Læknaneminn - 01.04.2018, Side 21

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 21
R itr ýn t e fn i 21 ekki algilt en erfitt getur reynst að spá fyrir um einkenni sem og samband arfgerðar og svipgerðar (dæmi um ófullkomna sýnd).11 Einkenni barna með OCTN2­skort má gróflega skipta í tvo hópa: þau sem greinast með efnaskiptatruflun og þau sem greinast með hjartavöðvakvilla.5,7 Greinist barn með efnaskiptatruflun á grunni OCTN2­skorts koma fyrstu einkenni iðulega fram fyrir tveggja ára aldur. Meðal einkenna eru vanþrif, pirringur og svefnhöfgi sem koma fram við aukna orkuþörf í veikindum (til dæmis magakveisur og efri öndunarfærasýkingar). Við skoðun getur fundist stækkuð lifur. Rannsóknir sýna blóðsykurfall án aukinnar myndunar ketóna, aukinn styrk ammóníaks í blóði auk hækkunar á transamínösum lifrar. Ef börnin fá ekki dextrósa í æð í bráðafasanum geta þau fallið í dá og látist.5,7 Rúmur helmingur greinist með hjartavöðvakvilla á aldrinum tveggja til fjögurra ára. Meðal einkenna er vöðvaslekja (e. hypotonia) en rannsóknir geta sýnt hækkaðan kreatínkínasa. Á lungnamynd sést stækkað hjarta og skert útfallsbrot (e. ejection fraction) í hjartaómun. Fyrstu einkenni geta verið hjartsláttartruflanir og hjartastopp.5,7 Í einstaka tilfellum greinist OCTN2­skortur á fullorðinsaldri. Einkenni geta þá verið orkuleysi eða hugsanlega stækkað hjarta vegna hjartavöðvakvilla og hjartsláttartruflana. Sama meginregla á við um þungaðar konur líkt og börnin, það er einkenni koma fram við aukna orkuþörf þungunar.5,7 Blóðgildi karnítíns lækka einnig í þungun.12 Í frumkomnum karnítínskorti mælist karní­ tín óeðlilega lágt í sermi (<5 μmól/L) en viðmiðunargildi Landspítala í nýburaskimun eru 10­60 μmól/L blóðs (Leifur Franzson, tölvupóstsamskipti, 15. maí 2018). Í um það bil 70% tilfella greinist stökkbreyting í SLC22A5- geni. Einnig má taka sýni úr húð, einangra fíbróblasta til ræktunar og mæla þar flutning karnítíns. Hjá einstaklingum með frumkominn karnítínskort er karnítínflutningur fíbróblasta <10% flutnings heilbrigðs viðmiðunarhóps. 5,7 Meðferð sjúkdómsins er uppbót karnítíns, 100­200 mg/kg/dag (allt að 2 g/dag) gefið í þremur skömmtum sem dugar til að hækka sermisstyrk f­karnítíns upp í eðlileg gildi10 en einungis upp í 5­10% eðlilegs gildi í vöðva­ frumum. Vegna galla í OCTN2 flyst minna karnítín inn í vöðvafrumur sem þurfa að reiða sig á óvirkan flutning karnítíns yfir frumu­ himnu. Þessi lági styrkur í vöðvafrumum virðist þó nægja til að koma í veg fyrir fylgi­ kvilla en starfsemi vöðvafrumu helst óskert þó karnítínstyrkur sé undir 5% eðlilegs styrks.7,13 Mikilvægt er að mæla bæði f­karnítin og heildar karnítín að minnsta kosti fjórum klukku stundum eftir síðasta skammt til að meta árangur meðferðar. Frítt karnítín endurspeglar skammtastærð í styttri tíma en heildarkarnítín metur innanfrumubirgðir karnítíns og er betri mælikvarði á meðferðarárangur.10 Háir skammtar karnítíns geta valdið meltingar­ óþægindum, auknum þarmahreyfingum og niðurgangi. Einnig geta loftfælnar bakteríur í þörmum umbreytt karnítíni í þrímeþýlamín sem veldur fiskilykt.14,15 Aukaverkanir má minnka með því að skipta skammti í minni einingar og taka hann með gerlum (til dæmis jógúrti). Lyktina má meðhöndla með sýklalyfja gjöf.5,7 Horfur einstaklinga með frumkominn karnítínskort eru góðar ef meðferð er hafin áður en að líffæraskemmdir myndast. Endurtekin blóðsykurföll og hjartastopp á grunni hjartsláttaróreglu (án hjartavöðvakvilla) hafa komið fram þegar meðferð er hætt.5 Mikilvægt er að greina á milli frumkomins karnítín skorts tengdan meinvaldandi erfða­ brigði í OCTN2­ferju og annarra sjúkdóma sem geta leitt til taps á karnítíni. Slíkt er Færeyjar – frumkominn karnítínskortur Tíðni frumkomins karnítínskorts er 1:300 í Færeyjum sem er það hæsta í heiminum.17 Árið 1995 lést fjögurra mánaða gamalt barn á Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn. Innlagnarástæða var mikil uppköst og við skoðun sáust einkenni vöðvaslappleika, lifrarstækkunnar og lágs blóðsykurs. Krufning staðfesti frumkominn karnítínskort.18 Árið 2008 lést tvítugur færeyskur karlmaður tveimur dögum áður en hann átti að hefja karnítínuppbótarmeðferð. Níu ára gömul systir hans hafði látist eftir röð hjartastoppa en eftirlifandi bróðir greindist síðar einnig með frumkominn karnítínskort.18 Síðla sumars 2009 greindust tvær systur með frumkominn karnítínskort. Önnur þeirra lést skyndilega stuttu áður en meðferð átti að hefjast. Loks hófu heilbrigðisyfirvöld nýburaskimun árið 2009. Jafnframt var frítt karnítín mælt í blóði hjá rúmlega helmingi allra Færeyinga á árunum 2009­2011. Ef f­karnítín mældist undir 7 μmol/L var skimað fyrir stökkbreytingu í SLC22A5-geni19 en 76 einstaklingar með sjö mismunandi arfgerðir á aldrinum 15­80 ára voru greindir. Um fjórðungur kvörtuðu undan minni orku í líkamsrækt en stærri hluti (um 52%) höfðu stundað keppnisíþróttir á lífsleiðinni. Hjartaómskoðanir voru innan marka hjá öllum nema einum í hópnum. Sá mældist með eðlilega virkni en þykknun á vinstri slegli sem gekk til baka innan þriggja ára á karnítínuppbót. Átta einstaklingar (12% hópsins) höfðu óeðlilegt hjartalínurit (gáttatif, greinrof, viðsnúning T­takka eða ST­lækkanir). Við karnítínuppbót í um það bil ár fækkaði þeim sem kvörtuðu undan þreytu og hjartsláttarónotum úr 43% í 12%. Alls kvörtuðu 46% undan aukaverkunum karnítíns.17 Einnig voru borin kennsl á sex Færeyinga sem fengu lífshættulega hjartsláttartruflun á grunni frumkomins karnítínskorts. Fimm létust og einn lifði af. Krufning sýndi alvarlega fitulifur og heilabjúg í fjórum af þeim fimm sem létust. Allir sex höfðu stökkbreytingu (c.95A>G) í SLC22A5­geni og tóku inn sýklalyf sem innihélt pívalíksýru (e. pivalic acid) fyrir veikindin. Pívalíksýra lækkar styrk karnítíns og finnst í sýklalyfjunum pívampisillíns og pívmesillinam. Notkun þeirra var hætt í Færeyjum árið 2010.17 Frá árinu 2009 hafa öll nýfædd börn í Færeyjum verið skimuð fyrir frumkomnum karnítínskorti. Reynsla Færeyinga er að aðeins fjórðungur nýbura greinist í nýburaskimun. Karnítín flyst yfir fylgju og því geta mælingar endurspeglað styrk í blóði móður en nú ráðleggja Færeyingar að fengið sé annað sýni til mælingar við tveggja mánaða aldur barns.10 Jafnframt hafa komið upp tilfelli þar sem f­karnítín mælist eðlilegt fyrstu árin en lækkar svo (Ulrike Steuerwald og Leifur Franzson, tölvupóstsamskipti, 2015 og 2017). Í heildina hafa 168 staðfest tilfelli frumkomins karnítínskorts greinst í Færeyjum.10 Á Íslandi var mælingum á karnítíni bætt við nýburaskimun árið 2008 en Færeyingum búsettum á Íslandi og afkomendum Færeyinga hefur einnig staðið til boða karnítínmæling og erfðarannsókn. Síðastliðin ár hafa um það bil 300 einstaklingar af færeysku bergi brotnu farið í slíka mælingu (Reynir Arngrímssson, tölvupóstsamskipti, 15.maí 2018).18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.