Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 11

Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 11
11 Á vö rp o g an ná la r 11 Alþjóðanefnd Eggert Ólafur Árnason formaður Alþjóðanefndar 2017-2018 Alþjóðanefnd læknanema á aðild að Inter- national Federation of Medical Students’ Associ- ations (IFMSA) sem eru stærstu og elstu alþjóðlegu samtök læknanemasamtaka og samanstanda af 132 aðildarfélögum. Alþjóða­ nefnd hefur verið fulltrúi í samtökunum frá 1957 og tilheyrir því undirsviði sem sér um klínískt skiptinám. Það svið veitir læknanemum tækifæri á að kynnast heilbrigðisþjónustu og lifnaðarháttum annarra landa. Grundvallaratriði þess að geta haldið úti skiptum sem slíkum er að hafa aðgang að húsnæði þar sem erlendir nemar geta dvalið. Það hefur ekki alltaf gengið vel að útvega gott húsnæði en undanfarin ár  höfum við fengið afnot af húsi hjá Kleppsspítala. Í fyrra var gerður samningur milli Alþjóðanefndar og umsjónarmanna Klepps um samstarf þar sem Alþjóðnefnd fær gistiaðstöðu í fyrr nefndu húsnæði fyrir erlenda nema gegn vinnu­ framlagi hjá Batamiðstöðinni í formi fræðslu. Sumarið 2017 fóru sjö íslenskir nemar til Indónesíu, Ítalíu, Marokkó, Portúgal og Slóveníu. Við tókum svo á móti nemum frá Úkraínu, Marokkó, Indónesíu, Mexíkó, Slóveníu, Lettlandi, Póllandi, Svíþjóð, Rússlandi, Sviss, Japan, Ítalíu, Eistlandi, Indlandi og Þýskalandi. Eins og hefðin er þá einkenndist sumarið hjá okkur í Alþjóðanefnd af öflugu félagslífi með erlendu skiptinemunum og íslensku tengiliðunum. Í júlí fórum við í helgarferð til Snæfellsness og í dagsferð þar sem meðal annars var gengið í Reykjadal. Í ágúst var farin helgarferð um Suðurland en ekki var farið í dagsferð þar sem flestir af erlendu nemunum fóru saman í ferðalag um landið. Að auki voru haldin tvö Alþjóðakvöld þar sem allir buðu upp á mat og drykk frá sínu heimalandi. Þá voru haldin vikuleg bjórkvöld þar sem erlendu nemarnir fengu tækifæri að kynnast fleiri nemum innan læknisfræðinnar. Í ágúst 2017 sendi Alþjóðanefnd þrjá fulltrúa á ágústfund (e. August Meeting) IFSMA   í Tansan íu, þau Helgu Þórunni Óttarsdóttur, Herdísi Hergeirsdóttur og Gústav Arnar Davíðsson. Með í för var Jóhanna Andrés­ dóttir frá Hugrúnu. Á ágústfundi eru gerðir skiptisamningar fyrir næsta starfsár ásamt því að mynda ný tengsl og taka þátt í dagskrá sem þar er í boði. Í nóvember 2017 sendi Alþjóðanefnd fjóra fulltrúa, þau Guðrúnu Karlsdóttur, Helgu Þórunni Óttarsdóttur, Hjördísi Ástu Guðmunds dóttur og Tryggva Ófeigsson, á ráð stefnu á vegum Federation of Inter- national Nordic Students’ Associations (FINO) í Svíþjóð. Dagskrá ráðstefnunnar snerist um fólksflutninga og heilbrigði. Við fengum góðan félagsskap með okkur á FINO þar sem sex fulltrúar frá FL og aðildarfélögum slógust í hópinn, þau Krister Blær Jónsson, Sólveig Bjarnadóttir og Þórdís Þorkelsdóttir frá stjórn FL, Íris Kristinsdóttir og Kristín Haraldsdóttir frá Lýðheilsufélaginu og Sigríður Óladóttir frá Ástráði. Í mars 2018 sendum við svo út tvo fulltrúa á marsfund (e. March Meeting) í Egyptalandi, þau Herdísi Hergeirsdóttur og Tryggva Ófeigsson. Ásamt þeim fóru Unnur Mjöll Harðardóttir frá stjórn FL, Kristín Haraldsdóttir frá Lýðheilsufélaginu og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir frá Ástráði. Undanfarin ár hefur eitt af markmiðum Alþjóðanefndar verið að virkja fleiri aðildarfélög FL til þátttöku í starfsemi IFMSA. Það mætti segja að það hafi tekist með glæsibrag þar sem mikil aðsókn var frá aðildarfélögum FL á síðustu þrjár ráðstefnur og við vonum bara að áhuginn fari vaxandi. Ég vil nýta tækifærið til að hrósa öllum meðlimum Alþjóðanefndar og þakka fyrir frábært samstarf þetta síðasta ár. Það eru forréttindi að fá að vera hluti af þessum glæsilega hópi. Alþjóðanefnd vill einnig þakka tengiliðum og öllum þeim sem hafa lagt til hjálparhönd og við hlökkum til næsta sumars. Stjórn Alþjóðanefndar. Efri röð frá hægri: Jóhann Hauksson, Gústav Arnar Davíðsson, Eggert Ólafur Árnason. Neðri röð frá hægri: Aníta Rut Kristjánsdóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Tryggvi Ófeigsson, Helga Þórunn Óttarsdóttir, Herdís Hergeirsdóttir, Jóhannes Davíð Purkhús á vegum Bjargráðs. Á mynd vantar Önnu Lilju Ægisdóttur. „Við völdum JKE eldhús“ -Lilja og Atli Fannar Sjá meira á www.byko.is KOMDU Í HEIMSÓKN! BREIDD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.