Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 7
Á vö rp o g an ná la r 7 Annálar undirfélaga 2017-2018 Fulltrúaráð Sigrún Jónsdóttir formaður Fulltrúaráðs 2017-2018 Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Eina stundina situr maður sveittur yfir bókunum með Hámubolla frá elsku Hafdísi. Aðra stundina fagnar maður langþráðum próf­ lokum. Með haustinu fylgja svo nýir nemendur sem enn fá martraðir þegar þeir sjá Mennta skólann í Hamrahlíð. Fulltrúaráð tekur þeim opnum örmum og sér til þess að allir njóti læknis fræðinnar   til hins ýtrasta, því hvað væri nemendafélag án félagslífs? Nýnema ferðin hristir svo hópinn saman en í ár lá leiðin suður þar sem fyrsta árið gisti eina nótt í félagsheimilinu Brúarlundi. Ferðin var farsæl fyrir utan það að rútubílstjóranum seinkaði örlítið og enduðu nemendur fyrsta árs því óvænt í skírnarveislu sem fór fram í félagsheimilinu á sunnudeginum. Föstudagar veita háskólanemum ómælda gleði og hefur fulltrúaráð það að markmiði að bjóða aðildarfélögum upp á þéttskipaða dagskrá vísindaferða yfir árið. Vonandi hafa læknanemar notið góðs af afrakstri Guðrúnar Svanlaugar Andersen og Thelmu Kristinsdóttur en þær báru ábyrgð á vísinda­ ferðum félagsins síðastliðið ár og stóðu sig með stakri prýði. Aðrir meðlimir fulltrúaráðs stóðu sig einnig vel. Í ágúst bættust við ráðið tveir fulltrúar af fyrsta ári, Alexandra Ásgeirsdóttir og Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, en hlutverk þeirra var að skipuleggja fótboltamót félagsins og Læknaleikana. Fótboltamótið var haldið í Hamarshöllinni í Hveragerði þar sem þriðja árið bar sigur úr býtum og fengu keppendur afslátt á veitingastöðunum Ölverk og Skyr­ gerðinni sem margir nýttu sér eftir mótið. Skíðaferðin var ekki aðeins skemmtileg heldur einnig viðburðarík. Hópurinn lagði af stað til Akureyrar á föstudegi og byrjaði ferðin með heimsókn í Kalda þar sem hópnum var tekið opnum örmum. Þaðan var haldið áfram til Akureyrar þar sem Greifinn bauð upp á dýrindis flatbökur. Þar sem Akureyringar halda sig heima fyrir á föstudögum var bærinn heldur tómur en það gerði ekki mikið til þar sem alls voru 100 manns í ferðinni og fylltu því Pósthúsbarinn hæglega. Fjallið olli vonbrigðum, annað árið í röð, en hópurinn lét það ekki stoppa sig og hélt 50 manna hópur af stað til Dalvíkur um morguninn. Á sunnudeginum var það hins vegar ekki einungis fjallið sem var til vandræða heldur líka veðrið. Hópurinn hélt í vonina um að komast heim en þurfti að sætta sig við aðra nótt á Akureyri. Gistiheimilið Akureyri Backpackers kom til móts við ferðalanga og bauð aðra nótt á frábæru tilboði. Hópurinn komst heim, heill á húfi, á mánudeginum eftir langa og stranga rútuferð. Hápunktur ársins var svo án efa árshátíðin sem var haldin í Austurbæ. Árshátíð Félags læknanema er með þeim stærstu við Háskóla Íslands en í heildina seldust 333 miðar. Hljóm­ sveitin Band Aids skemmti gestum fram eftir nóttu en Friðrik Dór var leynigestur kvöldsins. Að lokum langar mig að þakka fulltrúum eldri ára, Signýju Rut Kristjánsdóttur, Önnu Guðlaugu Gunnarsdóttur og Valgerði Bjarna­ dóttur sérstaklega fyrir þeirra þátt í skipu­ lagningu árshátíðarinnar sem og fyrir að vera ávallt innan handar. Efri röð: Valgerður Bjarnadóttir, Thelma Kristinsdóttir, Signý Rut Kristjánsdóttir, Guðrún Svanlaug Andersen og Alexandra Ásgeirsdóttir Neðri röð: Anna Guðlaug Gunnarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.