Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 63

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 63
sem er manneskja telja þær stafa af því að nýja setningagerðin sé frekar notuð til að lýsa atburðum sem manneskjur verða fyrir en hlutir (sbr. Hopper og Thompson 1980). í athugun minni er þetta öfugt. Hlutfall jákvæðra svara er yfirleitt hærra þar sem andlagið táknar hlut en munurinn er þó í heild ekki tölfræðilega marktækur. í töflu 13 má sjá eitt dæmi af mörgum sem prófuð voru til að kanna þetta atriði. Eins og sjá má í töflunni er hlutfall jákvæðra svara töluvert hærra þegar andlagið er hlutur en þegar það er manneskja. Ástæðan fyrir þessu er ekki Ijós og sennilega spila þarna inn í þættir sem við áttum okkur ekki á. Hugsanlega hefur ekki tekist vel til þegar sagnirnar voru flokkaðar eftir því hvort þær lýsa atburðum sem manneskjur verða fyrir frekar en hlutir. Einnig getur smæð úrtaksins verið hluti skýringarinnar. í svona litlu úrtaki gefa niðurstöður ekki jafn skýra mynd og fæst í stærra úrtaki. Þetta er atriði sem þyrfti að kanna nánar. 4.2.3 Nýja setningagerðin með geranda í forsetningarlið Eins og fyrr sagði benda Sigríður og Joan (2001a:151-152) á að nýja setningagerðin geti ekki haft geranda í forsetningarlið ef sú tilgáta þeirra er rétt að hér sé um nýja tegund germyndar að ræða. Germyndarsetningar taka augljóslega ekki geranda í forsetningarlið því gerandinn er í frumlagssætinu. Þannig væri til dæmis ekki hægt að segja setninguna í (11) því þá eru gerendurnir orðnir tveir. (10) ‘Einhver sagði manninum upp af forstjóranum. Ef nýja setningagerðin er ný ópersónuleg germynd er gerandinn hulinn í frumlagssætinu og því er ekki hægt að hafa geranda í forsetningarlið. í athugun minni voru prófaðar tvær setningar í þolmynd með geranda í forsetningarlið og tvær með nýju setningagerðinni með geranda í forsetningarlið. Niðurstöðurnar eru birtar í töflum 14 og 15. Eins og sést í töflu 14 samþykkja langflestir unglingarnir venjulegar þolmyndarsetningar með geranda í forsetningarlið. Þegar þessar niðurstöður eru bornar saman við nýju setningagerðina kemur fram mikill munur á hlutfalli jákvæðra svara. Frekar fáir nemendur samþykkja nýju setningagerðina með geranda í forsetningarlið, sjátöflu 15. Ef nýja setningagerðin gæti haft geranda í forsetningarlið ættu niðurstöðurnar að vera svipaðar útkomunni úr þolmyndarsetningunum í töflu 14. Niðurstöðurnar úr lágmarkspörunum í 14a/b og 14b/15b benda eindregið til að sú tilgáta Sigríðar og Joan sé rétt að nýja setningagerðin geti ekki tekið með sér geranda í forsetningarlið. Þessi niðurstaða rennir stoðum undir þá kenningu þeirra að nýja setningagerðin sé ný tegund germyndar í málinu en ekki þolmynd. Til að skoða þetta nánar voru athugaðar þær 12 setningar með nýju setningagerðinni þar sem andlagið er nafnorð í þolfalli, eins og í setningunum í töflu 15, en án geranda í forsetningarlið. Niðurstöður þeirra voru bornar saman við niðurstöður úr setningunum í Tafla 14. Þolmynd með geranda í forsetningarlið. Þolmynd með geranda í forsetningarlið. Skóli VE Skóli AE 7. 9. 7. 9. a. Bókin var þýdd af höfundinum. 88% 67% 60% 83% b. Brúðkaupsmyndin vartekin af frægum Ijósmyndara. 83% 91% 80% 92% Tafla 15. Nýja setningagerðin með geranda í forsetningarlið. Nýja setningagerðin með geranda í forsetn-ingarlið. Skóli VE Skóli AE 7. 9. 7. 9. a. *Það var þýtt bókina af höfundinum. 21% 19% 20% 25% b. *Það var tekið brúðkaupsmyndina af frægum Ijósmyndara. 8% 10% 20% 38% Tafla 16. Lágmarkspar. Nýja setningagerðin með og án geranda í for- setningarlið. Skóli VE Skóli AE 7. 9. 7. 9. a. *Það var tekið brúðkaupsmyndina af frægum Ijósmyndara. 8% 10% 20% 38% b. Þaö var skoðað bílinn eftir áreksturinn. 54% . 33% 60% 75% 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.