Læknaneminn - 01.04.2018, Page 20

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 20
R itr ýn t e fn i 20 síður á glúkósabirgðir. Asetýl­CóA örvar einnig nýmyndun glúkósa (e. gluconeogenesis) í lifur. Ef β­oxun fitusýra er mistæk eða gölluð er ekki hægt að nýta fitu sem orkuafurð, nýmyndun glúkósa minnkar, glúkósabirgðir klárast og blóðsykur fellur. Það veldur skertri með vitund. Engu að síður losnar fita úr fituvef og safnast fyrir í lifur, hjarta og rákóttum vöðvum sem veldur minnkaðri getu lifrar til framleiðslu ketóna, hjartsláttaróreglu (e. arrhythmia) og vöðvakvilla (e. myopathy).5 Gallar í flutningi karnítíns Flutningsferjur karnítíns og önnur hjálpar­ prótín eru einnig mikilvæg. Flutningsferja karní tíns, ferja lífrænna katjóna af nýrri tegund 2 (e. Organic Cation Transporter Novel Type 2, OCTN2), skráð af SLC22A5­ geni (berafjölskylda uppleystra efna númer 22 meðlimur 25, e. Solute Carrier Family 22 Member 25), hefur mikla sækni (e. affinity) í f­karnítín og flytur það inn í hjarta­, nýrna­ og rákóttar vöðvafrumur. OCTN2­karnítínferjan er nauðsynleg fyrir náttúrulega birgðasöfnun karnítíns í frumum. Lifrarfrumur hafa sambærilegar flutningsferjur með minni sækni í f­karnítín. Karnítín palmítóýltransferasi­1 (e. Carnitine palmitoyltransferase 1, CPT1) á innra borði ytri himnu hvatbera tengir fitusýru við f­karnítín og myndar asýlkarnítín. Karnítín­ asýlkarnítín translókasi (e. Carnitine-acyl- carnitine translocase, CACT) flytur asýl­ karnítín yfir innri himnu hvatbera þar sem karnítín palmítóýltransferasi­2 (e. Carnitine palmitoyltransferase 2, CPT2) klýfur asýl­ karnítín, fitu sýran fer rakleiðis í β­oxun og f­karnítín flyst aftur út í umfrymið þar sem hring rásin endurtekur sig (sjá Mynd 2).5 Karnítín úr fæðu er frásogað í smáþörmum og flutt yfir í blóðrásina. Sá hluti sem ekki er frásogaður er brotinn niður af bakteríum í ristli. F­karnítín og asýlkarnítín er að mestu skilið út um nýru en við eðlileg blóðgildi er aðeins um 5% af síuðu karnítíni útskilið. Fæðuinntaka stýrir endurupptöku OCTN2­ferjunnar í nýrum, eftir því sem fæðuinntakan minnkar verður endur upptakan skilvirkari. Að sama skapi eykst út skilnaður í nýrum ef blóðgildin hækka til dæmis við aukna inntöku.6 OCTN2-skortur Skortur á OCTN2 skerðir endurupptöku karnítíns í nýrum, lækkar styrk í blóði og innan frumu. Sjúklingar með OCTN2­ ferjugalla og frumkominn karnítínskort tapa um 90­95% af síuðu karnítíni í þvag og mælast því með afar lágt karnítín í plasma og í frumum. Arfblendnir foreldrar þeirra tapa um tvö­ til þrefalt meira af síuðu karnítíni en þeir sem eru með eðlilega arfgerð. Arfblendnir einstaklingar mælast því iðulega með nokkuð lækkað karnítín í plasma.5,7 Afleiðingin kemur fram í föstu en þá er of lítið karnítín til að flytja fitusýrur inn í hvatbera til β­oxunar (sjá Mynd 2). Líkaminn gengur á glúkósabirgðir án nýmyndunar og fita sem ekki er brotin niður safnast upp í lifur, hjarta og rákóttum vöðvum. Nýgengi OCTN2­skorts en talin vera á bilinu ein af hverjum 37.000­100.000 fæðingum. Í Færeyjum hefur algengi sjúk dómsins reynst vera ein af hverjum 300 fæð ingum. Hátt nýgengi í Færeyjum er rakið til landnemaáhrifa stökkbreytingar (e. founder effect). Á Íslandi hafa fimm einstaklingar greinst frá upphafi skimunar 2008 (Leifur Franzson, tölvupóst­ samskipti, 15. maí 2018).5,8–10 A­litningsvíkjandi erfðagalli í SLC22A-geni sem skráir fyrir OCTN2­flutningsferjunni veldur frumkomnum karnítínskorti (e. primary carnitine deficiency) og veldur rófi ein­ kenna. Klínísk einkenni fara eftir aldri, alvar­ leika og hvaða líffæri verða fyrir skaða. Fram á fullorðinsár geta einkennin verið ósértæk, engin eða almennt orkuleysi. Stundum grein­ ast einkennalausar mæður fyrst eftir að börn þeirra greinast í nýburaskimun.5,7 Einkenna­ lausir hafa síður markleysubreytingu (e. non- sense mutation) í SLC22A5­geni. Þetta er þó OCTN2 OCTN2-skortur Fitusýra Karnítín Asetýl-CóA Asýlkarnítín Karnítín Karnítín Karnítín Asýlkarnítín Karnítín CPT1 CPT2 CACT CACT β-oxun asetýl-CóA FRUMUHIMNA UMFRYMI HVATBERI Myndun ketónkroppa 1 2 4 3 CPT1-skortur2 CPT2-skortur3 CACT-skortur4 1 Asetýl-CóA Mynd 2. Hlutverk karnítíns. Karnítín er nauðsynlegt skref fyrir β-oxun fitusýra. OCTN2, flutningsferja karnítíns úr blóðrás yfir í umfrymi, hefur mikla sækni (e. affinity) í f-karnítín og flytur það inn í hjartavöðvafrumur, rákóttar vöðvafrumur og nýru. Lifrarfrumur hafa lágsæknari ferjur sem flytja f-karnítín úr blóðrás inn í lifrarfrumur. Fitusýrur í umfrymi eru tengdar (e. conjugated) kóensími A (CóA). Karnítín palmítóýltransferasi-1 (CPT1) á innra borði ytri himnu hvatbera tengir fitusýruna við f-karnítín og myndar asýlkarnítín (e. acylcarnitine). Karnitínasýlkarnítín translókasi (CACT) flytur asýlkarnítín inn í hvatbera. Þar klýfur karnítín palmítóýltransferasi-2 (CPT2) f-karnítin af fitusýrunni sem er brotin niður í β-oxun. Frítt karnítín flyst síðan aftur í umfrymi þar sem hringrásin endurtekur sig.5 Mynd teiknuð af Brynjari Örnu- og Guðnasyni og Aðalheiði Elínu Lárusdóttur. Mynd er lauslega byggð á Figure 1 í grein Longo 2006: Disorder of Carnitine Transport and the Carnitine Cycle.5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.