Læknaneminn - 01.04.2018, Page 12

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 12
12 Á vö rp o g an ná la r 12 Annáll Hugrúnar Ágúst Ingi Guðnason varaformaður Hugrúnar 2017-2018 Hugrún er samstarfsverkefni nemenda í háskólum á Íslandi sem hefur það að markmiði að auka geðvitund og geðheilbrigði ungmenna. Það var vorið 2016 sem nemar frá hjúkrunar­, lækna­ og sálfræðideild Háskóla Íslands hittust í reykfylltum bakherbergjum háskólans og lögðu á ráðin. Það var í þessu baktjaldamakki sem upp reis geðfræðslufélagið Hugrún í öllu sínu veldi. Stofnfundur félagsins var haldinn 13. apríl 2016. Stofnun félagsins kom í kjölfar vitundarvakningar innan samfélagsins okkar gagnvart geðröskunum og geðheilbrigði. Fyrirkomulagið á fræðslu Hugrúnar er lauslega byggt á fyrirmynd frá Ástráði og er fræðsla á jafningjagrundvelli. Á meðan Ástráður ræðir um píkur, typpi og smokka talar Hugrún um kvíða, fíkn og hugræna atferlismeðferð. Hugrún fer með fræðslu sína í framhaldsskóla land sins og ýmsar félagsmiðstöðvar en stefnan er einnig sett á grunnskóla. Eins og við vitum fara ekki allir í framhaldsskóla og því missum við af stórum hóp ungmenna ef við sleppum því að fara í grunnskóla. Eftir farsælt fyrsta starfsár var lítið annað hægt að gera en að gera enn betur. Þrátt fyrir að vera ekki hlutlaus vil ég svo sannarlega meina að það hafi tekist og gott betur. Annað starfsárið hófst á því að félagið var opnað fyrir alla nemendur Háskóla Íslands, bæði til að vera í félaginu og sitja í stjórn. Fjögur sæti af níu í stjórn félagsins eru þó eyrna merkt nemum heilbrigðisvísindasviðs. Eitt af mark miðunum með þessari breytingu var að undirstrika að andlegt heilbrigði kemur öllum við, sama hvaða deild nemendur tilheyra. Geðveikt Bingó var haldið með pompi og prakt á Stúdentakjallaranum þann 4. júlí og var fullt út úr dyrum. Góðu straumarnir hættu þó ekki þarna. Í Reykjavíkurmaraþoninu þeytt ist fólk út á götur Reykjavíkur, Hugrúnu til stuðnings. Fyrir hönd Hugrúnar vil ég þakka öllum þeim sem mættu á Bingóið og hlupu í maraþoninu okkur til styrktar. Í september hófst alvaran. Haldin voru fræðslu kvöld í Hringsalnum á Land­ spítalanum við Hringbraut auk þess sem farið var í fræðsluferð út á land til þess að undir­ búa fræðara Hugrúnar fyrir komandi átök. Við uppskárum svo sannarlega eins og við sáðum en vel yfir hundrað manns mættu á fræðslukvöldin í Hringsalnum. Síðan þá hefur Hugrún farið í flesta framhaldsskóla landsins en því starfi er enn ekki lokið þegar þetta er skrifað. Hugrún byrjaði í ár að taka sín fyrstu skref í átt að fræðslu í grunnskólum í samstarfi við þrjár félagsmiðstöðvar í Kópavogi. Þar fer Hugrún í grunnskóla í Kópavogi og fræðir nemendur í áttunda til tíunda bekk um kvíða og leiðir til að takast á við hann. Styrktartónleikar Hugrúnar voru haldnir þann 5. apríl þar sem ýmsir listamenn stigu á svið á Kex Hostel fyrir geðheilbrigði. Þar fór fremstur í flokki Friðrik Dór sem ásamt öðrum vægast sagt tryllti lýðinn. Síðast en ekki síst er það herferðin #huguð sem var unnin í samstarfi við Stúdíó Holt og fór í loftið 7. mars. Þar fékk Hugrún sex einstak­ linga sem hafa glímt við geðraskanir til þess að segja sína sögu. Herferðin fór vítt og breitt og var fjallað um hana í öllum helstu fjölmiðlum. Í kjölfar herferðarinnar stofnaði Hugrún sinn eigin Snapchat­reikning gedfraedsla, sem ég mæli með að fylgja. Þegar allt kemur til alls skiptir þó ekki máli hversu flott eða falleg hugmyndin á bak við Hugrúnu var heldur skiptir mestu hvort jafningjafræðsla um geðheilbrigði skili einhverju? Erlendar rannsóknir gefa vís­ bendingar um að fræðsla um geðraskanir fyrir ungmenni hafi jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til geðrænna vandamála.Einnig hafa rannsóknir sýnt að fræðsla getur haft áhrif á ýmislegt, allt frá aukinni þekkingu yfir í viðleitni ungmenna til að leita sér hjálpar. Fordómar gagnvart geð röskunum minnka líkur á að fólk leiti sér hjálpar, þá sérstaklega karlmenn og ungt fólk. Eins og við vitum gera fyrstu einkenni ýmissa geðraskana vart við sig á þessum árum og snemm íhlutun getur því skipt sköpum. Því má segja að takist Hugrúnu metnaðarfull markmið sín munum við öll njóta afraksturs þess. Ég bíð spenntur eftir því að fylgjast með Hugrúnu í framtíðinni. Hugrún lætur kné fylgja kviði Heimildir 1. Sakellari E, Leino­Kilpi H & Kalpkerinou­Anagnostopoulou A. Educational interventions in secondary education aiming to affect pupils‘ attitudes towards mental illness: a review of the literature. J. Psychiatr. Ment. Health Nurs. 2011;18:166­176. 2. Salerno JP. Effectiveness of Universal School­Based Mental Health Awarness Programs Among Youth in the United States: A Systematic Review. J. Sch. Health 2016;86:922­931.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.