Mímir - 01.06.2005, Side 122

Mímir - 01.06.2005, Side 122
Vangaveltur um u-hljóðvarpsvíxl Höfundur Kolbrún Friðriksdóttir 1. Inngangur í þessari grein verður fjallað um u-hljóðvarp og tengsl þess við nútímamálið. Leitast verður við að varpa Ijósi á andstæðar skoðanir á því og mun ég einkum náigast viðfangsefnið út frá tveimur grundvallarspurningum: 1. Er u-hljóðvarpið beygingarlega eða hljóðkerfislega skilyrt? 2. Er u-hljóðvarpsreglan enn virk í nútímamáli, eða hvað skýrir annars hin algengu víxl a : ö í málinu? Hljóðreglur sem settar eru upp til að lýsa samtímalegum einkennum tungumálsins eiga sér oft sögulegar rætur. Saga íslenskunnar og forsaga einkennist af fjölda hljóðbreytinga og sumar þessara breytinga setja enn sterkan svip á hljóðkerfi nútímamálsins. Enn sjást t.a.m. glögg merki u-hljóðvarps og i-hljóðvarps í hljóðavíxlum í málinu þótt sjálfar hljóðbreytingarnar hafi átt sér stað á frumnorrænum tíma. íslenskt nútímamál verður því að sjálfsögðu ekki skilið án skoðunar á margvíslegum sögulegum málbreytingum sem áttu sér stað í fyrndinni. Talið er að u-hljóðvarpið hafi átt sér stað á frumnorrænum tíma. í stuttu máli er sögulega hér á ferðinni forn hljóðbreyting þar sem a kringdist fyrir áhrif frá eftirfarandi u sem hafði hljóðgildið [u] (eða [u] í forníslensku) og breyttist í bakmælt kringt hljóð g [o]. Það féll síðar saman við 0 sem verður ö [œ] í nútímamáli. Samtímaleg lýsing væri þá svona: a > ö [œ] fyrir áhrif frá frammælta hljóðinu [y]. Hin sögulega hljóðbreyting hafði einnig áhrif á önnur hljóð en ekki verður farið út í þá sálma hér. Umfjöllunarefninu er skipt í fimm kafla. ( öðrum kafla verður gefið stutt yfirlit yfir það sem kalla mætti umdæmi u-hljóðvarps, þ.e. hvar má sjá merki þessarar sögulegu breytingar í málinu. í þriðja kafla verður fjallað um ólík grundvallarsjónarmið sem fram hafa komið í umræðum um u-hljóðvarpið: annars vegar hvort það sé hljóðkerfislegs eða beygingarlegs eðlis og hins vegar hvort eðiilegt sé að telja u-hijóðvarpið virkt í nútímamáli, eða hvað geti annars legið að baki þessum algengu víxlum a : ö í málinu. í fjórða kafia verður gerð grein fyrir athugun sem ég gerði til að kanna „virkni" u-hljóðvarps við orðmyndun hjá tólf málhöfum og í fimmta kafla verða helstu niðurstöður dregnar saman. 2. Umdæmi u-hljóðvarps Ef litið er til íslensks nútímamáls má sjá að víxlin a : ö koma mjög víða fyrir í beygingu og orð- myndun. Umdæmi þessara hljóðavíxla er greinilega margbreytilegt. Þau má t.a.m. sjá í dæmigerðu u-hljóðvarpsumhverfi sem svo mætti kalla, þar sem u er í næsta atkvæði á eftir, og þau má einnig sjá í orðum þar sem u er ekki sjáanlegt i næsta atkvæði á eftir. En þess eru líka dæmi að í mörgum orðum sem virðast uppfylla öll „skilyrði" u-hljóðvarps verða þó engin víxl a og ö þótt u sé í næsta atkvæði á eftir. í fljótu bragði virðist því úa og grúa af dæmum í málinu sem ýmist virðast styðja þá almennu reglu sem yfirleitt er talin gilda um u- hljóðvarp eða þverbrjóta hana. En örfá dæmi um víxl a : ö, eða engin slík víxl þar sem vænta mætti, skýra betur hvað við er átt: (1) Dæmi um víxl a : ö í „u-hljóðvarpsumhverfi“. í beygingu: a. barn - börnum; saga - sögu b. tala - tölum; fara - förum c. grannar - grönnum; svartar - svörtum d. annar- öðrum e. allir - öllum í orðmyndun: f. gras: grösugur g. harmur: hörmung 120
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.