Mímir - 01.06.2005, Page 129
Barokkmeistarinn
List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar
Margrét Eggertsdóttir
Barokk og barokktexti eru lykilhugtök í þessari rann-
sókn á kveðskap Hallgríms Péturssonar (1614-1674).
Reynt er að veita lesendum nokkra innsýn í barokk-
rannsóknir í Þýskalandi og á Norðurlöndum og loks á
Isiandi og leitast við að skilgreina hvað einkenni hinn
svokailaða barokktexta. Aðrir inngangskaflar lýsa ís-
lensku samfélagi á sautjándu öid og menntun í orðsins
list á sama tíma. Fjaiiað er um kveðskap Magnúsar
Olafssonar í Laufási, endurreisnarmanns í íslenskri
bókmenntasögu, og um kveðskap Stefáns Oiafssonar
samtímamanns Hallgríms, sem var í senn hiiðstæða
hans og andstæða. Meginhluti bókarinnar snýst um
Hallgrím Pétursson og verk hans: Raktar eru heimildir
um hann og helstu æviatriði og reynt að varpa ijósi á
stöðu hans í íslensku samfélagi; gefið er yfirlit yfir rit-
verk skáldsins en að því búnu fjallað um þessar kveð-
skapargreinar: hverfulleikakvæði, ádeiiukvæði, tækifæris-
kvæði, andlegan kveðskap, passíusálma, iðrunar- og
huggunarljóð. I þriðja og síðasta hiuta er gerð grein fyrir
ritum Hallgríms í lausu máli, en þau eru kristileg íhugun
og bera þekkingu höfundar á mælskufræðum glöggt
vitni. Loks er fjallað um lofkvæði sem ort voru um Hall-
grím Pétursson og þá mynd sem þau draga upp af
honum. Aftast er samantekt á ensku, heimiidaskrá,
handritaskrá, nafna- og myndaskrá.
Kilja • ISBN: 9979-54-663-8 • Bls: 474 • Verð: 4490,- kr.
STOFNUN
ÁRNA MAGNÚSSONAR
Á ÍSLANDl
HÁSKÓLAÚTGÁFAN
www.haskolautgafan.hi.is
hu@hi.is