persónufornöfnum og hefur jafnvel komið
fyrst fyrir í slíkum setningum og því er þróunin
lengra komin þar. Notkun nýju setningagerðarinnar
með þolfallsandlögum virðist því orðin jafnmikil
og með þágufallsandlögum, þar sem andlagið er
persónufornafn.9
í niðurstöðum Sigríðar og Joan kom fram að
hlutfall jákvæðra svara í nýju setningagerðinni var
hærra þegar andlagið táknaði manneskju en þegar
andlagið táknaði hiut, hvort sem andlagið var í
þolfalli eða þágufalli. Fall andlagsins virðist því ekki
alltaf skipta máli. Ástæðuna fyrir því að unglingar
samþykkja frekar nýju setningagerðina með andlagi
9 Hlutfall jákvæðra svara er reyndar aðeins lægra með
þágufallsandlögum þegar andlagið er persónufornafn en
þegar það er nafnorð. Þetta þyrfti þó að rannsaka nánar.
Tafla 11. Nýja setningagerðin með andlagi (l.pfn.) í þolfalli og þágufalli.
Skóli VE Skóli AE Fullorðnir
Þolfall:
a. Það var barið mig í klessu. 43% 57% 0%
b. Það var rekið mig úr fótboltaliðinu í gær.
Þágufall:
c. Það var hrint mér í leikfimi í gær. 33% 58% 0%
d. Það var ýtt mér út úr rúminu í morgun.
Tafla 12. Nýja setningagerðin með andlagi (3.pfn.) í þolfalli og þágufalli.
Skóli VE Skóii AE Fullorðnir
Þolfall:
a. Það var barið hana fyrir framan blokkina í gær. 46% 63% 0%
b. Það var rekið hann úr handboltaliðinu síðasta sumar.
Þágufall:
c. Það var ýtt honum út úr tjaldinu í útilegunni. 45% 52% 0%
d. Það var hrint henni á skautasvellinu í gærmorgun.
Tafla 13. Lágmarkspar:
Nýja setningagerðin með andlagi sem táknar hlut eða Skóli VE Skóli AE
manneskju. 7. 9. 7. 9.
a. Það var fellt tréð í garðinum. 71% 33% 35% 54%
b. Það var fellt strákinn á prófinu. 25% 14% 10% 38%
60