Mímir - 01.06.2005, Side 139
1903. í áranna rás hefur verið erfitt að hafa hemil á
erlendum nöfnum sem íslensk fyrirtæki bera, þrátt
fyrir að þau hafi verið bönnuð með lögum. Ýmist
hafa menn gefið fyrirtækjum sínum íslensk nöfn og
kallað verslanir fyrirtækjanna öðrum nöfnum eða
farið í kringum lögin með því að nota orðaleiki.
íslensk fyrirtækjanöfn hafa lítið verið rannsökuð.
í tveimur B.A. ritgerðum sem skoðaðar voru kemur
í Ijós að íslensk verslananöfn eru að styttast og
eriend áhrif eru sífellt að verða meiri í nafngiftum á
íslensk fyrirtæki. í nokkrum verslunum með erlend
nöfn veit starfsfólkið m.a.s. ekki hvað nafnið þýðir.
í stuttri konnun sem ég gerði kom í Ijós, eins og í
B.A. ritgerðunum tveimur, að erlend fyrirtækjanöfn
hafa sótt í sig veðrið síðustu 40 árin. Ég skipti
verslananöfnum í sex fiokka: mannanöfn, örnefni
og staði, atvinnuheiti, náttúrunöfn, erlend nöfn og
önnur nöfn. Þar næst skoðaði ég fyrirtækjanöfn úr
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði frá árunum 1961
og 2001. Árið 1961 voru flokkar mannanafna stærsti
flokkurinn, en nú hefur staðan breyst og flokkur
erlendra nafna er orðinn stærsti flokkurinn.
Vissulega er það þó nokkuð áhyggjuefni þegar
erlend fyrirtækjanöfn verða hluti af íslenskri
menningu, einkum þó þegar fyrirtækin eru ekki hluti
af stórum, aiþjóðlegum fyrirtækjakeðjum. Mörgum
finnst að á tímum stórfyrirtækja og verslanakeðja
eigi íslenskir fyrirtækjaeigendur að sjá sóma sinn I
að gefa fyrirtækjum sínum íslensk nöfn. Þessi ósk
er að mörgu leyti réttlát og svo verður vonandi I
framtíðinni að vegur íslenskra fyrirtækjanafna aukist
aftur.
Heimildir
Anna G. Ólafsdóttir. 2001. „Enska úr öllum áttum".
Morgunblaðið, 14.janúar.
Atli Freyr Sveinsson. 1996. Þróun nafna fataverslana á 20. öld.
Ritgerð til B.A. prófs (íslensku við Háskóla (slands.
Félag íslenzkra stórkaupmanna. 1961. Atvinnu- og
verzlanaskrá. Isafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Heimasíða Kringlunnar. (http://www.kringlan.is)
Heimasíða Smáralindar. (http://www.smaralind.is)
Lög nr. 42,1903: Um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð.
Lagasafn Alþingis. (http://www.althingi.is/lagas/
nuna/1903042.html)
Lög nr. 62, 1969: Um fyrirtækjaskrá. Lagasafn Alþingis.
(http://www.aithingi.is/lagas/nuna/1969062.html).
Morgunblaðið á Netinu. 2001. íslenskir stafir verói í lénum I
framtíðinni. (http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_
news?nid=734851&cid=12)
Þorbjörg Lilja Þórsdóttir. 2001. Verslunarnöfn á íslandi 1967-
2000. Ritgerð til B.A. prófs I íslensku við Háskóla islands.
Þórhallur Vilmundarson. 1987. „Fyrirtækjanöfn". Móðurmálið
- fjórtán erindi um vanda íslenskrar tungu á vorum
dögum. Ólafur Halldórsson sá um útgáfuna. Vísindafélag
Islendinga, Reykjavík.
Aftanmálsgreinar
a Þessi grein er unnin upp úr ritgerð sem ég skrifaði
í námskeiðinu Nafnfræði (05.40.62) hjá Svavari
Sigmundssyni, haustið 2001.
b 4. grein laga um fyrirtækjaskrá (nr. 62, 28. maí 1969) er
svohljóðandi: „I fyrírtækjaskrá skal skrá nafn og aðsetur
fyrirtækja, auðkennisnúmer þeirra, atvinnugreinarnúmer
samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar, og þau atriði
önnur varðandi störf og hagi fyrirtækja, sem hún ákveður.
Fyrirtæki, sem hafa með höndum fleiri en eina tegund
starfsemi samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar,
eða reka sömu starfsemi á tveimur eða fleiri stöðum,
skulu, eftir því sem aðstæður leyfa, skráð samkvæmt því í
fyrirtækjaskrá, þ.e. hver atvinnugrein og hver starfsstaður
telst þar sérstök rekstrareind.“
c 3 8. grein laga um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð
er nú svohljóðandi: „Hver sá, er rekur verzlun, handiðnað
eða verksmiðjuiðnað, skal hlýða ákvæðum þeim, er hér •
fara á eftir, um nafn það, er hann notar við atvinnuna,
og um undirskrift fyrir hana (firma), enda beri fyrirtækið
og atvinnustarfsemi þess nöfn, sem samrýmist íslenzku
málkerfi að dómi skrásetjara. Ágreiningi, sem rísa kann
út af nafni, má skjóta til nefndar þeirrar, sem starfar
samkvæmt lögum nr. 35/1953.“ (Lög nr. 42,13. nóvember
1903, 8. grein)
137