Mímir - 01.06.2005, Page 126

Mímir - 01.06.2005, Page 126
 um hljóðbeygingarreglu að ræða. Samkvæmt þessu vill Eiríkur því gera greinarmun á annars vegar hljóðkerfislegu u-hljóðvarpi og hins vegar beygingarlegu u-hljóðvarpi. Kristján Árnason og Jón Axel Harðarson telja hins vegar að hljóðbeygingarreglur liggi að baki í báðum tilvikum og engin rök séu fyrir því að líta á þetta sem tvö aðskilin fyrirbæri. Þeir telja einnig að hin virku víxl a : ö \ nútímamáli skýrist ekki af því að þar sé virk u-hljóðvarpsregla að verki heldur að slík beygingarmynstur séu orðin föst í málinu, málnotendur læri þau og beiti þannig orðmyndunar- og beygingarlegum reglum á orða- og morfemforða málsins. 4. Athugun á „virkni" u-hljóðvarps í orðmyndun í því skyni að reyna að skoða hvort u-hljóðvarp sé í raun virk hljóðkerfisregla í nútímamáli lagði ég könnun fyrir tólf manns sem lítt láta sig varða söguleg eða samtímaleg álitamál íslenskunnar og enn síður að þeir hafi velt fyrir sér lífi eða dauða u-hljóðvarpsins. Þátttakendur höfðu því enga hugmynd um hvað verið var að kanna með þeim sjö orðum sem þeim var ætlað að leggja út af. Fyrirmælin voru þau að málhafar ættu að mynda orð sem enduðu á -ugur út frá gefnum nafnorðum. Af þeim sjö nafnorðum sem málhafar fengu í athuguninni hafði ég í raun aðeins áhuga á orðmyndun út frá fjórum þeirra, þ.e. þar sem hugsanlega mátti vænta víxla a : ö. Þessi nafnorð eru: gras, ftasa, sandur og hland.2 í raun var það að lokum orðmyndun út frá aðeins tveimur siðasttöldu orðunum sem fönguðu athygli mína því í öllum tilvikum mynduðu málhafar orðin grösugur og flösugur og engum datt í hug að mynda þar orðin *grasugur og *flasugur. Af einhverjum ástæðum datt málhöfum ekki í hug orðmyndun af gras og flasa án u-hljóðvarpsvíxla. Kannski má ímynda sér að tíðni þessara orða gæti skipt þar máli, þ.e. hefð er fyrir beygingarmyndum þessara orða þar sem víxl a : ö koma fyrir, sbr. gras - grös; flasa - flösu en síður hefð fyrir beygingarmyndum eins og t.d. hlöndum. En á hitt má þá einnig benda að það sama ætti í raun að gilda um sand því hefð er fyrir víxlum a : ö þar, sbr. sandar - söndum, en í Ijós kom að margir töldu orðmyndina sandugur koma til greina. Niðurstaða athugunar minnar sýnir þessar orðmyndir hjá þátttakendum: 2 Benda má á að orðmyndun sú sem hér um ræðir var ekki öllum jafneðlileg. Þess voru dæmi að málhafar segðust ekki vera mjög hressir með sum þeirra orða sem þeim var ætlað að mynda. Á það við um orðmyndun út frá nafnorðunum flasa og hland: sögðust frekar vilja nota „allur í hlandi" eða „hlandblautur" og „allur í flösu“! (10) Orð Fjöldi I. a. grösugur 12 b. grasugur 0 II. a. flösugur 12 b. flasugur 0 III. a. söndugur 6 b. sandugur 5 c. sendugur3 1 IV. a. hlöndugur 6 b. hlandugur 6 Hvað varðar orðmyndun í III og IV sýna niðurstöðurnar að við fáum lágmarkspörin hlöndugur - hlandugur og söndugur - sandugur. Þannig hafa 50% þátttakenda tilfinningu fyrir því að víxl a : ö séu eðlilegust í slíkum orðum, sbr. söndugur-hlöndugur, og jafnmargir hafa þá máltilfinningu að engin hljóðavíxl eigi að vera í slíkri orðmyndun, þ.e. velja sandugur- hlandugur (fyrir utan þennan eina sem velur *sendugur\). Þetta verða að teljast afar áhugaverðar niðurstöður. Afleiðsluviðskeytið -ug virðist þannig í sumum tilfellum kalla fram u-hljóðvarpsvíxl í orðmyndun málhafanna en í sumum ekki. í Ijós kom einnig í athugun minni að málhafarnir voru ótrúlega samkvæmir sjálfum sér í orðmyndun í III og IV. í öllum tilvikum nema tveimur var algjört samræmi í vali þeirra á orðmyndum, þ.e. þeir sem mynduðu orðið söndugur völdu einnig hlöndugur og þeir sem völdu orðið sandugur völdu einnig hlandugur (sá sem valdi *sendugur valdi einnig hlandugur). Aðeins tveir skáru sig úr hvað þetta varðaði, annar myndaði söndugur: hlandugur og hinn sandugur: hlöndugur. Vísbendingar um slíkt samræmi í orðmyndun þessara tveggja orða gætu ýtt undir þá trú að nokkurt mark sé takandi á þeirri máltilfinningu málhafanna sem þarna kemur fram og þeir séu nokkuð samkvæmir sjálfum sér í orðmyndun. Þannig virðist hópurinn skiptast í tvo nokkuð jafna hópa, annars vegar þá sem hafa „virkt u-hljóðvarp“ í máli sínu og hins vegar þá sem hafa gagnstæða tilfinningu og telja slík hljóðavíxl ekki eiga heima í orðum á borð við þessi. Hvernig verða þessar niðurstöður svo skýrðar út frá þeim andstæðu sjónarmiðum sem hafa verið rakin hér að framan? Generatífistarnir myndu væntanlega fagna myndunum söndugur og hlöndugur og telja slíka orðmyndun staðfesta 3 Því má velta fyrir sér hvort málhafinn sem myndar orðið sendugur gæti verið að blanda saman orðum og hafi haft orðamyndina sendinn í huga þegar hann myndaði orðið sendugurl 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.