Mímir - 01.06.2005, Page 93
Orsögukeppni Mímis 2005
Á þorra 2005 var blásið til örsögukeppni á vegum
tímaritsins Mímis. Örsögur eru, eins og nafnið gefur
til kynna, örstuttar sögur sem fjalla um allt milli
himins og jarðar, og listin er að koma boðskapnum
fram í mjög knöppum texta. Skilyrðin sem við
settum voru að sögurnar væru 50 orð, hvorki fleiri
né færri, og að þeim væri skilað undir duinefni. Inn
komu á annan tug sagna, misjafnar að gæðum eins
og gengur, en margar þeirra sýndu fram á ótvíræðar
skáldagáfur og frumleika íslenskunema.
Það var erfitt verk að ákveða sigurvegara, en
eftir langa yfirlegu komst dómnefnd að niðurstöðu.
Fyrsta sæti hlýtur Steinþór Steingrímsson sem
skrifaði undir dulnefninu Leppur. Annað sæti fellur
í hlut Guðlaugar Freyju Löve sem skrifaði undir
dulnefninu Steinn og þriðja sætið hlýtur Aðalbjörg
Bragadóttir, öðru nafni Loki. Ailir verðlaunahafar
hljóta bókagjöf frá Eddu útgáfu. í dómnefnd sátu
auk ritstýra þær Þórgunnur Oddsdóttir og Sigurrós
Eiðsdóttir.
Leppur
Hann horfir út í þokuna og kveikir sér í fyrstu
sígarettu dagsins. „Aliir dagar byrja fallega," segir
hann með sjálfum sér. Það er úr einhverju helvítis
Ijóði. Ljóta ruglið. Hann sýgur ofan í sig reykinn og
lokar augunum. Kaffikannan blístrar. Krakkarnir
orga inni í svefnherbergi. Einsog konan. Meira
djöfulsins kjaftæðið.
Steinn
Seinasta morguninn sem pabbi gamli lifði lét hann
hringjatil mín með þessum skilaboðum: „Ég er
búinn að banka upp á hjá Guði en sennilega er
biðlisti hjá honum eins og hjá heilbrigðiskerfinu.
Komdu því til mín á meðan ég bíð“. Ég hló og hann
lifði þar til hann dó.
Loki
Ertu kítlin núna? Já sagði ég og fór að pissa því það
er svo gott að pissa glaður. Sæta mín, takk sagði
ég og dró fram myndavél, ostur og svo hlógum
við meira. Ég á þig og mér er alveg sama þótt
eigingirndin drepi mig, mér hefur aldrei liðið betur.
91