Mímir - 01.06.2005, Page 87

Mímir - 01.06.2005, Page 87
verða ofan á ([pau:ir]) má e.t.v. hugsa sér að í Ijósi fárra mynda þar sem /y/ kemur upp á yfirborðið hafi uppstillarinn fækkað frambjóðendum. Á sama hátt mætti gera ráð fyrir að þegar [laknirj víkur fyrir [laikmrj (lagnir) hafi einhljóðsframboðið verið dregið til baka vegna þess hve yfirborðsmyndir af því tagi hafa lítið fengið að láta Ijós sitt skína. Hér væri sem sagt ekki um breytta hömluröð að ræða heldur annars konar uppstillingu eða nýtt framboðsfyrirkomulag. Myndirnar dekkjum-dekkja og klóst virðast einnig varða inntak hamlanna frekar en röðina á þeim. Helsti kosturinn við þessa nálgun er sá að hugmyndin um togstreitu hljóðafarslegra þátta og orðhlutalegra næst vel fram. Bestunarkenningin spáir því að fleiri en ein yfirborðsmynd komi til greina og það kemur vel heim og saman við a.m.k. sum dæmin sem hér hafa verið til athugunar. Þar sem tekið er mið af yfirborðsmyndum verða baklægu gerðirnar heldur ekki eins langsóttar og í generatífu hljóðkerfisfræðinni. Veikleiki kenningarinnar felst að mínu mati í hinni öfugu nálgun, þ.e.a.s. að málkunnáttan sé skilyrt af bönnum en ekki boðum. Þá er klárt mál að þótt hún bregði birtu á einstök atriði leysir hún ekki allan vanda sem við er að glíma á sviði morfófónemíkur. 5. Lokaorð Hér hefur verið litið á áhrifsbreytingar í íslensku, einkum kerfisbundnar áhrifsútjafnanir (e. levelling), greind nokkur dæmi um slík fyrirbæri og þess freistað að bera þau að fræðikenningum um samband „hljóðkerfis" og „orðhlutakerfis". Helstu efnisatriði má draga saman á þessa leið: (16) a. Ýmis framburðaratriði sem eru á reiki í íslensku nútímamáli má rekja til áhrifsútjafnana. b. Málbreytingar af þessu tagi einkennast af togstreitu hljóðafarslegra þátta og orðhlutalegra þátta á þann hátt að hljóðréttar myndir fara að laga sig að beygingardæminu í heild. c. Lýsingar og skýringar á því hvað þarna sé á ferð ráðast mjög af því hvaða augum menn líta málkerfið og einstaka hluta þess. d. Hefðbundin generatíf hljóðkerfisfræði þvingar menn í raun til að velja á milli „hljóðkerfislegrar leiðar" og „orðhlutalegrar leiðar“ til að lýsa áhrifsútjöfnunum. Slíkir afarkostir eru óheppilegir þar sem um greinilegt samspil þessara þátta er að ræða. e. Lexíkölsk hljóðkerfisfræði hverfur frá aðgreiningu hljóðkerfis og orðhlutakerfis og býður upp á skilvirkari tengsl þarna á milli. Samkvæmt þeim hugmyndum virðast áhrifsútjafnanir frekar hljóðkerfislegt fyrirbæri en orðhlutalegt en það kemur ekki vel heim og saman við meintan „þrýsting" frá orðhlutakerfinu. f. í hefðbundinni morfófónemík og náttúrlegri hljóðkerfisfræði er m.a. gert ráð fyrir reglum um hljóðgerð orðhluta. Ætla má að við áhrifsútjafnanir séu á ferð reglur af því tagi en ekki er Ijóst í hverju skilyrðingar slíkra reglna eru fólgnar eða hvernig þær gætu horft við málnotandanum. g. Sú kenning sem nær best að draga fram þá spennu sem áhrifsútjafnanir vitna um milli hljóðafarslegra þátta og orðhlutalegra þátta er bestunarkenningin: Hún gerir beinlínis ráð fyrir „keppni“ hljóðkerfis og orðhlutakerfis um að hafa áhrif á útlit orðmynda. h. Þótt bestunarkenningin komi að ágætu haldi við að lýsa megineinkennum áhrifsútjafnana má efast um hana sem almenna nálgun eða „lausnarorð“ í málfræði. Heimildir Alexander Jóhannesson. 1923-24. Islenzk tunga ífornöld. Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, Reykjavík. Archangeli, Diana. 1997. An Introduction to Linguistics in the 1990s. Optimality Theory. An Overview. Ritstj. Diana Archangeli. Blackwell Publishers Inc., Massachusetts/ Oxford. Anttila, Raimo. 1977. Analogy. Mouton Publishers, Haag/ París/New York. Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. (safoldarprentsmiðja, Reykjavík. Björn Karel Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu. Með viðauka um nýjungar í orðmyndum á 16. öld og sfðar. [Rit um íslenska málfræði 2. Ljósprentun Málvísindastofnunar Háskóla fslands frá 1987]. Fjelagsútgáfan, Reykjavfk. Chomsky, Noam, & Morris Halle. 1968. The Sound Pattern of English. Harper & Row, New York. Clark, John, & Colin Yallop. 1995. An Introduction to Phonetics and Phonology. 2. útg. Blackwell, Oxford. Eiríkur Rögnvaldsson. 1981. U-hljóðvarp og önnur a-ö víxl í nútímaíslensku. Islenskt mál 3:25-58. Eiríkur Rögnvaldsson. 1989. Islensk hljóðfræði. Kennslukver handa nemendum á háskólastigi. Málvísindastofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. Islensk orðhlutafræði. Kennslukver handa nemendum á háskólastigi. Málvísindastofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Eiríkur Rögnvaldsson. 1993. Islensk hljóðkerfisfræði. Málvísindastofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Hock, Hans Heinrich & Brian D. Joseph. 1996. Language History, Language Change and Language Relationship. An Introduction to Historical and Comparative Linguistics. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.