Læknaneminn - 01.04.2018, Page 18

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 18
R itr ýn t e fn i 18 Á Íslandi hefur verið skimað fyrir meðfæddum efnaskiptagöllum frá 1972. Meðfæddir efna­ skipta sjúkdómar eru í langflestum tilfellum erfða sjúkdómar sem erfast a­litningsvíkjandi (e. autosomal recessive) sem þýðir að foreldrar eru einkennalausir arfberar. Erfi börn sjúkdóms valdandi breytingar frá báðum foreldrum kemur fram sjúkdómur. Flesta með fædda efnaskipta sjúkdóma má rekja til trufl unar í flutnings ferlum frumunnar eða breyt inga í ensímvirkni.1 Erfða­ og sameinda­ læknisfræðideild Landspítalans skimar fyrir arf gengum og meðfæddum efnaskiptagöllum með blóðsýni sem tekið er á þerripappír 48­72 klukkustundum eftir fæðingu (sjá Töflu I). Sá efnaskiptasjúkdómur sem flestir þekkja og lengst hefur verið skimað fyrir hjá nýburum á Íslandi er fenýlketónúría (e. phenylketonuria, PKU). Fenýlalanín­hýdroxýlkljúfur (e. phenyl- alanine hydroxylase, PAH) umbreytir fenýl­ alanín í amínósýruna týrósín. Ef það er mein­ valdandi stökkbreyting í PAH­geni getur of gnótt fenýl alaníns (Phe) í miðtaugakerfi valdið þroska skerðingu, vaxtarskerðingu og flogum. Meðferðin er Phe skert fæði ævilangt.2 Í þessari grein er sjónum beint að minna þekkt um efnaskiptagöllum tengdum flutningi og myndun karnítíns. Karnítín er ammóníum katjón með fjórum kolefnissameindum sem gegnir mikilvægu hlutverki í efnaskiptum. Það er að finna í flestum dýrategundum en einnig í fjölmörgum örverum og plöntum.3 Flutnings­ og myndunarsjúkdómar karnítíns falla í hóp hvatberasjúkdóma sem hafa áhrif á β­oxun fitusýra (e. fatty acid oxidation disorders, FAODs) (sjá Töflu II og Mynd 1).4 Hér verður fjallað um fituefnaskipti, galla í myndun og flutningi karnítíns og sögu frumkomins karnítínskorts í Færeyjum. Truflun fituefnaskipta Í föstu er fita helsta orkuuppspretta líkamans. Fita losnar úr fituvef, nær til lifrar, hjarta og rákóttra vöðva þar sem langar fitusýrur eru nýttar til orkuframleiðslu. Karnítín er nauðsyn legt í þessu ferli. Frítt­karnítín (f­karnítín) binst fitusýrum í umfrymi og flyst inn í hvatbera þar sem þær eru brotnar niður með β­oxun (sjá Mynd 2). β­oxun í föstu tekur þátt í blóðsykurstjórn og miðar að því að koma í veg fyrir blóðsykurfall (e. hypoglycemia). Ketónar (e. ketone bodies) eru framleiddir úr asetýl­ CóA, myndunarefni β­oxunar fitusýra í lifur. Heila­, hjarta­ og rákóttar vöðvafrumur nýta ketóna sem orkugjafa í föstu og þá gengur Gallar í myndun og flutningi karnítíns Aðalheiður Elín Lárusdóttir læknanemi á fimmta ári 2017-2018 Reynir Arngrímsson sérfræðingur og dr. med í erfðalækningum og prófessor við Læknadeild HÍ Þreyta Hegðunarbreytingar Pirringur Hjartastækkun Hjartabilun Hiti Ógleði/uppköst Niðurgangur Minnkuð matarlyst Blóðsykurfall Vöðvaslen te ik n in g : v e c to rp o c k e t/fre e p ik Einkenni galla í β-oxun fitusýra CPT1-skortur Endurtekin blóðsykurföll í föstu án myndunar ketóna. Stækkuð lifur. Flog, dá. SCAD-skortur Nýburar: Ógleði, blóðsýring, seinkaður þroski. Vöðvaslen. MCAD-skortur Blóðsykurföll í föstu án myndunar ketóna sem koma í köstum. Uppköst, blóðsýring. Dá. CPT2-skortur Mildari gerð: Hækkað mýóglóbúlín í þvagi í föstu eða við áreynslu. Nýburar: Blóðsykurfall án myndunar ketóna, stækkuð lifur, hjartavöðva- kvilli, flog og dá. Gallar í flutniningi/tengingu langra fitusýra Bráð lifrabilun sem kemur í köstum. Heilakvilli. Of hár styrkur ammóníaks í blóði. OCTN2 flutningsferja karnítíns Efnaskiptatruflun: Hækkaður styrkur ammóníaks í blóði. Hækkun á transamínösum. Dá. Hjartavöðvakvilli. CACT-skortur Blóðsykurfall án framleiðslu ketóna. Of hár styrkur ammóníaks í blóði. Hjartsláttartruflun. Öndunarstopp. Stækkuð lifur. VLCAD-skortur C-gerð: Einkenni frá hjarta, skyn- didauði . H-gerð: Einkenni frá lifur, blóðsykurföll án myndunar ketóna sem koma í köstum. MTP-skortur og einangraður skortur L3-hydroxýl-CóA langra fitusýra Blóðsykurföll í föstu án myndunar ketóna sem koma í köstum. HELLP heilkenni á meðgöngu. Einkenni frá vöðvum, hjarta, lifur og augum. Mynd 1. Almenn einkenni galla í β-oxun fitusýra, FAODs.4 HELLP: rauðkornarof, hækkaðir transaminasar, lág blóðflögugildi (e. Hemolysis, Elevated liver enzymes, Low platelet counts).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.