Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 130

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 130
Þangað sem leið liggur Um skáldskap Þóru Jónsdóttir Höfundur Sigríður Vilhjálmsdóttir í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að skáldkonan Þóra Jónsdóttir gaf út sína fyrstu Ijóðabók Leit að tjaldstæði. Þóra hefur fengist við skriftir og málað jöfnum höndum. Hún hefur gefið út átta Ijóðabækur og sjálf myndskreytt sumar þeirra. Þóra Jónsdóttir er fædd þann 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi. Fjölskyldan fluttist að Laxamýri í Suður-Þingeyjasýslu þegar hún var þriggja ára gömul. Þar bjó hún öll sín uppvaxtarár í náinni snertingu við landið og náttúru þess. Nú síðast kom út eftir hana Far eftir hugsun árið 2000. Fysta bók hennar Leit að tjaldstæði kom út 1973, á eftir komu Leiðin norður 1975, Horft íbirtuna 1978, Höfðalag að hraðbraut 1983, Á hvítri verönd, 1988, Línurílófa ,1991 og Lesnætur, 1995. Einnig hefur hún þýtt tvær Ijóðabækur úr sænsku, Augu ídraumi eftir Agneta Pleiel árið 1985 og Útópíu eftir Wislawa Szymborska gefin út 1996. Það ár kom líka út Ijóðabókin Ljósar hendur þar sem skáldkonurnar Þóra Jónsdóttir, Ágústa Jónsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir sameinuðu krafta sína. Ljóð Þóru hafa líka birst í ýmsum tímaritum m.a. Tímariti Máls og menningar, Andblæ, Kirkjuritinu og hún hefur verið skáld Skírnis. Eftir að bókin Lesnætur kom út, árið 1995, hlaut hún viðurkenningu úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins ásamt Gyrði Elíassyni. Einnig var henni veitt viðurkenning úr sjóði Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar fyrir bók sína Far eftir hugsun. Þóra stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugum í Reykjadal frá 1940-1942. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948 og stundaði síðan nám við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1949-52. Hún bjó eitt ár í Svíþjóð frá 1959-1960 en hún hefur að mestu verið búsett í Reykjavík eftir að hún kom að utan. Þóra lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1968. Hún kenndi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1948-49. Hún hefur einnig starfað á Borgarbókasafni Reykjavíkur frá 1975-1982. Ég mælti mér mót við Þóru á vordögum 2002 þar sem við ræddum saman um skáldskapinn og uppsprettur hans. Þóra hefur alla tíð haft mikið yndi af lestri og í uppvexti sínum las hún allt sem hún náði í og urðu Ijóð og þjóðsögur henni snemma hugleiknar. Hún ólst upp við skáldskap af hefðbundnum toga og hefur verið iðin við að lesa það sem út hefur komið af Ijóðum í gegnum tíðina. Verk Þuríðar Guðmundsdóttur og Þorgeirs Sveinbjarnarsonar segir Þóra að hafi veitt sér innblástur og í raun verið kveikjan að því að hún byrjaði sjálf að skrifa. Leit að tjaldstæði var eins og áður sagði hennar fyrsta Ijóðabók og var þeirri frumraun vel tekið. Ljóðin eru myndræn og laus við alla tilgerð. Þegar ég spurði hana hvers vegna hún valdi Ijóðum sínum þetta frjálsa form svaraði hún því að þegar hún byrjaði að semja Ijóð þá var módernljóðið allsráðandi í íslenskri Ijóðlist og það hafi í raun legið beint við að takast á við það. Miklar umræður höfðu skapast um formbyltinguna og rímleysið sem mörg íslensku skáldanna höfðu tileinkað sér. Þóra tók þessum hvörfum í Ijóðlistinni fagnandi og fann sinni Ijóðrænu rödd farveg. Það má segja að þegar á heildina er litið eru Ijóð Þóru knöpp og hnitmiðuð, þau eru miðleitin og þar er tilvist mannsins skoðuð. Persónuleg minni eins og ferðin, náttúran, þjóðsagnir og trú tengja Ijóðabækur hennar innbyrðis og bera höfundarverk hennar sterkan heildarsvip. Ferðin í bókum Þóru virðist oft ekki hafa neinn ákveðinn áfangastað. Það er ferðalagið sem er í sjálfu sér markmiðið en það sem er handan ferðarinnar er órætt. Ljóðmælandinn á ekki afturkvæmt og tilvist hans er á vissan hátt framandi og á meðan á ferðinni stendur upplifum við söknuð, óvissu, náttúru, einmanaleika, ótta og undrun. í bókinni Leitað tjaldstæði myndar ferðin ákveðinn ramma utan um Ijóðin í bókinni. í þessari fyrstu bók má í raun finna ákveðinn grunntón sem hljómar í verkunum sem á eftir koma. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.